Post-Punk er tónlistarstefna sem reis úr rústum pönksins í kringum árið 1977 (eins og nafnið gefur til kynna). Post-Pönkarar voru undir áhrifum sjálfstæðisanda pönksins og hráa sándsins. Þeir hermdu þó ekki alveg eftir, fóru meira “experimental” leiðir og bættu við það glam-rokk áhrifum, frá hljómsveitum á borð við Roxy Music og T-Rex ásamt því að David Bowie var líka mikill áhrifavaldur þeirra.
Þetta voru dimmar og drungalegar lagasmíðar að miklu leiti, nokkurs konar fyrsta þunglyndisrokkið.
Post-Pönkið er nokkurs konar faðir nokkura mest áberandi tónlistastefna síðustu 20 ár. Þetta gaf af sér stefnur á borð við Alternative Rock/Popp, Industrial, Brit-Popp, Goth Rock, Kraut Rock, Lo-Fi, Post-Rock/Experimental, New Wave og 80's Nýrómantíkina.
Helstu hljómsveitir þessarar stefnu voru: Joy Division, The Cure, Echo & the Bunnymen, Violent Femmes, New Order, Stranglers, Talking Heads og Depeche Mode ásamt fleirum. Þetta eru bönd sem eru fyrirmyndir margra bestu hljómsveita heimsins í seinni tíð á borð við: Smashing Pumpkins, Sigur Rós, Radiohead, Mogwai, Pulp, Deftones o.fl.

Bestu plötur Post-pönksins: (að mínu mati)
1. Joy Division - Unknown Pleasures (1979)
2. The Cure - Pornography (1982)
3. Joy Division - Closer (1980)
4. Echo & the Bunnymen - Crocodiles (1980)
5. Bauhaus - Mask (1981)
6. New Order - Power, Corruption & Lies (1983)
7. Stranglers - La Folie (1981)
8. The Cure - Seventeen Seconds (1980)
9. Talking Heads - More Songs About Buildings and Food (1978)
10. The Cure - Faith (1981)

Ef einhver hefur áhuga á að ræða þessi mál þá ertu á rétta staðnum. Gjörið svo vel: