Ég er mikið að spá í að panta mér Digital Rebel frá B&H, því að meðan dollarinn er í 69kr. er þetta eiginlega of hagstætt til þess að sleppa því. Mig vantar í rauninni ekki nýja vél, en fyrir 92þús er þetta engin spurning held ég.
Vélin kostar (með EF-S linsunni) næstum slétta $1000 frá B&H, og sendingarkostnaðurinn hingað er um $70.

1070 * 69 = 73830 * 1.245 = 91918

Er eitthvað sem mér yfirsést? Ég hef aldrei keypt ljósmyndavörur frá Bandaríkjunum, svo að það væri ágætt að fá þetta staðfest. Ég veit að það hafa verið umræður um kaup frá B&H hérna á korkunum, en mér finnst samt betra að einhver með viti segi mér að ég sé ekki að gera einhverja vitleysu.

Og annað: Er eitthvað vit í að borga 40þús kr. meira fyrir 10D, og það án linsu? Það sem menn eru að borga fyrir er eiginlega bara skelin, 3200 iso, manual ljósmæling og eitthvað svoleiðis. Mér finnst 10D mun flottari, en 40þús kr. + linsa er ansi hart finnst mér.