Jæja, nú fékk ég loks sæmilegan svefn í fyrsta sinn í 10 daga. Málið er að sá stutti er búinn að vera að taka tennur (fékk 3 í þessari lotu og er kominn með 7) og sú síðasta var ansi erfið (hún hlýtur að vera komin núna fyrst hann sefur).
Hann er ekki beint að gráta en er greinilega pirraður og klæjar mikið. Nóg til að vaka heilu og hálfu næturnar. En málið er að hann verður að hafa MÖMMU.
Ef ég sný mér út í horn fer hann að gráta (hann sefur í rimlarúmi við hliðina á mér). Ef ég hætti að klappa honum og gæla við hann fer hann að gráta.
Og ef pabbi reynir að koma inn í dæmið fer hann að GRENJA.
Í fyrrinótt (kl. 3.30!) tók pabbi hans hann og fór með hann inn í stofu og ætlaði sko aldeilis að leyfa mér að sofa. Onei. Drengurinn grét í 45 mínútur (í fanginu á honum, hann á fullu að rugga og reyna að hugga) þangað til við gáfumst upp og ég tók hann aftur, við hvað minn maður hætti strax að gráta en snökti sjálfan sig í svefn (ég á algerum bömmer, þvílík vond mamma!)
Við prófuðum aftur í gær, trúðum þessu varla, hann orðinn voða þreyttur í gærkvöldi og farinn að kvarta svolítið en náði ekki að sofna og vildi bara vera að spjalla við mig. Ég setti hann í fangið á pabba sínum og sagði skýrt BLESS ég er að fara, labbaði svo í burtu. Minn brast í grát. Grét og grét þangað til pabbi hans kom með hann til mín inn í eldhús. Þegar hann sá mig kom lítið sólskinsbros í gegnum tárin!
Hvers konar dæmi er þetta eiginlega??? Maður er ekki orðinn 6 mánaða (verður það í vikunni :) ) og strax komin með þvílíka mömmuveiki? Hjálp!!!
Í leiðinni, kunniði fleiri góð ráð við tanntökupirring (búin að prófa naghringi, kalda og ekki kalda, Bonjela, stíla, strjúka yfir tannsvæðið).
Kveð ykkur,