Aðalleikarar: Jason Mewes, Kevin Smith, Shannon Elizabeth(American Pie), Chris Rock (CB4), Ben Affleck (Good Will Hunting), Matt Damon (Good Will Hunting), Will Ferrel (SNL) og Mark Hamill (Star Wars)
Leikstjóri: Kevin Smith
Tagline: Hollywood had it coming!

Ég fékk þessa senda frá Ameríkunni í fyrradag á DVD. Í þessari mynd situr snillingurinn Kevin Smith (Clerks, Chasing Amy) í leikstjórastólnum. Ég sá þessa mynd í bíó einhvern tíma en ég var í of annarlegu ástandi til þess að muna um hvað hún var, en ég man að ég hló mikið, og því var ég nokkurn veginn að sjá hana í fyrsta skiptið.
Þetta er fjórða kvikmynd Smiths sem inniheldur hina skemmtilegu vini Jay (Jason Mewes) og Silent Bob (Smith). Þetta átti víst að vera í síðasta skipti sem þeir birtast í myndum hans.

Myndin fjallar í stuttu máli um það að Jay og Silent Bob frétta það að það á að gera mynd byggða á teiknimyndablaði sem var byggt á þeim (Bluntman & Chronic). Þeir vilja fá sinn hluta af peningunum og leggja af stað þvert yfir Bandaríkin á leið til Hollywood. Á leiðinni hitta þeir meðal annars Gimsteinaþjófa kvennagengi. Ég vill ekki segja meira (?) ef einhver hefur ekki en séð þessa.

*smá spoiler að neðan*



Þetta er góð mynd með fínum leik (Jason Mewes kann ekki að leika!) þegar þörf er á honum. Þetta er GAMANmynd og hún er mjög skemmtileg sem slík, uppfull af óþverramunnsöfnuði og neðanbeltishúmor. Einnig var gaman að sjá Mark Hamill fá að sveifla geislasverði aftur sem hinn brjálaði “Cock Knocker”, alveg frábært atriði.

Þetta er skemmtileg og fyndin mynd sem náði að halda mér hlæjandi í 90 mínútur, og er það ekki allt sem þarf til þess að grínmyndir séu góðar? ***/****



“Gay people, well, gay people are EVIL, evil right down to their cold black hearts which pump not blood like yours or mine, but rather a thick, vomitous oil that oozes through their rotten veins and clots in their pea-sized brains which becomes the cause of their Nazi-esque patterns of violent behavior. Do you understand?”
-Mr. Garrison