Joy Division (1977-1980) Hljómsveitin Joy Division var stofnuð undir lok pönksprengjunnar sem varð í Bretlandi á árunum 1975-76 og varð sú fyrsta af svökölluðum post-pönk böndum. Joy Division var stofnuð í Manchester árið 1977 stuttu eftir að Sex Pistols höfðu komið þar fram í fyrsta skiptið. Það voru gítarleikarinn Bernard Albrecht og bassaleikarinn Peter Hook sem hittust á Sex Pistols tónleikunum og stofnuðu hljómsveitina The Stiff Kittens og eftir að hafa sett auglýsingu í plötubúð þá gengu söngvarinn Ian Curtis og trommuleikarinn Steve Brotherdale til liðs við bandið, sem þá breytti nafninu í Warsaw.
Eftir fyrstu tónleikana og upptökur á nokkrum demóum hætti trommarinn Steve Brotherdale, sem síðan var leystur af á trommunum af Stephen Morris og hljómsveitin breytti nafni sínu í Joy Division (heitið var notað um staðinn þar sem vændiskonur nasista voru geymar í útrýmingabúðunum). Hljómsveitin túraði mest af árinu 1978 og voru farnir að skapa sér gott orðspor í “underground”-senuni í Manchester.
Þeir fóru í stúdíó að taka upp plötu sem kom út árið 1979 og nefndist “Unknown Pleasures” og fékk vægast sagt frábærar móttökur gagnrýnenda og almennings.
Seinni hluta árs 1979 var Ian Curtis, söngvari orðinn veikur. Hann fékk flogakast á öðrum hverjum tónleikum og var orðinn verulega þunglyndur (sem má vel heyra á textum hans) en samt neitaði hann að stoppa og þeir túruðu grimmt. Um jólin kom þó langþráð pása, sem þó var stutt, því í byrjun árs 1980 var aftur kominn tími til að túra og voru á ferðalagi allan janúar, þó svo að nokkrum tónleikum hafi verið frestað vegna veikinda Curtis. Nú tók við vinna á annarri plötu þeirra og á þessum tíma gáfu þeir út smáskífuna “Love Will Tear Us Apart”, sem var vel tekið af gagnrýnendum og fór hátt á óháðu vinsældalistana, en komst ekki inná breska smáskífulistann. Eftir eina tókleika í byrjun maí '80 var meðlimum Joy Division gefin tveggja vikna hvíld áður en fyrsti Ameríkutúr þeirra átti að hefjast. Tveimur dögum fyrir brottför til USA, þann 18.maí, fannst Ian Curtis látinn í íbúð sinn, þar sem hann hafði hengt sig.
Fyrir dauða Curtis höfðu hljómsveitarmeðlimir ákveðið, að ef einn af þeim hætti, þá myndu Joy Division ekki vera lengur til. Sumarið 1980, aftur á móti urðu þeir loksins vinsælir meðal almúgans, þeir endurútgáfu “Love Will Tear Us Apart”, sem náði í þetta skiptið alla leið í 13.sæti breska vinsældarlistans og í ágúst fór önnur plata þeirra, Closer, beint í sjötta sæti breiðskífulistans. Um haustið var “Unknown Pleasures” einnig komin inná breska breiðskífulistann.

Í Janúar 1981 höfðu eftirlifandi meðlimir Joy Division, þeir Hook, Morris og Albrecht (sem hafði þá breytt nafni sínu í Bernard Sumner) stofnað hljómsveitina New Order, þar sem Sumner tók við söngvaraembættinu. Þegar frægðarsól New Order fór að rísa á níunda áratugnum áttu þeir lengi erfitt með að hrista af sér skugga Curtis og Joy Division. Love Will Tear Us Apart var gefið út í þriðja skiptið árið 1983.

Joy Division hafa síðan oft verið nefndir sem helstu áhrifavaldar margra af bestu hljómsveitum síðari ára, m.a. Smashing Pumpkins, Radiohead, Deftones og Mogwai, svo eitthvað sé nefnt.