Ég hef soldið verið að pæla, hvað er besta koverlag allra tíma? Frábærum lögum hefur oft verið nauðgað svo illa og svo ósmurt í taðgatið að þau hafa aldrei gengið framar. En stundum hafa góð, eða jafnvel frábær lög verið gerð enn betri, þó svo að það gerist ekki nógu oft. Það gerist ekki oft að kover eftir slæmu lagi hafi verið flott, þó svo að það hafi gerst (Baby One More Time með Travis (Britney Spears orginal)). En hérna ætla ég að reyna eftir minni bestu getu að telja upp flottustu kover sem ég man eftir að hafa heyrt (og minni mitt er bara ekki svo gott lengur!). Og komið endilega með ykkar eigin lista.

1. Jimi Hendrix - All Along The Watchtower - Bob Dylan orginal, alveg frábært lag gert úr meðalgóðu lagi. Eitt besta rokklag allra tíma.
2. The Deftones - The Chauffeur - Duran Duran orginal, Geðveikt lag gert úr geðveiku lagi. Veit ekki alveg hvort er betra, breytist bara með árstíðunum, held ég. Bæði lögin eru eðall.
3. Rammstein - Das Model - Kraftwerk orginal, þetta er voða svipað dæmi og Deftones-Duran dæmið. Bæði frábær lög og ómögulegt að gera upp á milli.
4. The Flaming Lips - Somewhere Over The Rainbow - Judy Garland (úr “The Wizard of Oz”), ég man eftir því að þeir tóku þetta sem lokalag á tónleikunum á Roskilde 2000 og það var svo gaman allt eitthvað, allir fóru glaðir frá þeim tónleikum og allir voru í góðu skapi út alla nóttina. Þessar útgáfu er nokkuð svipaðar, Flaming Lips einfölduðu það bara aðeins og það kom frábærlega út. Var nokkuð svekktur yfir því að þeir lokuðu ekki með þessu á Airwaves.
5. The Smashing Pumpkins - Landslide - Fleetwood Mac orginal, ömurlegt lag gert frábært. Svona á að gera kover!! Þau eru samt smá svipuð, það er bara einhvern veginn betri fílingur í Pumpkins-útgáfunni.
6. Sigur Rós - Dánarfregnir & Jarðafarir - Jón Múli (var það ekki?) orginal, þetta lag þekkja flestir Íslendingar þetta er lag sem allir þekkja en margir áttuðu sig ekki á því hvaðan þegar Sigur Rós gerði þetta. Þetta er brennimerkt í íslenska þjóðarsál og þess vegna okkur kært, en Sigur Rós gerðu þetta vel, rokkuðu þetta flott upp. Þetta lag gerði líka alveg hápunktinn í Englum Alheimsins!
7. Bob Hund - Jag Vil Bli Din Hund - Iggy Pop orginal (I Wanna Be Your Dog á sænsku), Geðveikt lag gert úr geðveiku lagi, eru nánast alveg eins, en það var gaman að heyra þessa klassík á sænsku!
8. Ham - Airport - The Motors orginal, frábært lag gert úr frekar slöppu lagi. Ham-liðar gerðu þó nokkrar textabreytingar (augljóslega). búka.

….ég er örugglega að gleyma einhverju feitu!

Önnur lög sem þarf að nefna en ég myndi aldrei setja á neina topplista:
Marilyn Manson - Sweet Dreams (Eurythmics), Deftones - To Have And To Hold (Depeche Mode), Metallica - Stone Cold Crazy (Queen), Sid Vicious - My Way (Frank Sinatra), Iron Maiden - War Pigs (Black Sabbath) … og margt fleira.


Vesta nauðgun allra tíma:
All Saints - Under The Bridge (Red Hot Chili Peppers orginal). Þarna var gert ömurlegt lag úr lagi sem beið aðeins eftir því að verða rokk-klassík. Orginallinn hefur þurft að ganga með staf eftir þessa meðferð. Glæpur gagnvart tónlist.


TakkFyrir. Gjörið svo vel.