mbl.is Forsíða Frétt

Tekið af mbl.is 31.5.2002

“Nemandi í grunnskóla hefur komið á framfæri kvörtun við menntamálaráðuneytið vegna námsefnis í landafræði. Um er að ræða námsbókina Landafræði handa unglingum, en nemandinn kvartaði undan of lítilli umfjöllun um ríki Suður-Ameríku í námsbókinni. Þá fannst honum of mikil umfjöllun um Bandaríkin. Guðni Olgeirsson, deildarstjóri grunnskóladeildar í menntamálaráðuneytinu, sagði sjaldgæft að kvörtun af þessum toga bærist til ráðuneytisins.
”Það er helst að nemendur kvarti undan samræmdum prófum og lengingu skólaárs, en ekki er hægt að segja að í þeim tilfellum sé um formleg erindi að ræða. Reyndar stóðu stóðu nemendur á Þingeyri að undirskriftasöfnun nýlega þar sem þeir mótmæltu lengingu skólaársins.“
Guðni sagði sjaldgæft að nemendur kvarti efnislega undan námsefninu. ”Það má vera að þetta boði nýja tíma og að nemendur muni gera meiri kröfur. Við erum ánægð með að nemendur hafi skoðanir á því námsefni sem þeir fást við og komi skoðunum sínum á framfæri.“ Guðni sagði að nemandinn mætti búast við svari frá ráðuneytinu vegna kvörtunar sinnar.”


Vitiði, ég er alveg viss um að þessi nemandi er hér á Huga. Þetta er svona alveg týpískur einstakur afburðanemandi með mótaðar skoðanir, alveg eins og kláru og skemmtilegu unglingarnir okkar hérna á Huga. Alla vega, góðar fréttir. Ekki var ég svona meðvituð þjóðfélagslega í grunnskóla og tel mig þó bara nokkuð upplýsta í dag a.m.k. :)
Kveð ykkur,