Þar sem jólahátíðin gengu nú í garð langar mig aðeins til þess að tala um uppáhaldsjólamyndina mína.

The Nightmare Before Christmas er uppáhalds jólamyndin mín.
Meistari Tim Burton í sínu besta formi (þó svo að hann sé ekki leikstjóri myndarinnar). Burton kom þó með söguþráðinn og útlit myndarinnar, persónanna og umhverfisins. Þetta er mynd sem ég mæli með fyrir alla yfir jólin. Tónlist Danny Elfmans er líka snilld (ég á meira að segja sándtrakkið!). Ég hef horft á hana á Þorláksmessukvöld seinustu 6 ár og finnst það núna vera ómissandi hluti jólahátíðarinnar.

Þessi mynd er gerð með leirbrúðum og er óaðfinnanlega (nánast) þannig gerð. Hún fjallar um Jack Skellington sem er nokkurs konar skipulagsstjóri hrekkjavökunnar í Hrekkjavökubæ. Eftir enn eina vel heppnaða hrekkjavöku fattar hann að hann er orðinn soldið þreyttur á þessu öllu saman og fer í langa gönguferð inní skóg. Þar finnur hann fimm tré sem eru öll með hurðum, sem eru í laginu eins og tákn allra hátíðana (jólatré, páskaegg, grasker, kalkúnn og eitthvað sem ég man ekki). Hann opnar jólatréshurðina og dettur niður í Jólabæ. Honum líst svo vel á þetta fyrirbæri, Jólin og ákveður að þetta árið sé kominn tími á breytingu og vill að Hrekkjavökubær haldi jólin….. ég ætla ekki að segja meira ef svo óheppilega vill til að einhver hér hafi ekki séð hana.


Bravo fyrir Tim Burton, Henry Sellick (leikstjórann) og fyrir Danny Elfman fyrir frábæra tónlist.

Frábær mynd í alla staði!!

****/****