Hljómsveitin The Cure var stofnuð í London árið 1976 af þeim Robert Smith (söngur,gítar), Laurence Tolhurst(trommur) og Michael Dempsey (bassi). Þeir hófu ferilin sem nokkurs pönk-post-pönk band en féllu síðan algerlega undir post-pönk kategoríuna og voru undir sterkum áhrifum frá hljómsveitum á borð við Joy Division og Siouxie & the Banshees. Þeir gáfu út sína fyrstu breiðskífu árið 1979 og hét hún “Three Imaginary Boys” og er ein af tíu bestu frumraunum rokksögunnar (að mínu mati, ásamt Led Zeppelin, RATM, Iron Maiden o.fl.). Ári síðar var gefin út safnplatan “Boys Don't Cry” sem innihélt bestu stundir “Three Imaginary….” ásamt smáskífum sem ekki voru að á þeirri plötu, t.d. “Boys don't cry”, “10.15 Saturday Night”, “Killing An Arab”(sem varð nokkurskonar áróðursöngur rasista í USA, þó svo að Cure hafi einfaldlega skammast sín fyrir það!) og “Jumping Someone Else's Train”. Dempsey hætti árið 1980 og bassaleikarinn Simon Gallup var fenginn til að fylla í skarðið.
Árið 1980 snerust þeir alfarið út í goth tónlist og urðu næstu þrjár plötur þeirra vægast sagt dimmar og drungalega og má vel heyra þunglyndið svífa yfir þeim. Þetta var stór breyting frá gleðirokkinu sem einkenndi fyrstu plötunnar. Til “Goth-þríleiksins” teljast plöturnar “Seventeen Seconds” frá 1980, “Faith” frá 1981 og “Pornography” frá 1982. Þekktustu lög þeirra frá þessu tímabili eru “A Forest”, “Play for Today” og “The Hanging Garden”.
Smith eyddi árinu 1983 að mestum hluta í að vinna með Siouxsie & the Banshees og framtíð The Cure var í óvissu. Í lok árs ákváðu þeir að byrja aftur en Gallup ákvað að vera ekki með í fyrstu og gáfu þeir út lagið “The Lovecats” sem sló hrottalega í gegn og The Cure var aftur orðið forgangsverkefni hjá Robert Smith. Eftir meðalplötuna “The Top” og safnið “Japanese Whispers”, sem báðar komu út 1984 sneri Simon Gallup aftur, Tolhurst færði sig á hljómborð og trommarinn Boris Williams og gítarleikarinn Porl Thompson og saman hóf þessi hópur upptöku á næstu plötu.
Sú plata kallaðist “The Head on the Door” og gerði allt vitlaust í Bretlandi árið 1985 þegar hún kom út. Þarna voru þeir á hátindi vinsælda sinna og þar stöldruðu þeir í nokkur ár. “The Head on the Door” innihélt smellina “Close To Me”, “In Between Days” og “A Night Like This” sem öll komust á topp 10 í Bretlandi. Sama ár (1985) kom fyrsta “Best-Of” platan af þremur, “Staring at the Sea” sem innihélt alla smelli sveitarinnar til árisins ‘85.
Það var síðan ekki fyrr en 1987 að Cure lét heyra í sér aftur með tvöföldu plötunni “Kiss Me, Kiss Me, Kiss Me”, sem varð fyrsta plata hljómborðsleikarans Roger O’Donnel með bandinu (hann spilaði á “Lof mér að falla að þínu eyra” með Maus). Sú varð ekki til þess að minnka vinsældir þeirra en ekki heldur til að auka þær. Klassísku hittararnir “Why Can't I Be You” og “Just Like Heaven” urðu fyrstu singlarnir af þeirri plötu.
Árið 1988 byrjaði hljómsveitin að taka upp sína næstu plötu, sem kom út árið 1989 og nefndist “Disintegration” og er af mörgum (þ.á.m. mér) talin þeirra besta plata. Gallup, Thompson, Williams og O'Donnel komu upp að Smith rétt áður en tónleikaferðalagið hófst og kröfðust þess að annaðhvort Tolhurst eða þeir allir myndu hætta í bandinu þar sem Tolhurst leit á sig sem mikilvægari meðlim bandsins þar sem hann hefði verið frá upphafi ásamt Smith. Tolhurst var orðinn hrokafullur og staða hans innan hljómsveitarinnar var orðinn frekar óljós, þar sem hann spilaði ekki á neitt sérstakt hljóðfæri, heldur bara skipti hann um hljóðfæri eins og hann skipti skapi, sem var farið að gerast of oft. Smith lét hann því fjúka og The Cure hélt á Disintegration-túrinn, ánægðir. Á Disintegration voru að finna smellirnir “Lullaby”, “Lovesong” og “Fascination Street”(sem er uppáhaldslagið mitt með Cure!).
Túrinn stóð lengi yfir og á meðan honum stóð gáfu þeir út plötuna “Mixed Up” sem kom út árið 1990 og innihélt remix af þeirra fyrri verkum, þ.á.m. remix af “Close To Me” sem var gefið út sem singull og naut mikilla vinsælda. Eftir túrinn hætti O'Donnel í bandinu og hljómborðsleikarinn Perry Bamonte kom inn í staðinn.
Næsta stúdíóplata þeirra kom út árið 1992 og bar hún heitið “Wish”. Þegar þarna var komið var frægðarsól þeirra tekin að víkja fyrir europoppinu og grugginu frá Bandaríkjunum. Þeir náðu þó einum mega-smell með laginu “Friday I'm In Love”. Þetta var fyrsta platan sem Smith lýsti yfir sem “síðustu plötu The Cure”. Gítarleikarinn Porl Thompson yfirgaf bandið árið 1993 og gekk til liðs við hljómsveit Jimmy Page & Roberts Plant, O'Donnel kom aftur og Bamonte færði sig yfir á gítar. Eftir Wish lögðust þeir í dvala og heyrðist ekkert í þeim í 4 ár…

Árið 1996 hætti trommarinn Boris Williams rétt áður en þeir ætluðu að byrja á næstu plötu. Cure auglýstu eftir trommara og fengu mann að nafni Jason Cooper til að spila með sér. “Wild Mood Swings” kom út sama ár og þótti vera vonbrigði. “Best-Of”-safn númer 2 kom út 1997 og hét það “Galore” og innihélt allar smáskífur frá 1987-1997. The Cure lagðist í annan dvala og var óvíst um hvort hún myndi vakna aftur.

Það gerðist samt árið 1999 þegar Smith tilkynti að þeir væru að taka upp sína síðustu plötu (aftur!). Hún kom út árið 2000 og nefndist hún “Bloodflowers”. Þeir héldu á tónleikaferðalag en hættu ekki að því loknu. Bloodflowers var þeirra besta plata síðan 1989 og gamlir aðdáendur endurnýjuðu kynni sín af þeim og margir nýir bættust í hópinn. Árið 2001 spiluðu þeir á Roskilde, þar sem ég sá þá og þeir voru magnaðir! Þeir gáfu síðan út þriðja “Best-Of”-safnið sitt fyrir síðustu jól. Þeir virðast ekkert vera ´+a leiðinni að hætta, því þeir eru nýbúnir að tilkynna mini-festival túr í Evrópu í sumar og því er hægt að hlakka til næstu plötu þeirra! Lengi lifi The Cure! :)