Aðfangadagsmorgunn kl. 7.50 og ég er ein vakandi, litla fjölskyldan mín sefur. Framundan er annasamur dagur en nú er allt svo friðsælt.
Litli snúllinn minn brosti upp úr svefninum, samt hefur hann aldrei upplifað jól.
Þegar stærri snúllinn vaknar sér hann playmobil pakka hjá skónum sínum, playmobil pakka sem hann langaði svo í fyrir 2 vikum, hann fær hann frá Kertasníki sem hann veit að er ekki til….. og þó.
Á stofugólfinu stendur fallegt jólatré, skreytt af 8 ára syni mínum. Það er svolítið meira skraut öðru megin á trénu en það er allt í lagi, þetta er fallegasta tré sem við höfum séð. Undir trénu eru nú þegar komnir nokkrir leyndardómsfullir pakkar.
Á eldavélinni er rauðkálið sem við suðum í gær, enn í pottinum en skötuilmurinn er farinn úr húsinu.
Eftir í mesta lagi hálftíma fer allt húsið að iða af lífi og fjöri og eftir tólf tíma verða tveir drengir búnir að taka upp alla pakkana sína. En ennþá er ekki köttur á kreiki.

Gleðileg jól elsku hugararnir mínir og megi gæfa og hamingja fylgja ykkur alla tíð.
Ykkar,
danna.
Kveð ykkur,