Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Canon - web cam?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Svona er að vera með stolna myndavél… Nei en svona án gríns þá er bæklingurinn hérna á .pdf formi, ég nenni ekki að lesa hann en vonandi finnurðu eitthvað. http://www.powershot.com/ciw/ppg/PowershotS400.html

Re: Canon - web cam?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Úff… Ég veit ekki með nákvæmlega þessa Ixus vél en vinur minn á 330 og það er ekki hægt með henni svo að mér finnst það ólíklegt. Ef það stendur ekkert um þetta í bæklingnum þínum sem fylgdi með vélinni þá myndi ég útiloka það, því miður.

Re: Geyma digital myndir

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Tek hiklaust undir þetta. Þú hefur verið að misskilja hann eða hann veit ekki betur, .jpeg tapa engum gæðum á að vera opnaðar en jú, þú getur tapað mismiklum gæðum á því að vista þær, fer eftir hvernig þú vistar þær. .tif er hinsvegar “lossless format” og þessvegna eru þær svona stórar. Eflaust gæti þetta hentað á svona teiknistofum ef þau eru alltaf að vista myndirnar aftur og aftur en ég persónulega á alltaf stafræna “negatívu”. Þá á ég við að sama hvort ég tek á .raw eða .jpeg, þá breyti...

Re: Svar sponsorað af Freud, Jung og Adler

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Þú túlkar þetta sem einhvern afsökunartónn á einhvern hátt sem ég einfaldlega ekki skil. Lestu þetta aftur upphátt fyrir sjálfan þig og settu mismunandi áherslur á mismunandi orð. Eflaust geturðu fundið út einhvern afsökunartón út frá því en ég var hinsvegar einungis að taka það fram að ég persónulega er ekki enþá vanur því að það sé skjár aftan á myndavélinni minni og einhvernvegin snýrðu útúr því að ég sé með fordóma gegn “chimping”?

Re: smá útúrdúr: Chimpari úr skápnum

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Hvernig færðu það út að ég sé með fordóma gegn stafrænum myndavélum og gegn því að “chimpa”? Það sem ég sagði orðrétt er að ég viðurkenni að ég “chimpa” og gæsalappirnar eru þarna vegna þess að þetta er enskt orð notað í íslenskri setningu og ef ég væri með fordóma gegn “chimpi”… æ veistu þessi athugasemd hjá þér tekur varla að svara, lestu það sem þú vilt út úr þessu, þú ert greinilega búinn með sálfræði 101.

Re: Afsökun á leiðinda kommenti

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Ansans. Þessi bæklingur er mjög góður og ég mæli með honum. Heimasíðan þeirra er hérna -> http://www.schneiderkreuznach.com/ Ég skoðaði aðeins síðuna og það virðist vera sem þeir eru að fara gefa út nýjann bækling í júlí, spurning um að bíða spenntur þangaðtil.

Re: Afsökun á leiðinda kommenti

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Ég missi nú ekki neinn svefn og afsakið annars, þetta er bara pirringur í mér sem hefði ekkert átt að bitna á þér. Ég viðurkenni það fyrstur manna að digital á ennþá langt í land með að ná sömu gæðum en þetta er víst framtíðin, like it or not… Ég spái því persónulega að það sé ekki mikið meira en 5 ár í það að þetta verði orðið mjög samkeppnishæft. Aðal ástæðan fyrir því að ég skipti yfir í digital er sú að núna get ég framkallað sjálfur. Ég hef aldrei verið með myrkrarherbergi og hef alltaf...

Re: Filterar í ljósmyndun

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Jújú, mikið rétt. Ég nota sjálfur 10D og þú getur bjargað þér með -1 til +1 ljósop en stundum er það ekki nóg og þá tek ég tvær myndir og lýsi þær mismikið.

Re: Filterar í ljósmyndun

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Afhverju þarf alltaf að fylgja með svona comment eins og þetta sem þú komst með… “Svo er það auðvitað stór hluti af ljósmyndun að hugsa út myndina áður en smellt er af en ekki bara hugsa ”ég redda þessu á eftir í tölvunni“ Þetta fer svolítið í taugarnar á mér. Ég viðurkenni það að ég á það til að drepa tímann eftir myndatöku með því að ”chimpa“ eins og einn korkur sem var hérna um daginn sýndi en annars á ég það til að gleyma því að það sé þessi litli skjár aftan á myndavélinni minni. Bara...

Re: Mism. filterar

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Farðu frekar niður í Beco og fáðu þér einn B+W bækling, þar hefurðu allar helstu gerðir af filterum.

Re: fjandans vandræði...

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Mjög svipað og úti í bandaríkjunum þar sem B+W er þýskt. Ég borgaði allavega minnir mig 6000 fyrir 77mm filter en þú kannski þarft ekki nema 58mm, það fer auðvitað eftir linsu og það kostar örugglega ca. helmingi minna. Hringdu bara í beco og spyrðu þau, langbest.

Re: Þríftótur, Cable-release og Focus Finder

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Ekki að ég á það til nema fyrir sjálfan mig en Cable release fyrir hvaða vél?

Re: canon ef 17-40mm f/4L?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Ég skil ekki alveg hvað “hinn” er að fara með þessu heldur. 300D með 17-40L linsu er betri pakki en 1Ds með 28-90 plastlinsu ef þú ert að pæla í gæðunum. Allavega á ég ekki 17-40 linsuna en ég hef fengið að prufa hana. Fín skerpa og Contrast, litirnir góðir og hún er vel nothæf á F4. Usm mótorinn er nánast hljóðlaus og hún notar sömu filtera og 24-70 f2.8 og 70-200 2.8 sem getur skipt máli ef þú færð þér þessar linsur í framtíðinni og vilt spara þér pening í filterum. Sjálfur myndi ég ekki...

Re: UVfilter Flass ofl ....

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Talaðu bara við strákana í Ljósmyndavörum. Vinur minn á svona vél og hann þarf einhvern járnhring til að geta skrúfað filtera framaná linsuna. Í samband við flass þá ættirðu að geta notað flest flöss sem þú getur stillt á “manual”.

Re: fjandans vandræði...

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Eins og margir hafa sagt hérna þá áttu að fá þér ND filter. Ekki reyna segja þér neitt annað, ég hef sjálfur mjög mikla reynslu á því að taka myndir af fossum. Farðu niður í Beco og keyptu þér eitt stykki eða pantaðu ef þeir eiga það ekki til. Sjálfur nota ég eingöngu B+W og þegar ég tek myndir af fossum nota ég yfirleitt ND 106. Hann dekkir um 6 heil ljósop sem gerir mér kleift að ná lokunarhraða á umþaðbil 1 sek á F16 á iso 100 sem er yfirleitt meira en nóg, þú átt að fá fram “brúðarslör”...

Re: linsa passar ekki

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Því miður veit ég ekkert um neitt millistykki sem gæti passað, vonandi finnurðu eitthvað, þú gætir prufað að kíkja á ebay eða eitthvað álíka. Ég myndi samt frekar reyna ná mér í linsu sem er hönnuð á Zenit vélina, ég get ímyndað mér að það væri auðveldara en hitt. Bara svo þú vitir það framvegis þá eru allir framleiðendur sem ég hef reynslu af mismunandi gerðir af linsu “mounti” s.s. linsurnar þeirra passa bara á þeirra myndavélar.

Re: Hvað annað en Canon?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Hvað með að kaupa gamla Olympus E-10 eða E-20? Þær voru að fá glimmrandi dóma fyrir 2-3 árum síðan og örugglega hægt að fá þær fyrir ágætis pening. Á þessum vélum var hinsvegar föst linsa sem er ekki hægt að skipta um en þú þarft þá ekki að hafa áhyggjur af ryki. Annars er ég ekki sammála einhverjum hérna um að Canon sé eina málið sem gengur þótt að ég sé sjálfur Canon “maður” og noti eingöngu þeirra vélar. Nikon var að kynna eina vél sem á líklega eftir að kosta um 130 þúsund hérna heima,...

Re: EOS linsur fyrir landslags myndatöku

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Yfirleitt hafa flestir sett samasem merki á milli þess að taka landslagsmyndir og að nota víða linsu. Þetta þarf samt ekkert að vera, ég veit um einn sem notar helst 100mm macro linsu sem aðal landslagslinsuna sína svo að þetta er alltaf álitamál. Sjálfur nota ég helst 24-70 í lanslagið en ég á sigma 15-30mm sem mér finnst ágætt að geta gripið í ef ég þarf eitthvað víðara. Ef þú færð þér 300D þá myndi ég einfaldlega notast við 18-55mm linsuna sem fylgir með og sjá hvort þér finnist þú þurfa...

Re: hood og filter?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Hood er hlíf sem er eins og trekt sem smellist eða skrúfast framan á linsur, venjulega svört á litinn. Filter er hringlaga gler sem skrúfast beint framan á linsuna. Því meira gler sem er, því verri gæði færðu. Það eru svo nokkuð margar tegundir af filterum, allavega nokkrir tugir. Ég mæli með því að þú kíkir í BECO á langholtsveginum og fáir hjá þeim einn B+W filter bækling, þar geturðu lesið þig til um hvað allar mismunandi tegundirnar af filterum gera. Hinsvegar veit ég nákvæmlega ekkert...

Re: D70 Nikon

í Ljósmyndun fyrir 20 árum
Vá hvað ég vissi að ég fengi eitthvað skítkast til baka… Reyndar viðurkenni ég það alveg að svarið mitt hljómaði smá biturt, sem er alls ekki ætlunin. Það sem ég var/er að reyna segja er að ekki taka mark á umsögnum á netinu, þetta gefur vissulega ágætis vísbendingu en ekkert meira. Tökum til dæmis 24-70 2.8 hjá Canon og 28-70 2.8 hjá Nikon. Samkvæmt photozone.de þá fær Canon linsan 4.16 en Nikon linsan 4.05 samkvæmt meðaltali úr blaðaeinkunnargjöf. Í lens survey fær Canon 4.27 í meðaltal,...

Re: D70 Nikon

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég trúi því varla upp á sjálfann mig að nenna svara þessu hjá þér en hvernig færðu það út að photozone.de séu skárri en hefðbundnar umsagnir? Þetta er mjög góð heimasíða, alveg með þeim bestu en annars vegar eru einkunnir fyrir linsur unnar úr meðaltali á umsögnum úr blöðum sem eru ekki nafngreind og hinsvegar eru linsum gefnar einkunnir af notendum síðunnar og því miður er ekki alltaf að marka svoleiðis hluti þótt þeir vissulega gefa góða vísbendingu, hvaða jólasveinn sem er getur gefið...

Re: hood og filter?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 1 mánuði
Nú veit ég ekkert hvaða hood á að fara á þessa linsu en svarið er bæði já og nei. Flare lagast náttúrulega á þeim myndum sem sólin er ekki inni í myndinni, en ef þú ert að taka myndir af t.d. sólsetri og sólin er á myndinni gerir hood nákvæmlega ekki neitt. Hood gerir nákvæmlega þrennt, passar að sólarljós komist ekki inn í linsuna ef sólin er fyrir utan ramman, minnkar að ryk og allskonar óþverri komist á yfirborð linsunnar og ver framhliðina á linsunni ef þú skyldir reka hana í hluti,...

Re: D70 Nikon

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það er líka annað sem ber að hafa í huga, þótt að D70 taki 300D sem mér sýnist hún gera án þess að hafa séð slíka vél ennþá, þá er vélin aukaatriði, linsurnar skipta aðal máli og það eru þær sem þú átt að kaupa í lengri tíma. Það virðist nefninlega sem að Nikon linsur eru ca 10-15% dýrari en Canon og ekki jafn auðvelt að nálgast þær hérna á klakanum. Annars er þetta eins og kók og pepsí umræðan þetta með Canon og Nikon, flestir eru frekar hlutdrægir svo að taktu öllu sem þú heyrir með smá...

Re: Canon EOS 10D vs. 300D

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 1 mánuði
Enginn munur á upplausn eða neitt svoleiðis. Jpeg er unnin mynd, raw er einmitt það, hrá skrá. Sjálfur tek ég 95% af öllum myndum á .raw og vinn þær svo með Capture one sem er sérstaklega fyrir raw skrár og svo í photoshop. Raw gerir þér kleift að vinna ljóshita eftir á, t.d. ef mynd er of rauð geturðu kælt hana niður og ef hún er of blá þá öfugt. Líka geyma raw skrár auka ljósmagn, t.d. ef þú oflýsir jpeg mynd þá er ekkert hægt að gera en ef þú oflýsir raw mynd geturðu dekkt hana og fengið...

Re: Canon EOS 10D vs. 300D

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég tek alveg undir með Icez, 50mm 1.8 er lang lang lang besta linsan sem þú færð miðað við pening, en þú ert þegar með linsu sem nær yfir þetta svið svo að ég myndi kaupa hana tvímælalaust einhvern góðann daginn en láta það bíða aðeins og frekar þá fá mér aðdráttarlinsu því mér finnst hljóma eins og þig langi það frekar. Þú sagðir aldrei hvaða pening þú getur eytt í þetta en þetta er rétt hjá Icez, sigma 70-300 linsan fékk “best buy” verðlaun í hittífyrra held ég. Það eru til tvær útgáfur,...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok