Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Canon EOS 10D vs. 300D

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 1 mánuði
Sjálfsagt að gera það en þú biður ekkert um lítið, það erum rúmlega hundrað linsur sem þú getur keypt svo að þú verður að vera aðeins nákvæmari um hvað þú vilt að hún gerir. T.d. ef þú vilt víða linsu til að taka landslag og arkítektúr, “normal” linsu. Aðdráttarlinsu eða “macro” linsu til að taka smámyndir. Svo fer það algerlega eftir því hvað þú átt mikið af peningum að eyða í linsu, þú getur keypt hörku linsu á 15 þúsund og svo á 150 þúsund eða meira. Gefðu mér einhverja hugmynd um þetta...

Re: Canon EOS 10D vs. 300D

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 1 mánuði
Sem stoltur eigandi 10D segi ég þér að fá þér 300D. Báðar vélarnar verða orðnar “úreltar” eftir 3 ár og ef þú ert ekki viss og átt ekki nóg pening borgar sig alltaf að bíða, en það er auðvitað erfitt, ég gat það allavega ekki. Stefnan hjá mér er að kaupa nýja vél vorið 2006 og ég stend fastur á því. Mundu bara að linsan sem fylgir með 300D er ekki hægt að nota með neinni annari vél og að aðal peningurinn á alltaf að fara í linsur, ekki myndavélina sjálfa.

Re: Vinnsla á RAW

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 1 mánuði
Phaseone C1 DSLR, hiklaust besta forrit sem ég hef unnið með. Þú færð það á www.phaseone.com undir downloads C1 DSLR. Þar geturðu náð í ókeypis prufu af þessu forriti, mæli með að þú prufir það.

Re: Kodak 14 Mpixla vél með canon mounti

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég er bara mjög sammála ykkur báðum og vildi bara bæta við að ég sem tel mig fyrst og fremst vera landslagsljósmyndara hef ekki minnsta áhuga á þessari vél og þá ekki útaf verðinu. Kannski er þetta snobb að vilja ekki Kodak vél en ef ég færi að eyða hálfri milljón í vél myndi ég mikið frekar vilja notaða 1Ds frekar en þessa…

Re: Canon powershot G5

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 1 mánuði
Allar G vélarnar eru mjög góðar, ég myndi líka skoða þær ef þú hefur tök á að kaupa eina notaða. Allavega er þetta í hnotskurn mjög góður pakki og í raun lítið sem þú getur ekki gert með þessari vél.

Re: Canon EF 50mm

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Tek í raun undir allt sem Phoca sagði. Ég sjálfur á 50mm 1.8 Mark I, gamla gerðin sem er með stál mounti og ég er rosalega sáttur við hana. Ég held í sjálfu sér að myndgæðin eru nánast nákvæmlega sú sömu. Þú verður bara að spyrja þig hvort þú viljir borga meira fyrir betur byggða linsu, USM og örlítið stærra ljósop, ég kaus hinsvegar að kaupa notaða 50mm 1.8 á ebay og nota peninginn sem hefði farið í mismuninn og keypti mér aðra linsu…

Re: Lýsing á hlutum

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Tek undir með Phoca í öllu, vildi bara bæta við að ég nota oftast 2 stúdíólampa sem eru úr tveimur áttum og oft mismunandi flöss (eitt 550ex og annað 420ex á slave) til að útiloka alla skugga.

Re: 70-200 og Speedlite 550EX

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þú færð ekki einusinni skugga með 70-200 2.8 IS svo að ég myndi ekki hafa áhyggjur af því og já, eins og aðrir hafa sagt nær flassið í 105mm, sem þýðir einfaldlega það að þú ert með hámarks mögulega styrk á flassinu þegar þú ert að taka á 105mm-200mm. Þetta ætti annars að vera fínt combo, bara til hamingju með það.

Re: Refurbished

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Eins og ég skil það þá er Refurbished hlutur sem hefur verið testaður og náði ekki lágmarki hvað varðar gæði og fór aftur til framleiðanda til að ná aftur upp gæðum.

Re: Eftir vinnslan.

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Já ég nota Photoshop mikið, ásamt Capture One til að umbreyta .RAW skrám. Ég er samt ekki að breyta neinu á myndum, s.s. bæta inn nýju nefi á fólk eða eitthvað í þeim dúr eða setja inn tré sem var ekki þarna upprunalega. Ég nota photoshop meira til að gera breytingar á skerpu, contrast, lýsingu (doge & burn) auka lytadýpt og fleirra í þeim dúr og í raun finnst mér DSLR myndir hálfglataðar án smá vinnslu…

Re: NBA ferð!!!!!

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Jan/Feb 2002 átti þetta að vera…

Re: NBA ferð!!!!!

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég fór í jan/feb (man það ekki alveg) á Boston/Philadelphia og það var mjög gaman, að vísu var leikurinn sjálfur frekar slappur þar sem Antoine Walker var bara skugginn af sjálfum sér og þetta var í raun rúst hjá philly, þótt að leikurinn hafi endað með einungis 6-8 stiga mun þá var löngu ljóst hvernig þetta myndi enda og fólk farið að yfirgefa völlinn. Þetta var samt skemmtileg ferð en vá hvað það var lítil þáttaka. Það var bara ég og einn vinur minn ásamt feðgum, og loks foreldrum sem voru...

Re: vantar góða linsu á canon eos

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég var einmitt að auglýsa linsu hérna áðan, þú sérð auglýsinguna undir “græjur”, láttu mig vita ef þú hefur áhuga.

Re: Læra ljósmyndun (aftur)

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Já… Ég veit ekki nákvæmlega hvernig náminu er háttað en mér skilst að þetta er 2 ára nám. Fyrsta árið ertu á almennri fjölmiðlabraut og seinna árið er sérhæft í ljósmyndun.

Re: Lítið en skemmtilegt - MACRO myndataka

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Fín grein hjá þér, mjög áhugaverð lesning þar sem ég hef lítið sem ekkert spreytt mig á macro myndatöku.

Re: Ný Canon EOS-D1 Mark II stafræn SLR vél

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það er samt eitt sem ég er dálítið forvitinn um. Þetta nýja software sem þeir eru að selja með þessari myndavél á að vera 5-6 sinnum hraðvirkara en FileViewerUtility sem hefur fylgt með hingaðtil. Það forrit SÖKKAR bigtime og ég hef ekki tímt að kaupa Capture One eða önnur svipuð forrit. Það væri forvitnilegt hvort þetta nýja forrit virkar með eldri vélum, eins og 10D tildæmis því að ég væri til í að skoða það dæmi ef það gengi.

Re: Ný Canon EOS-D1 Mark II stafræn SLR vél

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Flott að fá svona græjuyfirlit. Ég tek alveg undir þetta með þér að Canon virðist vera þróa DSLR vélar í þá átt að þær reyna að aðlagast linsunum sem til eru og að Nikon og nýja Olympus kerfið virðist vera reyna aðlaga linsurnar að DSLR vélunum. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist á næstu árum og þótt ég sé Canon maður þá finnst mér þeir eiginlega vera gera þetta á rökréttann hátt, stækka frekar flögurnar en að búa til nýjar og nýjar linsur. En annars vildi ég benda þér á að “gamla”...

Re: Linsur

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þú svarar í raun eigin spurningu þarna, ef linsan er “bara” 100mm þá geturðu ekkert zoomað með henni, þær eru næstum undantekningalaust skarpari og með stærri ljósop en zoomlinsur og kosta einnig minna. Augljóslega eru þær ekki jafn sveigjanlegar og zoom linsur en þú verður bara að vega og meta hvað þér finnst henta þér best. Eftir því sem ég best veit þá er ekki framleidd linsa á EOS kerfið sem er með stærra ljósop en 2.8 og “zoomar” og varðandi seinni spurninguna um 28-135mm linsuna (sem...

Re: Kodak DX 6440 Easyshare

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég hef sjálfur aldrei prufað Kodak myndavélar en ég fann þessa grein um vélina -> <a href="http://www.steves-digicams.com/2003_reviews/dx6440.html">http://www.steves-digicams.com/2003_reviews/dx6440.html</a> og samkvæmt henni þá virðist þetta vera ágætis vél. Samt sem áður eru 4 sekúndur hámarks tími sem þú getur lýst mynd og það er frekar lítið til að taka norðurljósamyndir en lestu bara þessa grein sjálfur. Persónulega myndi ég þó frekar kaupa Canon A70 eða A80 og þá einfaldlega vegna þess...

Re: Ljósmyndun í vatni

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég hef ekki hundsvit á þessu, hef ekki einusinni tekið myndir í gegnum fiskabúr (lýg því reyndar en næstumþví) en ég sá allavega þetta á www.dpreview.com, það gæti hjálpað þér eitthvað smá. http://www.dpreview.com/news/0308/03082605johna10dhousing.asp

Re: Hugleiðing ljósmyndarans.

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég tek alveg undir þetta. Ég nota samt DSLR vélina í 90% tilvika, ég skipti þessu nokkurnvegin svona: DSLR (10D eins og er og verður notuð í allavega 2 ár í viðbót, fjárhagslega aðallega) í brúðkaup og veislur og þessháttar, barnamyndatökur og þegar ég tek myndir dags daglega, bæði af krakkanum og fjölskyldunni og líka þegar ég fer út að labba þá tek ég oftast vélina með mér. Einu skiptin sem ég nota filmu núorðið er við landslagsmyndatöku sem er reyndar nokkuð oft, fuji velvia er...

Re: Jordan

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Fín grein um tvímælalaust besta körfuknattleiksmann okkar tíma, ég eins og margir aðrir byrjaði að fylgjast með NBA nánast eingöngu hanns vegna. Ég sá þó allavega 2 smávægilegar villur. 45 númerið sem hann notaði var ekki notað 1998, heldur 1995 þegar hann sneri aftur á miðju tímabili. Svo lagði hann skóna á hilluna augljóslega þrisvar sinnum, 1993, 1998 og svo í fyrra, 2003.

Re: 300D kit á 92þús kr. hingað komið

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það passar, það er ekki vsk af öllu sem er flutt inn en ég gleymdi auðvitað að taka fram að ég var að tala um ljósmyndavörur og það á að vera vsk af öllum ljósmyndavörum sem eru keyptar erlendis frá, þótt að sumt sleppi í gegn. Ekki annars taka þessu commenti mínu illa, bara þú minnir mig á pabba minn sem er bara rétt núna nýlega kominn með gemsa og þá bara út af því að vinnan hans krafðist þess. En annars til hamingju og velkominn í klúbbinn, 300D er hörkugræja og er með nákvæmlega sömu...

Re: 300D kit á 92þús kr. hingað komið

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Því miður er vsk. af öllu sem er flutt inn. Einnig finnst mér hálf fyndið að sjá þig vera flytja inn 300D, varst þú einmitt ekki að drulla yfir digital fyrir nokkrum mánuðum og sagðist bara nota svarthvítar Ilford filmur sem eru mjög grófkorna…?

Re: Canon 10D eda Nikon D1oo?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta eru ósköp svipaðar vélar að gæðum og ef ég væri í þínum sporum og ætti Nikon linsur myndi ég ekki hugsa mig um og bara skella mér á D100. Ég persónulega keypti 10D vegna þess að ég hef verið að nota Canon lengi og átti þarafleiðandi nokkrar linsur, einnig hef ég góða reynslu af Canon í gegnum tíðina, en eins og þú sjálfur sagðir er Canon aðeins ódýrara og þar sem ég er aðeins áhugamaður skiptir hver króna mig máli.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok