Ég var að spekúlera að senda grein í moggann. Hún myndi vera einhvernvegin
svohljóðandi.

Ég heyrði brot úr síðdegisþætti Bylgjunnar (endurteknum)í morgun þegar ég var á leiðinni í vinnuna. Þar var umræðan um hvort að ætti að endurtaka leikinn frá því um tíma Jesú Krists og skrásetja alla ketti. Fínt mál,viðmælandinn á línunni taldi upp ýmsar góðar ástæður fyrir því til dæmis aðþá væri hægt að fylgjast með bólusetningu og afdrifum katta.
Mér fannst þetta sérlega sniðugt þar sem virðist að nú sé fólk orðið siðlausara og hendir kettlingum í ruslagáma og hendir köttunum sínum á vergang þegar þeir fara í sumarfrí. Þá væri kannski hægt að stjórna því líka að svoleiðis viðbjóður viðgengist ekki, því að aðeins þeir sem hefðu metnað og umhyggju til að hugsa almennilega um kettina sína tímdu að hafaketti.
Svo byrjaði skemmtunin. Karluglan í síðdegisþættinum byrjaði að taka inn hlustendur og fá álit þeirra á LAUSAGÖNGU KATTA!!!! Fjórar hysterískar kellingar hringdu og pípuðu út áliti sínu á málinu. Þær hafa greinilega allar alist upp við kattalaus heimili þar sem dýr voru talin óþarfa subbuskapur og líklegast
ákveðið á yngri árum að verða ekki samanherptar kerlingar eins og mamma gamla, en vúpps. Greinilega var líka hlustað á Þjóðarsálina “sálugu” á Rás 2 því að þær voru eins og pakkið sem hringdi þangað inn, höfðu engin góð rök fyrir áliti sínu né góðar lausnir á vandamálinu. Nú eins og ein orðaði það (lesist með kerlingalegri rödd) “ja svo er maður bara að vinna í garðinum, reyta úr beðunum og svona og alltíeinu er bara kominn köttur”.
Og hvað, bjóst hún við fíl???

Jæja það er nú gott og blessað og allir mega hafa sína skoðun þar sem við búum í “frjálsu landi” eða svoleiðis. Það sem aðallega hafði mest áhrif á mig var karluglan. Hann samsinnti bara kerlingunum og var mest kerlingalegur sjálfur, talandi um að kettir bæru smitsjúkdóma. Veistu það góði, ég hef sofið með ketti uppí rúmi hjá mér síðan ég var 2 vikna gömul og ég hef sko ekki smitast af neinu, GET YOUR FACTS STRAIGHT. Fyrr um daginn hafði ég einmitt stillt óvart á Bylguna og heyrt fréttastjóra Stöðvar 2 verja sig vegna ófréttamannlegrar framkomu. Hvað er þetta þá, gagnrýnin fréttamennska?

Og nú spyr ég, erum við Íslendingar að verða þjóð óttans eins og Bandaríkjamenn (e.g. Bowling for Columbine, hrein snilld)?
Þurfum við að hlusta á fréttamenn með áróður gegn ferfætlingum sem geta ekki varið sig. Þeir minna mig helst á Bush yngri vera með áróður gegn hryðjuverkamönnum.

Hverslags vitleysa er þetta nú eiginlega að fara að banna lausagöngu katta? Það sjá það nú allir að það er vonlaust mál, allir kattaeigendur þyrftu þá að búa í gluggalausum húsum og skjótast út til að kettirnir slyppu ekki. Mínir kettir og við erum nýflutt í húsnæði þar sem þau geta farið inn og út eftir vild og ég hef aldrei séð eins mikla breytingu á dýrunum, þau eru geðbetri, hætt að klóra húsgögnin mín (nánast), fara minna úr hárum og matarlystin hefur aukist.

Í mínu hverfi er fullt af köttum og hundum. Kettirnir ganga lausir en ekki hundarnir. Mér væri nokk sama þótt hundarnir gengju lausir líka greyin en ég held að það sé í þeirra þágu að hafa þá í bandi, þeir kunna neflilega ekki að passa sig á bílunum (hins vegar finnst mér reglur um hundahald orðnar eins og að ganga í herinn, þetta bannað, hitt bannað).
Ég fæ ketti úr nágrenninu inn til mín á nóttunni, borða frá mínum köttum og slást við þá. Það er mitt vandamál sem ég þarf að leysa en ekki einhver annar. Ég ætla sko ekki að fara að kvarta við nágrannana og biðja þá um að hefta frelsi dýranna sinna.

Ég er með aðra tillögu. Bönnum lausagöngu barna til 18 ára aldurs. Grenjandi frek börn í kjörbúðum er eitt það leiðinlegasta sem ég veit um og fer rosalega í taugarnar á mér. Og í flugvélum og bíó….. að lenda fyrir aftan ofvirkan, taugaveiklaðan orm sem sparkar endalaust í sætið hjá manni og mamman virðist vera á valíum og tekur ekki eftir neinu. Pirrandi ekki satt? Svo eru margir krakkar með skemmdarfýsn, til dæmis kveikja í frystihúsum og fara sér á voða.
Svo kemur gelgjuskeiðið, unglingar. Þá gæti bannið við lausagöngu hentað öllum, barnið fer ekki að drekka eða lendir í dópi, engar ungar stelpur óléttar og svoleiðis.

Haldiði ekki að öllum myndi líða betur????????

Boð og bönn hjálpa engum, það þarf að finna málamiðlun sem allir eru sáttir með, bæði kettir, hundar og menn. Þeim sem er illa við að fá ketti inn til sín þurfa bara að bjarga sér sjálfir og koma í veg fyrir það.

Að auki vil ég biðja útvarpsmenn Bylgjunnar að endurskoða starfsvettvang sinn ef þeir geta ekki verið hlutlausir í umræðum um þjóðfélagsleg málefni.

Ég myndi allavegana ekki vilja lifa mínu lífi bara í kringum mannfólkið.
Catwoman