Highlander á DVD Jæja, það er loksins komið að því. Hin hörkugóða mynd Highlander frá 1986 með Christopher Lambert í aðalhlutverki er að koma út á almennilegum DVD disk.

Highlander er ein af þessum myndum sem varð strax sígild og er það enn. Framhöldin voru reyndar vonlaus en það dregur ekkert frá gæðum upprunalegu myndarinnar sem er og verður besta verk Lamberts.

Myndin hefur verið fáanleg á R2 um nokkurt skeið en með engu aukaefni. Mynd og hljóðgæði eru reyndar “í lagi” eins og ein gagnrýnin orðaði það en ekkert til að hrópa húrra! yfir.

Á þessu verður núna nokkur breyting þegar út kemur á R1 þann 16. apríl tvær nýjar útgáfur af myndinni á DVD.

Sú fyrri mun nefnast “Standard Edition” og hefur að færa splunkunýtt anamorphic transfer með bæði DTS 6.1ES, Dolby Surround EX og Dolby Surround 2.0 hljóðrásir! Greinilegt að eitthvað hefur verið í þetta lagt en R2 diskurinn var ekki með DTS hljóðrásinni.

Aukaefni:

* Audio Commentary with Director Russell Mulcahy and Producers Peter S. Davis and William Panzer
* Theatrical Trailers
* Talent Bios
* DVD ROM link to the official Highlander website

Allt saman á $14.98

Hin útgáfan mun nefnast “Immortal Edition” og kosta meira en helmingi meira eða 39.98 og hafa auk alls þess sem er í fyrrgreindri útgáfu:

* Poster & Still Gallery
* Queen Music Videos: Who Wants To Live Forever, A Kind Of Magic and Princes Of The Universe
* Queen Still Gallery
* DVD ROM Links to Queen Online and official Highlander website
* Queen companion Audio CD featuring Princes Of The Universe, Friends Will Be Friends, and an extended version of One Year Of Love
*A booklet with photos and liner notes.

Og verður auk þess pökkuð inn í ‘silver tin slipcase’ (svo ég sleppi því nú að reyna að þýða þetta).

Þá er bara ein spurning eftir: Hvora útgáfuna á maður að fá sér? Sjálfur held ég að ég verði nískur og sleppi aukaefninu.
Hvað með þig?