Black Hawk Down Black Hawk Down er nýjasta mynd Ridley Scotts og er hún byggð á sögu Mark Bowden sem að skrifaði um hræðulegu atburðina sem að áttu sér stað árið 1993 í Sómalíu.

Black Hawk Down fjallar um hóp Elite hersveitamanna Bandaríkjamanna sem að sendir eru inn í miðja Sómalíu til þess að handtaka mikilvæga menn en þegar að borgarbúar gera skyndilega árás á hermennina fer allt í bál og brand og hermennirnir þurfa að berjast fyrir lífi sínu til þess að komast heim á lífi.

Hvar á maður eiginlega að byrja. Þessari mynd hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu því að Ridley Scott leikstýrir henni og þetta á víst að vera mjög góð bók sem að myndin er gerð eftir. Myndin byrjar rólega og reynt að kynnast karekturunum, ég vill ekkert vera að tala af mér en ég skal reyna vera hnitmiðaður en ef þið viljið alls ekkert vita þá hoppiði bara yfir byrjunina á gæsalöppunum og fram að enda þeirra. “”Við kynnumst Josh Hartnett sem Sergeant Matt Eversmann, hann hefur aldrei verið í alvöru bardaga en þegar hann er valinn til þess að stjórna einum af hópunum sem á að fara inn á hættu svæðið í myndinni til þess að gera visst hættulegt verkefni verður hann svolítið stressaður (hver mundi ekki verða það) en Eversman er góður strákur sem að vill gera rétt. Josh Hartnett er flottur í hlutverki Eversman og gæti maður vel trúað að einhver nákvæmlega eins og hann hafi lent í þessari stöðu á þessum örlagaríka tíma. Hartnett er samt sem áður ekkert ósvipaður karkernum í Pearl Harbor sem að segir ekki mikið um leikhæfileika hans en þar á móti kemur að hann hefur ekki valið kannski virkilega krefjandi hlutverk fyrir utan O að ég held en þá mynd hef ég ekki séð þannig að það gæti vel verið að strákurinn sé mjög hæfileikaríkur, en hvað með það þá stendur hann sig vel í myndinni. Ewan McGregor leikur Clerk John Grimes sem að hefur allt sitt líf verið fyrir aftan skrifborðið á skrifborðsstólnum sínum að pikka á lyklaborðið í tölvuna fyrir herinn. Grimes vill ólmur vera landgönguliði og fær ósk sína uppfyllta einhverra hluta vegna og slæst með í förina. Ewan McGregor er alltaf jafn góður leikari og er frábær í sínu hlutverki sen Grimes. Nú hef ég ekki lesið bókina Black Hawk Down þannig að ég veit ekkert um hvernig karektarnir eru í bókinni en miða við framistöðu Josh Hartnett og Ewan McGregor þá hljóta þeir að hafa lagt mikinn metnað í sín hlutverk. Nú það er ekkert eitt aðalhlutverk í myndinni heldur eru mörg aukahlutverk, ef ég mundi þylja alla leikarana (sem að eru flest þekkt andlit) og framistöðu þeirra þá gæti drepið ykkur úr leiðindum en til að færa mig yfir í gagrínina á myndinni þá ætla ég að botna þennan hluta. Við sjáum landgönguliðana fara inn á hættusvæðin og ásamt ofan greindum leikurum sem ég nefndi hér áðan þá eru einnig í hópnum Tom Sizemore Lt. Colonel Danny McKnight sem harðnaglinn, William Fichtner sem Sergeant Paul Howe sá sem hugsar rökrétt, Sam Shepard sem General William Garrison sá sem stjórnar aðgerðinni í stjórnstöðini og fleyri og fleyri.“”
Núna þar sem ég er búinn að nefna eitthvað sem gæti tengst spoilerum þá ætla ég að þylja kostina og gallana við myndina. Ridley Scott er góður við það sem að hann starfar og þá meina ég virkilega góður það vita flest allir og það munuð þið sjá í myndinni því við sjáum svakalega flott myndaskot en þá á ég ekki við eitthvað byltingarkennt líkt og Saving Privat Ryan heldur myndatöku með réttar lýsingar, réttar skiptingar á sjónarhornum á réttum tímum og fleyra þið skiljð eflaust hvað ég á við… til að nefna þyrlu atriðið í Apocalypse Now, mikilmennsku tilfinningin sem að flæddi yfir mann þegar þyrlurnar flugu með tónlistina á en það er ekki ósvipað atriði sem að kemur fyrir í Black Hawk Down en ég vill ekki vera segja meira nema hvað að það er virkilega flott. Vinnan á bakvið bardagaatriðin í myndinni hefur eflaust tekið lang og þá meina ég lang lengstan tíman því að myndin er bardagi frá byrjun til enda. Ég get ekki beðið eftir að fara á hana í bíó því ég er ekkert að grínast með bardaga frá byrjun til enda og þar af leiðandi get ég ekki trúað öðru en að þetta sé hin fullkomna bíó upplifun.
Eins og ég er búinn að nefna nokkrum sinnum áður þá á bókin víst að vera mjög góð og hefur Ridley Scott tekist mjög vel að gera bíómynd af þessum hræðilega atburði en samúð í garð hermannana og Sómalíubúanna var ekki það mikil hjá mér, hvort að það sé látlausum hasarnum að kenna veit ég ekki en myndin sat ekki það fast í huga mér eftir að ég horfði á hana. Ég get ekki sagt að það muni ekki eiga við ykkur en mér fannst vannta eitthvað af tilfininngalegum tengslum, sem að þeir samt sem áður reyndu að gera í myndinni.
Nú þar sem að ég hef ekki séð myndina í svakalegu surround kerfi þá get ekki mikið sagt um hljóðið en af því sem að mér heyrðist þá get ég ekki trúað öðru en að slatti af hljóðunum hafi verið sérstaklega gert fyrir myndina því þetta er jú há klassa mynd en í mörgum myndum eru alltaf sömu hljóð þegar hleypt er af skoti eða hurðir oppnaðar og það fer verulega í pirrunar á mér.

Ég veit ekki hvort ég geti talið meira upp en ég hafði ekki beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þessari mynd en fékk síðan mjög góða stríðsmynd sem að ég hafði ekki búist við. Ég átti von á einhverjum hasar jú en ég hélt að það yrði mikið um #læðast og vona að enginn sjá mig" senur. Ég væri líka til í að renna yfir bókina og sjá lýsingarnar á bardögunum og bera þær saman við myndina.
Black Hawk Down er mjög góð stríðsmynd með auðvita eitthvað af föðurlandsást en ekki það mikilli að maður fari að æla, Ridley Scott hefur eflaust haldið Jerremy Bruckheimer frá tökustað svo að hann myndi ekki eyðileggja hana en við getum samt verið þakklát honum Bruckheimer fyrir að hafa framleitt myndina því að það gæti vel verið að hún hefði aldrei orðið til ef að Bruckheimer hefði ekki ákveðið að gera hana.

Black Hawk Down: *** ½ af ****