Iron Maiden - Part II Að loknum “Number of the Beast”-túrsins hætti trommarinn Clive Burr og fríkið Nicko McBrain innleiddur í stað hans. Maiden höfðu nú fest sig í sessi sem eitt stærsta rokkband í heimi. Þeir Harris, Murray, Smith, Dickinson og McBrain hófu að taka upp
fjórðu breiðskífu Maiden sem hlaut nafnið “Piece of Mind”. Platan fékk ekki eins góða dóma og Number of the Beast en góða engu að síður. Þarna var talað um fyrstu “fillera” Maiden (lög sem eru höfð með bara til þess að ná fjölda laga til að gera plötu). Hún innihélt meistarastykki á borð við “The Trooper”, “Flight of Icarus” og “To Tame A Land”, sem var byggt á vísindaskáldsögunni “Dune” eftir Frank Herbert.
Þetta lineup; Steve Harris, Dave Murray, Bruce Dickinson, Adrian Smith og Nicko McBrain er oft kallað Klassíska Lineup-ið þar sem þarna var hljómsveitin á algjörum hátindi ferilsins.
Næsta plata þeirra kom út árið 1984 og nefndist “Powerslave” og þótti mörgum hún toppa Number of the Beast. Þessi plata gerði þá að stærsta metalbandi í heimi og þetta var einnig fyrsta plata sem innihélt sömu meðlimi frá fyrri plötu. Öll lögin á þessari plötu er frábær og ber helst að nefna smáskífurnar “2 Minutes to Midnight” og “Aces High” ásamt 13 mínútna loka-epíkinni “Rime of the Ancient Mariner”. Eftir þessa plötu fóru þeir á massívann túr sem nefndist “The World Slavery Tour” sem tók um 18 mánuði og gaf af sér live-plötuna “Live After Death”, sem er af mörgum metalsérfræðingum talin besta live plata allra tíma.
Á þriðju plötunni í röð breyttist mannaskipan bandsins ekkert og árið 1986 kom út platan “Somewhere In Time”, sem varð þeirra fyrsta flopp. Á þessari plötu byrjuðu þeir að gera tilraunir með að setja synthesizera inn í lögin sín, og hljómaði það frekar stirt. Platan seldist mjög vel, en fékk frekar dræmar móttökur gagnrýnenda og þykir í dag með þeirra lakari plötum, þó svo að hér sé að finna tvö af þeirra bestu lögum, meistaraverkið “Wasted Years” og epíkina “Caught Somewhere In Time” en líka hörmungina “The Loneliness of the Long Distance Runner”.
Mannaskipanin breyttist ekki heldur á næstu plötu, sem komút árið 1988 og þykir vera síðasta stórvirki Iron Maiden. Sú fékk nafnið “Seventh Son of a Seventh Son” og er uppáhalds Iron Maiden plata gagnrýnenda. Þetta var svokallað concept-album og fjallaði hún um spámann sem reynir árangurslaust að vara þorpsbúa við yfirvofandi helför. Þessi plata þótti meistaraverk mikið og er hún mjög þétt og öll lögin geta talist sem Maiden-klassík. Þá helst “Can I Play With Madness?”, “The Evil That Men Do”, og “Only The Good Die Young”, sem er mitt uppáhaldslag af þessari plötu, og titillagið frábæra.

Maiden höfðu sannað allt sem góð hljómsveit þarf að sanna…


To Be Continued…