Í framhaldi af umræðu um getnaðarvarnir fyrir nokkru síðan þá var ég í morgun að taka mitt annað þungunarpróf eftir fæðingu yngri sonar míns (sem er 5 mánaða). Í þetta sinn var ég viss um að ég væri ólétt (sem er ekki efst á óskalistanum hjá mér að svo stöddu) og horfði lengi á prufuna áður en ég sannfærðist um að þetta væri neikvæð niðurstaða. Sjúkk.
Ástæðan fyrir þessum óléttuáhyggjum er blessuð minipillan. Hún ekki bara stöðvar hjá mér blæðingarnar (sem er svo sem ágætur kostur) heldur framkallar hún hin margvíslegustu óléttueinkenni svo sem ógleði, brjóstsviða, vökvasöfnun osfrv. Ég talaði við heimilislækninn og ætlaði að fá sprautuna en hann fletti upp í skræðunum sínum og sagði að nýjustu upplýsingar væru þær að ekki væri mælt með sprautu meðan á brjóstagjöf stendur. Hann segir að minipillan sé örugg svo lengi sem ég tek hana daglega en ég er samt á nálum.
Hvað er til ráða? Ég er ekki tilbúin að hætta með snúllann á brjósti en það er ömurlegt að þora varla að gera það fyrir áhyggjum af óléttu. Kannski við verðum bara að smokkast, svona til öryggis á meðan á þessu stendur?
Hvað gerið þið dömur mínar? Er ég bara svona móðursjúk og paranoid yfir þessu?
Kveð ykkur,