Það er mikið í þessum heimi sem við skiljum ekki. Hlutir sem vísindin í dag geta ekki útskýrt og þá eru margir sem snúa sér að Occult. Í minu tilfelli var það þannig, ég þurfi svör og ég vildi sjá hversu langt ég gæti komist með aðferðafræði Temple Of Set.

Þannig að ég gekk í TOS og byrjaði í svipuðu vígslukerfi og OTI og Frímúrareglan nota. Ég var í rauninni mjög grænn í notkun magi en ég fylgdi “leiðbeiningunum” í bókunum og fór að gera rituals til þess að efla makt og meginn. Þetta var hluti af vígslukerfinu sem snéri að sjálfinu þeas hugmyndinn var að efla sjálfið með heimspekilegum og sálfræðilegum tilraunum á sjálfum sér.

Þetta er skilgreint sem Left Hand Path þeas einstaklingurinn gerist meira meðvitaður um sjálfan sig og reynir að bæta og breyta sjálfum sér.

Í rauninni hafði ég ekkert á móti Right Hand Path en fannst Left Hand Path vera betur sniðið að mér.

Í sumum af þessum rituals kallaði ég fram allan andskotan án þess að vita í raun hvað ég var að gera. Sem er ekki mjög viturlegt…
Í rauninni fór það svo langt að á tímabili var ég mjög mátfarinn og leið eins og ég væri tómur að innan.

Eftir þetta hætti ég í TOS og hætti þessum Occult áhuga alfarið, þar sem ég óttaðist mjög um geðheilsuna og átti góðan vin sem hafði tapað henni í sama áhugamáli.

Í dag þegar ég lít aftur á þennan tíma finnst mér hann vera hálf hlægilegur og ég er enn í dag að borga fyrir þessi mistök.

Magi er ekki eins og einhvað venjulegt áhugamál. Dulspeki eru ókönnuð vísindi og það er mjög hættulegt að stunda þau. Jafnvel einstaklingar sem eru mjög færir hafa lent illa í því og farið inná
geðsjúkrahús og eru til nokkur dæmi um það á íslandi.

Ekki fara út í Occult nema að þið sannarlega viljið það, því í raun vitið þið aldrei hver endanlega útkoman verður.

Ég vona að reynslusaga mín hérna muni hjálpa ykkur eða gera það augljósara hverjar fallgildrunar í Occult heiminum eru.

Sálin mans er það dýrmætasta sem maður á og það er ekki þess virði að taka svona stóra áhættu. Lífið er of dásamlegt og dýrmætt til þess að eyða tímanum í þetta.