Ég held að það sem SBS er að meina, þegar það er búið að skafa hrokann burt, er að þessir menn sem taka áhættu með því að leggja pening í svona myndir heimta náttúrulega að koma út í plús á endanum. Þetta setur oft pressu á fyrst og fremst handritshöfundinn og síðar leikstjórann að gera myndina áhugaverða og þá þarf oft að fylla upp í göt sem draga niður myndina með smá kryddi. Síðan held ég að þeir fái trúlegast leyfi frá aðstandendum Nash til að breyta svona til annars væri lawsuit-fnykur...