Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TheCure
TheCure Notandi frá fornöld 700 stig

Led Zeppelin (1968-1980) (24 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hljómsveitin Led Zeppelin var stofnuð árið 1968 upp úr rústum hljómsveitarinnar Yardbirds. Fyrstu tónleikar þeirra Jimmy Page (gítar), Robert Plant (söngur), John Paul Jones (bassi) og John Bonham (trommur) voru haldnir í Kaupmannahöfn í september ‘68 og komu þeir þá fram undir nafninu “The New Yardbirds”. Mánuði síðar höfðu þeir breytt nafninu í Led Zeppelin og í sama mánuði (október) fóru þeir í stúdíó til að taka upp sína fyrstu plötu sem Led Zeppelin og þeir tóku plötuna upp á aðeins 30...

Pixies (1986-1993) (17 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hljómsveitin Pixies var stofnuð í Boston í Bandaríkjunum árið 1986 af þeim Charles Thompson og Joey Santiago, en þeir voru herbergisfélagar í skóla þar. Þeir auglýstu eftir bassaleikara í tónlistarblaði og báðu sérstaklega eftir einhverjum sem fílaði hljómsveitr eins og “Husker Dü” og “Peter, Paul & Mary” og það var aðeins einn kvenmaður sem svaraði auglýsingunni og hét hún Kim Deal, sem upp frá því plokkaði bassa í Pixies en hafði áður verið í hljómsveitinni Breeders með systur sinni Kelly....

Sparta - Wiretrap Scars (16 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Núna er fyrsta plata At The Drive-In afsprengisins Sparta komin út. Hún heitir Wiretrap Scars og er ég búinn að hafa hann soldið í græjunum síðustu daga. Strax við fyrstu hlustun heyrist að þetta sé ekki alveg í sama gæðaflokki og At The Drive-In, enda kannski ekki við því að búast. Platan byrjar vel á lögum eins og “Cut Your Ribbon” og “Mye”, en hið síðarnefnda kom einmitt út á EP-plötunni “Austere” fyrr í ár og einnig eru tvö önnur lög af þessari EP-plötu líka á þessari plötu. Sem aðdáandi...

The Flaming Lips (13 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Hljómsveitin The Flaming Lips var stofnuð árið 1983 í Oklahoma í Bandaríkjunum af dópsalanum Wayne Coyne, sem söng, bróðir hans, Mark Coyne á gítar og félagar þeirra, Michael Ivins á bassa og Richard English á trommur. Flaming Lips urðu að veruleika eftir að Wayne Coyne stal hljóðfærum í kirkju í nágrenninu og nafnið var fengið frá klámmynd sem þeir bræður áttu. Fyrsta giggið þeirra fór fram sama ár í klæðskiptingaklúbbi í Oklahoma City. Fyrsta stuttskífan, sem hét einfaldlega “The Flaming...

Sonic Youth (20 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Bandaríska hljómsveitin Sonic Youth er líklega með áhrifameiri og virtari rokkhljómsveitum heimsins í dag, hafa verið starfandi í 21 ár og gefið út 14 breiðskífur. Á þeim tíma þegar R.E.M. og Hüsker Dü réðu alternative rokktónlist heimsins, með skemmtilegar melódíur og grípandi viðlög urðu Sonic Youth til. Þetta voru þau Kim Gordon(bassi, söngur), Thurston Moore(gítar, söngur), Lee Ranaldo(gítar) og Steve Shelley(trommur). Þessir New York krakkar sögðu skilið við hefðbunda rokktónlist og...

Joy Division (1977-1980) (11 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hljómsveitin Joy Division var stofnuð undir lok pönksprengjunnar sem varð í Bretlandi á árunum 1975-76 og varð sú fyrsta af svökölluðum post-pönk böndum. Joy Division var stofnuð í Manchester árið 1977 stuttu eftir að Sex Pistols höfðu komið þar fram í fyrsta skiptið. Það voru gítarleikarinn Bernard Albrecht og bassaleikarinn Peter Hook sem hittust á Sex Pistols tónleikunum og stofnuðu hljómsveitina The Stiff Kittens og eftir að hafa sett auglýsingu í plötubúð þá gengu söngvarinn Ian Curtis...

Roskilde Festival 2002 (29 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Jæja, þá er maður kominn heim af Roskilde 2002 og er óðum að ná mér mér eftir sukkið (fjórða árið í röð!!). Ég ætla að reyna að deila ferðasögu minni með ykkur eða það sem ég man af henni! Ég og nokkrir félagar mættum í Leifstöð mánudaginn 24.júní sl. og fórum í loftið kl.17 í tómri vél. Þegar við lentum í Danmörku var orðið dimmt og við ákváðum því að taka bara leigubíl beint til Roskilde og eftir mikið vesen í að finna rétta innganginn þurftum við að fara inn um vitlausan inngang og labba...

Iron Maiden - Part III (30 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Í lok “7th tour of a 7th tour” ferðalagsins ákvað gítarsnillingurinn Adrian Smith að yfirgefa járnfrúna og þar með brjóta upp klassíska lineup-ið. Þeir byrjuðu að leita að nýjum gítarleikara og fundu mann að nafni Jannick Gers (sem lítur nákvæmlega eins út og David St. Hubbins í Spinal Tap!) og héldu enn á ný í hljóðver til að taka upp sína áttundu stúdíóplötu. Árið 1990 kom svo gripurinn út og bar hann heitið “No Prayer for the Dying” og fór beint í efsta sætið á Bretlandi. Á þessari plötu...

Iron Maiden - Part II (14 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Að loknum “Number of the Beast”-túrsins hætti trommarinn Clive Burr og fríkið Nicko McBrain innleiddur í stað hans. Maiden höfðu nú fest sig í sessi sem eitt stærsta rokkband í heimi. Þeir Harris, Murray, Smith, Dickinson og McBrain hófu að taka upp fjórðu breiðskífu Maiden sem hlaut nafnið “Piece of Mind”. Platan fékk ekki eins góða dóma og Number of the Beast en góða engu að síður. Þarna var talað um fyrstu “fillera” Maiden (lög sem eru höfð með bara til þess að ná fjölda laga til að gera...

The Cure (12 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hljómsveitin The Cure var stofnuð í London árið 1976 af þeim Robert Smith (söngur,gítar), Laurence Tolhurst(trommur) og Michael Dempsey (bassi). Þeir hófu ferilin sem nokkurs pönk-post-pönk band en féllu síðan algerlega undir post-pönk kategoríuna og voru undir sterkum áhrifum frá hljómsveitum á borð við Joy Division og Siouxie & the Banshees. Þeir gáfu út sína fyrstu breiðskífu árið 1979 og hét hún “Three Imaginary Boys” og er ein af tíu bestu frumraunum rokksögunnar (að mínu mati, ásamt...

Iron Maiden - Part I (55 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hljómsveitin Iron Maiden var stofnuð í Desember árið 1975 af bassaleikaranum Steve Harris og er hann sá eini sem er ennþá meðlimur í bandinu. Gítarleikarinn Dave Murray bættist í bandið árið ‘76 og þeir tveir hafa verið lengst allra í hljómsveitinni. Hljómsveitin var í stöðugum breytingum allt til ársins 1978 (að undanskildum Harris og Murray, sem alltaf hengu í hópnum) þegar bandið gaf út sína fyrstu upptökur, “The Soundhouse Tapes”, sem var nokkurskonar demosafn, sem innihélt meðal annars...

Besta Koverlag ever? (79 álit)

í Rokk fyrir 21 árum
Ég hef soldið verið að pæla, hvað er besta koverlag allra tíma? Frábærum lögum hefur oft verið nauðgað svo illa og svo ósmurt í taðgatið að þau hafa aldrei gengið framar. En stundum hafa góð, eða jafnvel frábær lög verið gerð enn betri, þó svo að það gerist ekki nógu oft. Það gerist ekki oft að kover eftir slæmu lagi hafi verið flott, þó svo að það hafi gerst (Baby One More Time með Travis (Britney Spears orginal)). En hérna ætla ég að reyna eftir minni bestu getu að telja upp flottustu...

Godspeed You Black Emperor! 13.mars 2001 (17 álit)

í Rokk fyrir 21 árum
Ég mætti um klukkan átta niðrí miðbæ í gær og var ætlunin að fara á tónleika með kanadísku síðrokkssveitinni Godspeed You Black Emperor! í Íslensku Óperunni. Það var byrjuð að myndast röð um klukkan korter yfir. Klukkan 20.45 var hleypt inn og fólk lét eins og þetta væri útsala í Elkó en ekki tónleikar í Óperunni, það var troðist og öskrað. Allir (a.m.k. flestir) fengu þó sæti við hæfi að lokum. Uppúr níu byrjaði hljómsveitin Stafrænn Hákon að spila og ég kann ekki frekari deili á þeim, en...

GG Allin - Konungur sorans! (15 álit)

í Rokk fyrir 21 árum
Eftirfarandi er EKKI djók, tékkið bara á þessum gaur: GG Allin var hörkurokkari sem gaf út sína fyrstu plötu árið 1980 og var mikilvægur hluti að postpönkrokk senuni í heiminum. Þessi maður gerði hluti sem aðrir eru frægir fyrir eins og að éta sinn eigin kúk á sviði. Hann kom nánast alltaf nakinn fram. GG Allin lofaði aðdáendum sínum að hann ætlaði að yfirgefa þetta líf með því að fremja sjálfsmorð á sviði… og taka helst nokkra í áhorfendaskaranum með sér í dauðann, helst á hrekkjavöku. Fræg...

Jay And Silent Bob Strike Back (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Aðalleikarar: Jason Mewes, Kevin Smith, Shannon Elizabeth(American Pie), Chris Rock (CB4), Ben Affleck (Good Will Hunting), Matt Damon (Good Will Hunting), Will Ferrel (SNL) og Mark Hamill (Star Wars) Leikstjóri: Kevin Smith Tagline: Hollywood had it coming! Ég fékk þessa senda frá Ameríkunni í fyrradag á DVD. Í þessari mynd situr snillingurinn Kevin Smith (Clerks, Chasing Amy) í leikstjórastólnum. Ég sá þessa mynd í bíó einhvern tíma en ég var í of annarlegu ástandi til þess að muna um hvað...

Óskarstilnefningar!!! (54 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Tilkynnt var um hvaða myndir væru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna. Tilnefningarnar fóru svo: Besta mynd: A Beautiful Mind Gosford Park In The Bedroom The Lord Of The Rings: The Fellowship Of The Ring Moulin Rouge! Besti leikstjóri: Robert Altman - Gosford Park Ron Howard - A Beautiful Mind Peter Jackson - The Lord Of The Rings: The Fellowship Of The Ring David Lynch - Mulholland Dr. Ridley Scott - Black Hawk Down Besti leikari: Russel Crowe - A Beautiful Mind Sean Penn - I Am Sam Will...

100 bestu plötur tíunda áratugarins! (48 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þessi listi er tekin af pitchforkmedia.com, sem að mínu mati er besta tónlistarsíðan. Ég veit ekki alveg hversu sammála ég er, en ég er samt nokkuð sáttur…. 100. Aphex Twin - Selected Ambient Works 85-92 (1993) 99. Smart Went Crazy - Con Art (1997) 98. MK Ultra - The Dream Is Over (1999) 97. Massive Attack - Mezzanine (1998) 96. Blur - Parklife (1994) 95. Primal Scream - Screamadelica (1991) 94. Phish - Billy Breathes (1996) 93. Underworld - Dubnobasswithmyheadman (1994) 92. Pale Saints -...

The Smashing Pumpkins - Part IV (1999-2001) (22 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Í byrjun árs 1999 voru þau bara að chilla í fríinu eftir Adore-túrinn. Orðrómur fór af stað um endurkomu Jimmy Chamberlin á bak við trommusettið í bandinu, en ekkert fékkst staðfest, þrátt fyrir að hver tónlistarmiðillinn á fætur öðrum birti þennan orðróm. Billy Corgan og Mike Garson (hljómborðsleikari David Bowie og tónleikahljómborðsleikari SP á Adore-túrnum) “skoruðu” fyrir kvikmyndina “Stigmata” og störfuðu einnig með söngkonunni Natalie Imbruglia á laginu “Identify” sem kom út á sama...

The Smashing Pumpkins - Part III (1996-1998) (13 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Árið 1996 var líklegast það ár sem Graskerin voru á hátindi vinsælda sinna. Mellon Collie and the Infinite Sadness var að seljast framar björtustu vonum, enda áttu ekki margir von á því að þau myndu ná að selja mikið af þessari tvöföldu ófreskju. Hljómsveitin var að kynna Mellon Collie… allt árið og túrinn stóð fram á árið 1997. Corgan kynnti sitt frægasta trademark, svarta “ZERO”-bolinn sinn og silfurlituðu buxurnar. Þau unnu einnig til 7 verðlauna á MTV Video Music Awards(þegar MTV var fín...

The Smashing Pumpkins - Part II (1992-1995) (14 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Eftir að hafa lokið við Gish, fóru þau á túr í um eitt og hálft ár. Þá fór lif þeirra að breytast. James Iha og D\'arcy, sem höfðu átt í sambandi, hættu saman í miðju ferðalagi. Þetta hafði engin áhrif á Pumpkins tónlistarlega séð, en tók tilfinningalega séð á hljómsveitarmeðlimi. Chamberlin sökkt djúpt í drykkju og eiturlyfjaneyslu. Á meðan gagnrýnendur lofuðu Gish í hástert fór Corgan að verða niðurdreginn og þegar þau komu aftur heim til Chicago var hann á kafi í sjálfsmorðshugleiðingum....

The Smashing Pumpkins - Part I (1988-1991) (11 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Smá forsaga…. Þeir félagar William Patrick Corgan (Billy Corgan), Ron Roesing og Dale Meiners bjuggu í Chicago árið 1985 og stofnuðu þar hljómsveitina “The Marked”. Árið 1986 fluttu þeir til Flórídafylkis og spiluðu þar um 20 tónleika undir þessu nafni. Bandið þótti ekki gott og þeim varð lítið ágengt í goth-metal senunni þar um slóðir. Að lokum sneru þeir aftur heim á leið til Chicago, en þá ákváðu þeir að þeir hefðu tekið þessa hljómsveit eins langt og mögulegt var og ákváðu því að slíta...

Post-Punk (31 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Post-Punk er tónlistarstefna sem reis úr rústum pönksins í kringum árið 1977 (eins og nafnið gefur til kynna). Post-Pönkarar voru undir áhrifum sjálfstæðisanda pönksins og hráa sándsins. Þeir hermdu þó ekki alveg eftir, fóru meira “experimental” leiðir og bættu við það glam-rokk áhrifum, frá hljómsveitum á borð við Roxy Music og T-Rex ásamt því að David Bowie var líka mikill áhrifavaldur þeirra. Þetta voru dimmar og drungalegar lagasmíðar að miklu leiti, nokkurs konar fyrsta...

..................... rekin(n) í burtu! (17 álit)

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þátturinn í gær (7.jan) var fínn. Núna held ég að það sé fátt því til fyrirstöðu að Ethan ætti að geta farið alla leið. Verðlaunakeppnin var þannig að allir fengu pening til þess að bjóða í mat (svipað og í fyrra). Það komu allir frekar vel út úr því og það voru allir frekar sáttir við sitt. Tom og Ethan buðu saman í leynirétt og Tom var ánægður þegar að hann sá að það var skinka í því; “Ethan er gyðingur og borðar ekki skinku!” hahaha. Þeir eru orðnir bestu vinirnir í hópnum. Lex vann síðan...

The Nightmare Before Christmas (15 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þar sem jólahátíðin gengu nú í garð langar mig aðeins til þess að tala um uppáhaldsjólamyndina mína. The Nightmare Before Christmas er uppáhalds jólamyndin mín. Meistari Tim Burton í sínu besta formi (þó svo að hann sé ekki leikstjóri myndarinnar). Burton kom þó með söguþráðinn og útlit myndarinnar, persónanna og umhverfisins. Þetta er mynd sem ég mæli með fyrir alla yfir jólin. Tónlist Danny Elfmans er líka snilld (ég á meira að segja sándtrakkið!). Ég hef horft á hana á Þorláksmessukvöld...

Joy Division / The Cure (14 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Fyrir þá sem hafa GÓÐAN tónlistasmekk: Hlustar einhver hér á guðfeður (góðrar) nútímatónlistar (ekki limp bizkit, staind og allt háskólarokksruslið), Joy Divsion og Cure? Ef þið hafið ekki hlustað á Joy Division, þá ráðlegg ég ykkur að gera það sem fyrst, því þetta er pottþétt eitt af fimm bestu böndum sögunnar. Þeir voru starfandi á árunum 1977-1980 og falla undir svokallað post-punk stefnu (samt ekki líkt pönki, allt mjög færir tónlistarmenn). Þeir hættu árið 1980 vegna þess að söngvarinn,...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok