Hann Aristoteles hérna á huga var búinn að reyna að senda inn grein, en af einhverjum ástæðum tókst það aldrei hjá honum.
Hann sendi mér því greinina og ég sendi hana inn fyrir hann.
Hérna er greinin hans:


Ég ákvað að skrifa aðra grein eftir þennan tíma sem er búinn að líða frá þeirri
síðustu. Það er allt í lagi að koma með comment en remember if you don't have
anything nice to say then don't say anything at all….

Nú er ég búinn að lesa á fullu í öllu og búinn að vera að hanna mína eigin Book
of Shadow. Ég hef því miður ekki getað galdrað, ekki einu siini íhugað útaf
kundalini orkunni minni.Verð að fara í heilun. Ég ætla bara að skrifa nokkur orð
sem ég hélt að gætu hjálpað öllum “krökkum” sem hafa áhuga á dulspeki og þá
sérstaklega göldrum og Wicca.
Í fyrsta lagi ekki láta neinn segja þér að þú hafir ekkert vit á þessu eða þetta
sé vitleysa eða hjátrú. Ástæðan fyrir því að þið byrjuðu í þessu svona “ung” er
afþví að þið voruð í þessu í fyrra lífi! (*Hafið samt hugfast að tíminn gæti
verið afstæður!) Allt hefur sína ástæðu. Og ef einhver segir eitthvað neikveitt
um þetta afhverju ætti hann/hún að hafa rétt fyrir sér. Og ef einhver segir að
þetta og hitt í sambandi við spáaðferðir, galdra og að trúa á mátt steina sé
barnalegt, við hvað miðar sá einstaklingur? Sjálfan sig? En hvað um það. Hérna
er nokkuð sem ég vil að þið íhugið alvarlega! Þegar ég byrjaði að stúdera galdra
þáfór ég beint í svartagaldur, mér fannst það skemmtilegast! að geta gert öllum
lífið leitt ef ég vildi.En svo þegar að til lengrgri tíma er litið þá fannst mér
svartigaldur most leiðilegast ever. svo var hvítigaldur miklu skemmtilegri og
hefur ekki neikvæð áhrif á karmað. ég er ekki að segja að þið EIGIÐ að stunda
hvítagaldur. ég er bara að segja að allt jákvætt hafi jákvæð áhrif og svo öfugt.
Og ef þið huggið ykkur ubpp við að allt hefur sína ásæðu eins og ég hef sjálfur
sagt, þá hefur allt líka sínar afleiðingar. Það er lögmál sem þið hafið eflaust
þurft að kljást við!

Wicca: Mér finnst wicca-trúin æðisleg hún fullkomnar mig að vissu leyti þó svo
enginn sé fullkominn. Speki hennar finnst mér meika sense og lífshættir
Wicca-trúar fólks eru mjög heilsusamlegir, bæði líkamlega og andlega. en áður en
þið takið þá ákvörðun að gerast Wicca stúderið trúna út og suður. Kannski á hún
ekki alveg við ykkur. Þið getið alveg stundað galdra án þess að vera Wicca. En
Wicca-trú er ein trú af svo mörgum trúarbrögðum og okkur ber að virða öll
trúarbrögð.

Það sem þarf fyrir galdra og ástundun þeirra eru margir hlutir. Ég ætla að nefna
þá helstu.

Book of Shadows( Rit Skugganna eða Bók Skugganna): Er nokkurs konar nokkurs
konar dagbók þar sem þú geymir allar þínar göldróttu hugsanir, galdra, rituöl
(athafnir á góðri íslensku) og upplýsingar. (S.s. samsvaranir). Þú getur farið
til bókbindara og látið hann búa til bók fyrir þig. Eða þú getur notað mjög
stóra stilabók og skreytt hana með táknum eða límiðum. Flestir segja að það
skuli handskrifa í þessa bók með svona blekpenna og bleki: Þetta getur semsé
verið mjög gaman. Einnig væri það mjög flott ef þið gætuð skrifað skrautskrift í
þessa bók. En það krefst æfingar.

Vöndur: Stendur fyrir frumefnið loft og tilgangur hans er að senda orku frá
norninni í ákveðinn hlut eða stað. Hann er einnig notaður til að búa til hið
helgavé (circle of power). Einnig má nota hann til að hræra í nornakatlinum.
Vöndur getur verið búinn til úr tréprikum og skreyttir með kristölum, steinum,
táknum og fleiru. (Sumir skrifa nöfn erkienglanna Uriel ,Gabriel ,Rafael,
Lusífer á hebresku á vöndinn sinn). Það þarf ekki að vera erfitt að búa til
vönd. Það getur bara verið gegt gaman! En sumir nota frekar staf.

Tunglblessað vatn: Tunglblessað vatn er kröftug samblanda af hina kröftuga
frumefni vatni og tunglorku Gyðjunnar. Þú getur notað það til sjálfhreinsunar ,
tólin þín (ekki kynfæri!! heldur hin, bara svona fyrir perrana) og hvað sem þú
vilt!

Uppskrift af tunglblessuðu vatni.

Tunglstaða: fullt tungl

Hráefni: krukka eða flaska (ekki úr plasti) með vatni. (Lindarvatn er best).
Salt & bréfsnifsi.

Við hvert fullt tungl skaltu hella gamla vatninu og búa til nýtt vatn. Ef þú
vilt getur þú búið til máttarhring (circle of power) og gert þessa athöfn:

Farðu einhvert þar sem þú hefur næði. Gerðu þig tilbúna/inn.
Settu hendur fyrir ofan höfuð og lófana saman. Segðu:

Heil þér tungl,
gerið það , hlustið á bón mína.
Blessaðu vatnið með mætti þínum.

Drefðu smá salti í hring (réttsælis) í kringum krukkuna (á blaðið). Settu hendur
þínar fyrir ofan krukkuna, lokaðu augunum og sjáðu fyrir þér hvítt ljós í
kringum krukkuna. Segðu:

Við mátt alls sem fyrir ofan er
og hins fulla tungls, þetta vatn
er blessað fyrir alla göldrótta notkun.

Klappaðu höndunum þrisvar saman og segðu með sterkri röddu:

Þetta er það sem ég vil,
svo skal verða.

Búið! Nú getur þú notað tunglblessaða vatnið þitt.

Kerti: Tákna eldfrumefnið og eru þau mikið notuð í göldrum. En munið að fara
varlega!

Ketill (eldfast mót): Ketillinn er nauðsynlegur. Þau svo þeir séu ekki notaðir
til að sjóða eiturblöndur, þá eru þeir notaðir til að sjá framtíðina, halda eldi
(þegar verið er að gera útidyra athöfn). Og til að safna saman ösku bréfs sem er
látið brenna í ákveðnum galdri. Ef þið eruð að búa til jurtablöndur eða gera
galdur þar sem sjóða þarf jurtir skulu þið nota stálpott. ( Nema þið getið gert
þetta úti og látið eld vera undir katlinum. Það er meira classic). Svona pottar
kosta frekar mikið svo þið gætuð þurft að spara svolítið. Annars getið þið alveg
notað það sem hendi er næst.

Salt: Salt (borð-eða sjávarsalt) salt getur notað í mörgum tilgangi. Salt getur
verið notað til hreinsun tóla, svo og einnig til að vernda tól og aðrar eignir.
Sópur: Er notað til að sópa máttarhringinn og ryðja burt neikvæðum orkum. Þó svo
að hann sé ekkert þarfaþing þá á ég klassískan nornakúst og hann er eitt
uppáhalds tólið mitt.

Tónlist: Hlustið á róandi geisladisk eða snældu þegar þið fremjið gladur eða
þegar þið eruð að hugleiða. Þetta hjálpar ykkur að komast í svona ritúal-skap.
mér finnst gott að hlusta á sjávartónlist og Enyu. Svo gáfu vinkonur mínar mér
snældu sem heitir Crystal healing. Mjög róandi!

Næstu tól eru í dýrari kantinum. En aftur á móti þá þurfa hin áðurnefndu ekki að
vera það. Reyndu því að safna aðeins þeim sem eru bráðnauðsynleg.

Rýtingur: Er ritúalhnífur sem er oftast notaður til að mynda máttarhringinn. (Ég
nota oftast vönd eða prika-reykelsi til að búa til minn). Hann skal aldrei
notaður til að meiða einhvern eða eitthvað.

Kaleikur: Kaleikur er ritúal glas sem er notaður við Sabbat-hátíðir og ákveðin
ritúöl. Sumir sveimir halda veislur inni í máttarhringnum. Og þar er kaleikurinn
(sem yfirleitt inniheldur vín eða safa) látinn ganga hringinn þar sem iðkendur
fá sér sopa. Vökvinn sem kaleikurinn inniheldur er yfirleitt blessaður með
ákveðinni athöfn.

Fimmarma Altarisstjarna (Altar Pentacle):Altar Pentcle er yfirlett gert úr tré
eða steini og er notað til að blessa tól.

Trumba: Í sumum hefðum er trumba notuð til að auka orkuna í hringnum.

Bjalla: Bjölluna er hægt að nota til að vekja upp austurhornið í máttarhringnum.
Hún hefur kvennorku og er einnig oft notuð til að vinda burt neikvæðri orku.



Svo aðeins af dálitlu öðru.

Kynlífsmagía.
Byrjum á kynlífi. Kynlíf eitt og sér er hlutur sem ekki skal taka sjálfsagðan.
Fyrir flesta einstaklinga er kynlíf mjög mikilvægur og góðir hlutur í lífinu sem
er alltaf betra að gera með þeim sem þú elskar. Og í kynlífi er jafnnauðsynlegt
að vera andlega undirbúin/nn og líkamlega.
Kynlífsmagía, er kennd í sumum reglum og hefðum. Þá á þriðja stigi. Kynlífsmagía
er geysilega efiðir og sterkir galdrar, og þarf maður að vera þrautþjálfaður. Ef
þið ætlið að gera kynlífsgaldra ritúal eða því um líkt, þá skulið þið lesa vel
og fá leiðsögn. Auk þess eru æfingar stór partur. Kynlífsmagía getur verið
stunduð af gagnkynhneigðum, tvíkynhneigðum, samkynhneigðum og fleiri en tveimur.

Efni.
Það eru mörg efni sem notuð eru við galdra. Sum hafa áhrif (vímuefni, s.s.
áfengi eða eiturlyf), önnur ekki. Oft eru þessi vímuefni í galdri plöntur,
jurtir og sveppir. Þessi efni eru aðallega notuð við athafnir. Reynið að sleppa
þeim og ekki gera galdra undir áhrifum. Sumir gera það þó og er það þeirra mál
enda bera engir ábyrgð á þeim nema þeir sjálfir.
Kundalini
Er orka sem fer eins og snákur um orkustöðvarnar. Hún er góðkynja en getur verið
svo sterk að orkustöðvarnar sviðna. Það getur haft áhrif á geðheilsu
einstlakings, svo og líkama. Mæli með því að fara í orkustöðvaheilun ef þetta er
svona hjá ykkur. Einkennin eru smáverkir út um allan líkaman. Ég hef haft þessi
einkenni lengi. Farið í Betra Líf og fáið númer hjá orkustöðvaheilara. Við
galdra fer orkan að aukast og fer á meiri ferð. Þá eykst verkurinn.


Það að stunda galdra eða að vera Wicca er ákveðinn lífstíll. Ég á ekki við
lífstíla eins og að vera emo, gothic, slim, eða henson-diesel týpu lífstíll. Ég
get ekki líst því almennilega nema það að þú breytir um lífstíl og verður
“öðruvísi”. Þú ferð t.d. að bera meiri virðingu fyrir náttúrunni. Þetta er ekki
slæmur lífstíll. Þvert á móti, því hann er eflaust betri en sá fyrri.


Það kom líka um daginn að einhver ætlaði að stofna sveim. Í ljósi þeirrar umræðu
þá vil ég skrifa hér nokkur orð úr bók sem ég á: Witch Brew of Good Spells for
Good Friends.

Í margar aldir hafa nornir skilið að vinátta er mikil list sem skal aldrei tekin
sjálfsögð. Jafnvel bestu vinir hafa þurft að einbeita sér til að viðhalda frið
og styrk vináttunar. Ég hef séð fleirri en eina vináttu leggjast í rúst, útaf
einföldum miskilningi. Það hefði aftur á móti verið auðveldlega komist hjá með
smá hjálp galdra. Oft heldur fólk að galdrar séu eitthvað fyrir einfara, sem
best eru gerðir milli þín og tunglsins. Hinsvegar voru galdrar upphaflega búnir
til og framkvæmdir af hópum vina. Sem skiptu á milli sín jurtameðulum, skiptust
á plöntufrækornum og gerðu galdra saman í SVEIMUM. Ef þú ert svo ótrlulega
heppin manneskja að eiga hóp af vinum sem deila saman áhuganum um galdra, þá
getið þið myndað sveim. Samkvæmt hefðum safnast sveimurinn saman a.m.k. tvisvar
sinnum í mánuði. Fyrir fullt tungl og á fullu tungli. Ég veit um nokkra sveima
sem hittast saman einu sinni í viku til að læra um hvort annað og auka þekkingu
sína á göldrum. Þessir sveimir verða mjög líkir fjölskyldu – borða saman,
gróðursetja saman og byrja jafnvel saman.



Finnst ykkur ykkur ekki mikið til í þessu. Það finnst mér allaveganna og ég vill
endilega að þið pælið í þessu. Svo skrifa ég kannski grein um sveima til að
fjalla meira ítarlega um þá. en sagt er að fólk þurfi þrjár manneskjur í það
minnsta til að stofna sveim. ég vona að þið hafið haft gaman af.

Ég studdist svoldið við bókina: Spellcraft: A Magickal Guide for Teens

Brightest blessings

aristóteles