Fyrir þá sem hafa GÓÐAN tónlistasmekk:

Hlustar einhver hér á guðfeður (góðrar) nútímatónlistar (ekki limp bizkit, staind og allt háskólarokksruslið), Joy Divsion og Cure?
Ef þið hafið ekki hlustað á Joy Division, þá ráðlegg ég ykkur að gera það sem fyrst, því þetta er pottþétt eitt af fimm bestu böndum sögunnar. Þeir voru starfandi á árunum 1977-1980 og falla undir svokallað post-punk stefnu (samt ekki líkt pönki, allt mjög færir tónlistarmenn). Þeir hættu árið 1980 vegna þess að söngvarinn, Ian Curtis hengdi sig og eftirlifandi meðlimir stofnuðu bandið New Order, sem kannski fleiri ættu að kannast við.
Ef þið hafið ekki orðið þess heiðurs aðnjótandi að heyra i þessu bandi þá ráðlegg ég ykkur að bjarga sálu ykkar og kaupa bæði meistarastykki þessarar guðdómlegu hljómsveitar (þeir gáfu bara út tvær plötur) Unknown Pleasures (1979) og Closer (1980). Eða þá bara fara á Napster eða Audiogalaxy. Góð byrjendalög eru Love Will Tear Us Apart (frægasta lag þeirra), Heart and Soul, Twenty-four hours, Transmission (sem S.Pumpkins kóveruðu), Dead Souls (sem NIN kóveruðu mjög vel), In a Lonely Place og Shadowplay. Þetta verður nokkuð sem þið eigið ekki eftir að sjá eftir.

Einnig hljómsveitin Cure, sem flestir með viti ættu að þekkja.
Tékkið á þeim ef þið eruð aumingjar sem hafa ekki kynnst þeim.

Þetta eru hljómsveitir sem flestir góðir tónlistarmenn í dag nefna oftast með sínum áhrifavöldum (Mogwai, Smashing Pumpkins, GYBE o.fl) Hlustið og sannfærist.