Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hvað verða gárar gamlir? (4 álit)

í Gæludýr fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Gáran mín er að verða 5 ára á þessu ári. Hvað verða gárar yfirleitt gamlir? Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér að fá henni félaga en hún er víst orðin nokkuð gömul til þess (mér var ráðlagt í dýrabúð að gera það ekki nema félaginn væri á svipuðum aldri og það er erfitt að finna út úr því ekki satt?) Annars er hún ótrúlega sjálfri sér nóg, hún er ein heima meirihluta dagsins meðan við erum í vinnu og skóla og hefur bara útvarpið að hlusta á. Hún er í góðum holdum, pattaraleg og...

Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum (6 álit)

í Hátíðir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Var að lesa grein sem fjallaði um nöfn jólasveinanna, ágætis grein en skýringarnar ekki alveg fullnægjandi, sbr. Giljagaur. Enginn skýrir þessi nöfn og hegðun jólasveinanna betur en Jóhannes úr Kötlum. Það eru nokkrar vísur á undan og eftir, almennt um jólasveinanna, hvaðan þeir eru og svo í lokin hvernig þeir týndust aftur til baka, þannig að sá síðasti fer á þrettándanum. Hér ætla ég aðeins að setja vísurnar um sjálfa jólasveinana. Ég skrifa þær eftir minni, lærði þær sem barn, svo...

Börn og keppnisíþróttir (6 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Sælt verið fólkið! Nú langar mig að fá smá umræður um málefni sem ég hef verið að velta fyrir mér og sjálf ekki alveg komin með niðurstöðu í en það er börn og keppnisíþróttir. Eldri sonur minn æfir og keppir knattspyrnu með 6. flokki drengja. Fyrir hvert mót sem hann fer á fær hann viðurkenningapening (sem er alveg nóg fyrir suma) en síðan eru einnig veitt verðlaun eins og á hverju öðru fótboltamóti, fyrir fyrstu þrjú sætin og yfirleitt prúðasta liðið og þess háttar. Þessi verðlaun eru...

Tippaálfurinn (6 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Einu sinni var maður sem var með skrambi stórt tippi, þ.e. 30 cm. “í hvíld”. Eins og gefur að skilja olli þetta manninum talsverðum erfiðleikum í daglegu lífi og ekki síður kynlífi þar sem það stækkaði enn meira við þær athafnir og kvinna hans neitaði alfarið að “taka það til sín”. Maðurinn leitaði því til þvagfæraskurðlæknis sem sagði að hann gæti sparað honum dýra og sársaukafulla aðgerð. “Þú ferð einfaldlega upp í Heiðmörk, sest þar niður í smá stund og segir: ”Álfur, álfur tippaálfur,...

Meðvitaður grunnskólanemandi (37 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
mbl.is Forsíða Frétt Tekið af mbl.is 31.5.2002 “Nemandi í grunnskóla hefur komið á framfæri kvörtun við menntamálaráðuneytið vegna námsefnis í landafræði. Um er að ræða námsbókina Landafræði handa unglingum, en nemandinn kvartaði undan of lítilli umfjöllun um ríki Suður-Ameríku í námsbókinni. Þá fannst honum of mikil umfjöllun um Bandaríkin. Guðni Olgeirsson, deildarstjóri grunnskóladeildar í menntamálaráðuneytinu, sagði sjaldgæft að kvörtun af þessum toga bærist til ráðuneytisins. ”Það er...

Pabbi í orlofi (3 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum
Halló, má til með að segja ykkur fréttir af okkur hjónunum og fæðingarorlofinu okkar. Nú er pabbinn búinn að vera heima í einn mánuð og ætlar að vera mánuð í viðbót á meðan ég er búin að vera að vinna allan daginn. Þetta gengur alveg súper vel og mér finnst það ótrúlega dýrmætt fyrir alla aðila að fá þetta tækifæri til að “snúa hlutunum við”. Auðvitað eru heimilisstörfin ekki gerð nákvæmlega eins og ég myndi gera þau en hvað með það? Ég er mest ánægð með að þau skuli vera gerð eitthvað, á...

Litla moldarætan mín! (9 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum
O.k. ég á eina svona frekar stóra jukku, í stórum blómapotti svo hún stendur á gólfinu. Lillimann minn elskar þessa jukku, eða réttara sagt jarðveginn sem hún sprettur úr. Ég veit ekki hversu oft við erum búin að koma að honum öllum útötuðum í mold í framan og á höndunum og með alveg slatta upp í sér. (Mikið búið að reyna að girða jukkuna af, tala ekki um að segja má ekki, skamm og ullabjakk og það allt). Er hættulegt fyrir börn að borða mold (það virðist alla vega ekki hafa gert honum mikið...

Fæðingarorlofið búið. (2 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Jæja, þá eru það síðustu dagar orlofsins hjá mér, ég byrja að vinna á þriðjudaginn, þ.e. strax eftir páska. 9 mánuðir í fæðingarorlof og 1 mánuður í sumarorlof, búið að líða eins og örskot. En lilli minn kannski ekkert svo svakalega lítill lengur :) Eftir á að hyggja var þetta mjög gott fyrirkomulag, hann er orðinn státinn strákur sem er að verða næstum eins hrifinn af pabba sínum (sem tekur nú við og fer í 2 mánaða orlof) eins og af mömmu sinni en fyrir svona hálfum mánuði mátti hann ekki...

Menningarárekstur gæludýra..... (19 álit)

í Gæludýr fyrir 22 árum, 1 mánuði
Jæja. Í nótt varð næstum því fjölskylduharmleikur á heimilinu :( Við vöknum upp við fjaðrafok og garg og læti, stökkvum upp og sjáum í rassinn á svarthvítu meindýri (venjulega þykir mér vænt um ketti en þetta meindýr er búið að sitja um húsið síðan í haust), út um svefnherbergisgluggann sem aldrei þessu vant var með aðeins meira en smá rifu. Litla dúllan okkar (páfagaukurinn) tryllt af hræðslu, flögraði út úr búrinu þegar við komum en við náðum henni eftir mikla mæðu. Hann hafði ekki náð að...

Með allt á hreinu, cult allra kynslóða (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það hljóta ALLIR að hafa séð þessa mynd sem er tærasta snilld íslenskrar kvikmyndasögu. Ég held að það verði aldrei hægt að endurtaka þetta ótrúlega útspil Ágústs Guðmundssonar með snillingunum í Stuðmönnum og Grýlunum, þetta var svona moment sem tókst að fanga og kemur ekki aftur. Þessi mynd er framleidd 1982 (eða kemur a.m.k. út þá) og þá er ég akkúrat svona að komast upp á unglingsárin - já ég er svona gömul :) Þannig að kynslóðin mín, fædd svona frá ‘65-’75 ólst upp með þessa mynd í...

Á ég að "gifta" páfagaukinn minn? (2 álit)

í Gæludýr fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Sælt veri fólkið! Jæja þá er það litla gáran mín, hún er búin að fíla það frekar vel að ég sé í fæðingarorlofi. En árin tvö þar á undan sem við áttum hana var hún vön að hafa bara útvarpið allan daginn meðan fólkið var úti. Nú er ég að spá í, af því hún er orðin svo góðu vön, hvort ég eigi að fá maka handa henni þegar ég fer út að vinna aftur. Vangaveltur: Hún hættir að vera svona gæf (það var a.m.k. mín reynsla þegar ég fékk mér annan fugl þegar ég var krakki) Líklega þyrfti ég stærra búr....

Kvennaathvarfið og kapitalisminn (24 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Kvennaathvarfið situr í húsi sem það hefur ekkert tilkall til og situr þar í óþökk eigenda. Héraðsdómur og hæstiréttur eru sammála um þessa niðurstöðu. Það sem eigendur kölluðu “sanngjarnan frest” reyndist ekki vera nema svona c.a. 2 mánuðir, það var talinn nógur tími fyrir athvarfið að finna annað húsnæði, gera í það tilboð, ganga frá kaupum og fá afhent. Fyrir mér lítur þessi saga út eins og dæmisaga um kapitalismann og hvernig hann virkar í raun. Þeir allra hörðustu til hægri telja að...

Brjóstagjöf "fram eftir aldri"? (17 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Jæja hjálparhellurnar mínar, nú þurfum við ég og litli snúlli að fara að taka ákvörðun um áframhaldandi brjóstagjöf. Ég ætla að fá að hugsa smá upphátt og fá aðstoð ykkar við að sjá hina ýmsu fleti á þessu. Staðreyndir málsins: Hann er 7,5 mánaða. Brjóstagjöfin gengið mjög vel, nema að hann var mjög kröfuharður í byrjun,drakk allt að 18 x á sólarhring og minnkaði það í raun ekki fyrr en hann fór að fá að borða. Við 6 mánaða aldur kominn með fullan matseðil og þá fyrst var brjóstagjöfin komin...

Feðraorlof (13 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég hef svolítið verið að spá í framkvæmd nýju laganna um fæðingarorlof, þ.e. hvernig þetta nýtist okkur og þá helst börnunum okkar. Fyrir þá sem ekki vita er verið að lengja orlofið í áföngum og kemur lengingin öll til feðranna, einn mánuður á ári fram til ársins 2003 og þá er talað um að orlofið sé 9 mánuðir alls. En mér sýnist á öllu að þetta sé ekki lenging fyrir börnin því flestir feður virðast taka orlofið strax í byrjun og þá með móðurinni þannig að orlofið er bara 6 mánuðir þegar upp...

Ljóð til barns (6 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hvað er uppáhaldslagið ykkar sem sungið hefur verið um börn/til barna? Ég á mér eitt alveg yndislegt uppáhaldslag og það er Lítill drengur sem er að ég held alveg örugglega ljóð Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar við lag Magnúsar Kjartanssonar. Ekki einasta er þetta vel ort ljóð (stuðlar, rím, höfuðstafir) heldur er þetta svo einlægt og fallegt. Í fyrsta erindi er höfundur fullur lotningar gagnvart stækkandi barni sínu og ber í brjósti þá von að það þurfi ekki að kynnast vonsku heimsins. Í...

Aðfangadagsmorgunn (5 álit)

í Hátíðir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Aðfangadagsmorgunn kl. 7.50 og ég er ein vakandi, litla fjölskyldan mín sefur. Framundan er annasamur dagur en nú er allt svo friðsælt. Litli snúllinn minn brosti upp úr svefninum, samt hefur hann aldrei upplifað jól. Þegar stærri snúllinn vaknar sér hann playmobil pakka hjá skónum sínum, playmobil pakka sem hann langaði svo í fyrir 2 vikum, hann fær hann frá Kertasníki sem hann veit að er ekki til….. og þó. Á stofugólfinu stendur fallegt jólatré, skreytt af 8 ára syni mínum. Það er svolítið...

Gárastelpan mín, frh. (3 álit)

í Gæludýr fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég skrifaði um daginn um ælustandið á gárastelpunni minni og mér til mikillar ánægju og ykkur til fróðleiks þá er ég búin að komast að því hvað var að. Málið er að þegar ég fékk hana hafði hún vanist á að hafa sandpappír í búrinu og ég hélt því áfram. Þangað til mér var ráðlagt (af gæludýrabúðareiganda) að prufa viðarkurl og gefa henni vel af skeljasandi í staðinn. Viðarkurlið kom vel út og ég nota það enn (það er mikið þrifalegra og hlýlegra) en litla snúllan mín hefur líklega ekki verið...

Mömmuveikin! (8 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Jæja, nú fékk ég loks sæmilegan svefn í fyrsta sinn í 10 daga. Málið er að sá stutti er búinn að vera að taka tennur (fékk 3 í þessari lotu og er kominn með 7) og sú síðasta var ansi erfið (hún hlýtur að vera komin núna fyrst hann sefur). Hann er ekki beint að gráta en er greinilega pirraður og klæjar mikið. Nóg til að vaka heilu og hálfu næturnar. En málið er að hann verður að hafa MÖMMU. Ef ég sný mér út í horn fer hann að gráta (hann sefur í rimlarúmi við hliðina á mér). Ef ég hætti að...

Að eignast systkini (6 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nú fer að verða ár síðan frumburðurinn okkar fékk að vita að hann ætti von á systkini. Við höfðum ákveðið að segja honum tíðindin á Þorláksmessu (ég þá komin rúma 3 mán. á leið) og eftir að búið var að skreyta tréð þá settumst við niður og sögðum honum fréttirnar. Eftir að hann var búinn að sannfæra sjálfan sig um að þetta væri satt og eftir sólskinsbros og fagnaðarlæti þyrmdi yfir hann og hann sagði: Oh, ég er viss um að litla barnið vill pulsur! (Hann er mjög sérstakur í matarræðinu...

Jólalög sem eru ekki jólalög (3 álit)

í Hátíðir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hvað finnst ykkur um það þegar verið er að taka þekkt lög og búa til jólalög úr þeim? Þetta hefur verið gert í gegnum árin með misjöfnum árangri. Ég ætla að nefna tvö nýleg dæmi. Draumadís Greifanna er orðin að jólasveini. Það getur vel verið að þetta hafi gerst fyrir löngu síðan en ég var sem betur fer að heyra þetta fyrst um daginn og mér finnst þetta alveg hroðalega ódýr aðferð við að “búa til” jólalag: “Verst að þetta var draumur minn, mig dreymdi að Stúfur jólasveinn, bankaði upp á hjá...

Hugleiðing um jafnrétti/verkaskiptingu (10 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég veit ekki vel hvernig ég á að orða þetta þannig að það sé ekki tekið sem kvörtun yfir eiginmanninum en ég er að velta fyrir mér verkaskiptingu foreldra. Maðurinn minn kemur úr fremur svona íhaldssamri fjölskyldu, mamman meira og minna heimavinnandi alla sína tíð og pabbinn svona voða mikill barnakall en þurfti aldrei að gera neitt heima (og þegar hann er einn heima verða börnin hans að bjóða honum í mat svo hann svelti ekki). Maðurinn minn er í raun jafnréttissinnaður en einhvern veginn...

Jólahefðir (7 álit)

í Hátíðir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það er gaman að spá í hvernig jólahefðir skapast. Flestar jólahefðir höfum við frá æskujólunum en hvað gerist þegar fólk kynnist maka sínum og byrjar að skapa sínar eigin hefðir? Í mínu tilviki höfum við í flestum tilvikum reynt að halda í hefðir úr báðum fjölskyldum. Nokkur dæmi: 1. Með hangikjötinu var “must” í minni fjölskyldu að hafa rauðkál og laufabrauð. Það hafði maðurinn minn aldrei séð en hann verður að fá rófustöppu. Þannig að meðlætið með hangikjötinu jókst til muna með samruna...

Gárastelpan mín fær ælupest? (5 álit)

í Gæludýr fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég á gárastelpu, líklega rúmlega þriggja ára (fengum hana frá annarri fjölskyldu vegna ofnæmis þar), hún er ekkert mjög gæf, situr þó á putta manns og er algjör frekja, á það til að bíta mann ef hún er í vondu skapi. En það er eitthvað sem amar að henni því á 2-3 vikna fresti er eins og hún fái heiftarlega kvefpest eða ælupest eða eitthvað sem lýsir sér þannig að hún hnerrar og hnerrar og ælir upp korninu sínu, verður öll slímug og vesældarleg. Þegar svona stendur á verður hún ofsalega aum...

Trúir þú á sveinka? (8 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Trúa börnin ykkar á jólasveina og hvað eru þau gömul þegar sannleikurinn rennur upp fyrir þeim? Sá eldri minn, 8 ára, er búinn að fatta þetta. Það kom í gær: Mamma ert það ekki bara þú sem setur í skóinn? Ég: Heldur þú það? Hann: Já. Ég: Þú veist að þeir fá bara í skóinn sem trúa á jólasveininn. Hann (löng umhugsun): Já. Ég held að hann sé ekki til. Umræðan varð ekki lengri en ég held að ég sé enn meira sorrý en hann yfir þessu. Litli drengurinn minn búinn að fatta, snökt, snökt, hann er...

Aftur um getnaðarvarnir (9 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Í framhaldi af umræðu um getnaðarvarnir fyrir nokkru síðan þá var ég í morgun að taka mitt annað þungunarpróf eftir fæðingu yngri sonar míns (sem er 5 mánaða). Í þetta sinn var ég viss um að ég væri ólétt (sem er ekki efst á óskalistanum hjá mér að svo stöddu) og horfði lengi á prufuna áður en ég sannfærðist um að þetta væri neikvæð niðurstaða. Sjúkk. Ástæðan fyrir þessum óléttuáhyggjum er blessuð minipillan. Hún ekki bara stöðvar hjá mér blæðingarnar (sem er svo sem ágætur kostur) heldur...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok