Bandaríska hljómsveitin Sonic Youth er líklega með áhrifameiri og virtari rokkhljómsveitum heimsins í dag, hafa verið starfandi í 21 ár og gefið út 14 breiðskífur. Á þeim tíma þegar R.E.M. og Hüsker Dü réðu alternative rokktónlist heimsins, með skemmtilegar melódíur og grípandi viðlög urðu Sonic Youth til. Þetta voru þau Kim Gordon(bassi, söngur), Thurston Moore(gítar, söngur), Lee Ranaldo(gítar) og Steve Shelley(trommur). Þessir New York krakkar sögðu skilið við hefðbunda rokktónlist og fóru að gera tilraunir með hávaða í anda Velvet Underground og skilgreindu hversu mikils virði hávaði er fyrir rokkið.
Eftir þrjá plötur, sem féllu ekki í kramið hjá mörgum komu plöturnar sem komu þeim á kortið. 80's Indie-plötu trilógían EVOL(1986), Sister(1987) og Daydream Nation(1988) urðu hornsteinar í indie tónlistarheiminum allan tíunda áratuginn og má heyra áhrif þeirra vel í hljómsveitum eins og Pixies og Nirvana.
Þegar leið á ferilinn færðust þau smátt og smátt frá tilraunastarfseminni og þau fóru að rokka meira. Með plötunum Goo(1990) og Dirty(1992) urðu þau fyrst vinsæl fyrir alvöru og ásamt Nevermind með Nirvana eru þessar plötur oft taldar ábyrgar fyrir að hafa komið grugg(grunge)-sprengjunni af stað í Bandaríkjunum í byrjun tíunda áratugsins. Á þeim má m.a. finna lög eins og “Kool Thing”, “Purr” og “Sugar Kane”, sem allir ættu að þekkja. Þó má heyra þau færast aðeins nær tilraunastarfseminni á ný á plötunum Washing Machine(1995) og A Thousand Leaves(1998). Þau gáfu út plötu fyrr á þessu ári sem bar heitið Murray Street og hef ég því miður ekki ennþá hlustað á hana, en hef þó heyrt eitt lag sem lofar vægast sagt góðu. Það var líka lengi á tónleikadagskrá þeirra að koma við hér á Íslandi og spila í júlí, í næstu viku nánar tiltekið…. en þau hættu við.. :(