Ég á kettling. Hann er búinn að búa hjá okkur í mánuð. Hann ræðst á ALLT sem hreyfist og ef það hreyfist ekki ,hreyfir hann það ,og ræðst á það. Hann bítur mann(ekki fast) og klórar, og hann er alltaf að ráðast á hinn köttinn okkar. Hann ræðst líka á hunda.
Hann hoppar og skoppar út um allt og er alltaf að ráðast á eitthvað(húsgögn og menn)
Hann er oft að klóra sófann og pabbi segir að ef hann eyðileggi 1. húsgagn verði honum lóað.

Er eðlilegt að 2-3 mánaða kettlingar láti svona?

Hinn kötturinn okkar (Bræla, eldri köttur) kemur núna örsjaldan heim því að hann rekur hana alltaf út aftur, þannig að það sjaldan þegar hún kemur heim (til að borða) þá lokum við kettlinginn alltaf inn í þvottahúsi
svo Bræla geti líka fengið sér að borða.

Bræla getur allveg ráðið við hann en hún hleypur alltaf í burtu þegar hann ræðst á hana.

Hvað verða kettir gamlir?
Geta kettir verið ofvirkir?



HildurJ