Tieo er kanínan mín… Hún er brún og dökk grá að mestu leiti, hún hefur að vísu oft stokið en sjaldan farið langt, ég hef ekki séð hana síðan í gær, líklega hefur hún orðið hrædd við flugvélarnar eða eitthvað slíkt. Hún býr í Krossalind 11 en hefur fundist víðsvegar um Kópavog og Breiðholt.

Tieo er með Brúna leður ól sem er búið að teipa um með glæru límbandi (Til að varna því að hún nagi ólina). Síðast þegar hún tíndist alveg þá kom hún sjálf heim, en ég hef samt miklar áhyggjur því nágranarnir hafa oft kvartað undan henni (sjá grein: Er hægt að kvarta undan kanínunni minni???) og þar að auki er hún svo vitlaus að hún ræðst á ketti og hunda, hvað ef hún mætir veiði hundi eða ketti?

Eg vil biðja þá sem einhverjar upplýsingar hafa um hvar hún gæti verið að senda skilaboð á RegiDemo@hotmail.com eða hér á Huga.

Kær kveðja með von um hjálp, Regí, eigandi Tieo´s.
-