Clockers CLOCKERS
Framleiðsluár:1995
Leikstóri:Spike Lee
Aðalhlutverk:Mekhi Phifer, Harvey Keitel, Delroy Lindo, John Turturro
Lengd:ca. 129 min
Genre:Drama

Leikstjórinn Spike Lee hefur gert margar frábærar myndir ( Malcom X, He Got Game, Jungle Fever, Summer of Sam ) en hér finnst mér hann hafa toppað allt. Clockers er frábær og raunsæ mynd um líf eiturlyfjasala ( Strike-Mekhi Phifer ) sem vinnur fyrir Rodney ( Delroy Lindo ) sem segir að hann geti komist af götunum og farið að selja eithvað af viti ef hann dræpi einn gaur sem hafði svikið Rodney. Seinna um kvöldið finnst lík mannsins, löghlýðinn bróðir Strikes játar á sig morðið. Lögreglumaðurinn Rocco ( Harvey Keitel ) er eitthvað ósáttur við frásögn bróður Strikes, og kafar dýpra í málið.

Þetta er sérlega áhugaverð og áhrifarík mynd sem sýnir á nokkuð góðan hátt líf þeirra sem selja eiturlyf á götunni. Þó svo að myndin líti út fyrir að vera hálfgerð klisjughettó mynd er hún það ekki. Myndatakan er mjög góð og sérstakur stíll Spike Lee´s er notaður óspart hér. Leikurinn er í hæsta gæðaflokki, enda eru leikararnir ekki af verri endanum. Myndin fékk mjög góða dóma, og loksins er ég sammála Roger Ebert ( sem gaf henni ***1/2 /**** ). Það er ekki mikið hægt að segja annað en að þetta sé mjög góð, raunsæ og vönduð mynd sem ég mæli fyllilega með.

***1/2 /****