Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Skaur
Skaur Notandi frá fornöld 614 stig
Áhugamál: Box, Kvikmyndir

Re: P4P - Hverjir eru bestir?

í Box fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Eins og þú segir þá þarf að taka ýmsa þætti inn í matið þegar svona listi er gerður. Einn af þeim þáttum er tími. Þegar litið er á síðustu tvö árin er jú augljóst að Barrera hefur barist við sterkari andstæðinga en Hopkins og Jones. Málið er að ef litið er til lengri tíma og stærstu nöfn borin saman þá kemur út önnur mynd. Það er í sjálfu sér tilviljun að Barrera hefur nýlega barist alla sína stærstu bardaga. Fyrir utan Kennedy Mckinney og Junior Jones fóru þeir allir fram eftir aldamótin....

Re: P4P - Hverjir eru bestir?

í Box fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það er margt til í þessu hjá þér með Barrera. Þó eru ástæðurnar fyrir því að hann er ekki ofar í listanum þessar: 1. Hann hefur tapað þrisvar síðan 1996, Hopkins tapaði síðast 1993 og Jones er auðvitað ósigraður. 2. Sigur hans á Morales var umdeildur og Tapia var búinn að vera. 3. Hann hefur aldrei varið meistartitil (tel ekki WBO með). Þetta hefur reyndar lítið vægi. 4. Jones og Hopkins hafa verið mun meira “consistent” í gegnum árin. 5. Sigur Hopkins á Tito var merkilegur að mínu mati...

Re: Tyson gegn Etienne í uppnámi!

í Box fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Mér skilst að það sé rétt hjá þér. Lewis fórnar beltiu ef hann berst ekki við Vitali næst. Ef hann gerir það þá ættu Vitali og einhver annar að fá að berjast um beltið. Annars er þetta beltavesen svo mikið rugl að fólk ætti að hætta að hugsa um þau og fara bara eftir fordæmi Ring magazine og hafa einn meistara í hverjum þyngarflokki. In a perfect world.

Re: Tyson gegn Etienne í uppnámi!

í Box fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Nú virðist bardaginn vera aftur kominn á dagskrá skv. fightnews.com. Þetta er orðið ansi mikið jó jó en maður á kannski ekki að búast við öðru en sirkus þegar mr. T á í hlut.

Re: Tyson gegn Etienne í uppnámi!

í Box fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það var ekki gert opinbert fyrr en í dag að hætt væri við bardagann. Þar af leiðandi voru allar fréttir um það fyrir daginn í dag getgátur og orðrómar. Ég veit ekki betur en að Lewis vs. Tyson 2 sé ekki frágenginn og ef einhver segir annað væri ágætt að fá heimildir. Það nýjasta um þetta er á: http://www.fightnews.com/ Hvernig væri að hafa það bara að reglu að láta heimildir fylgja fréttum í framtíðinni?

Re: P4P - Hverjir eru bestir?

í Box fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég myndi reyndar heldur vilja sjá DLH fara í Winkey Wright, Vernon Forrest eða Bernard Hopkins. Ég er sammála þér með að DLH myndi útboxa Mayorga og held þess vegna að hinir bardagarnir yrðu meira spennandi. Þó að Mayorga hafi unnið Forrest held ég að Forrest eigi meiri séns í Oscar en Mayroga.

Re: Tyson gegn Etienne í uppnámi!

í Box fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Bardaganum hefur verið aflýst, it´s official.

Re: Tyson, Lewis og Dollaramerkin

í Box fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég trúi ekki að það sé ennþá áhugi fyrir þessum bardaga. Hvað í fjandanum fær fólk til að halda að annar bardagi myndi enda á annan hátt en sá fyrsti? Hvers vegna eru boxáhugamenn ekki heldur að krefjast Lennox vs. Wladimir? Eru virkilega nógu margir sem myndu borgar fyrir rematch á PPV til að það borgi sig? WHY!!? Arg, þurfti bara að koma þessu frá mér…

Re: Draumabardagarnir!!!....og hver myndi vinna

í Box fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ok, þetta var kannski full mikið sagt. Ég meinti einvhern af stóru kaliberi í þungaviktinni, þ.e. topp tíu. Þannig sé ég það allavega, ég hef ekki séð hann gera annað en að slögga síðan hann barðist við Razor Ruddock. Kallinn er bara búinn að hrörna.

Re: Draumabardagarnir!!!....og hver myndi vinna

í Box fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Í þau skipti sem Tua hefur verið útboxaður hefur það verið af mun stærri boxara (Lewis, Klitschko)eða af hæfileikaríkari boxara (Byrd, Ibeabuchi). Í dag er Tyson hvorugt, ég held hafi ekki lengur hæfileika til að útboxa neinn. Hans eina von er að landa bombu til þess verður hann að slögga og þar er Tua sterkari (að mínu mati). Það getur hins vegar vel verið að Freitas sé of stór fyrir Morales, en Morales hefur auðvitað miklu meiri reynslu í stórum bardögum. Mayroga vs. Gatti og Ottke vs....

Re: DVD Verslanir á Netinu

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þessi síða er helvíti góð: www.discshop.com (region 2) Svo er þetta góður staður til að skoða dóma um region 2 myndir: http://www.r2-dvd.org/reviews.jsp

Re: Back to the future trilogy (2002)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Sama hér, borgaði u.þ.b. 3.500 íslenskar kr., bý í Svíþjóð. Það er verið að ræna ykkur þarna á klakanum.

Re: Lennox-Vitali í febrúar?

í Box fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þó að þetta sé vitlaus bróðir á þetta vonandi eftir að verða góður bardagi. Vitali hefur samt litla reynslu af stórum bardögum og eins og bróðir hans, þá hefur kinnin ekki verið testuð svo ég vitia af. Þetta gæti s.s. orðið eins og Michael Grant bardaginn, en ég held að Vitali verði ekki svo árásagjarn. Þetta gæti líka orðið skák í tólf lotur sem mér finnst líklegra. Spurning um úthaldið hjá Vitali. Líka spurning um hvenær Lewis verði allt í einu gamall.

Re: Don heldur mót

í Box fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Mér finnst alveg gott mál að Don King sé að skipuleggja svona viðburði ef það skilar góðum bardögum en auðvitað skilar það ekki alvöru þungaviktarmeistara. Mér finnst allt þetta rugl um að Lewis þori ekki Chris Byrd bara hlægilegt, sérstaklega eftir að Wladimir Klitschko lamdi hann í klessu (sáuð þið þann bardaga (barsmíðar)). Ég held að málið hafi verið að sjónvarpsstöðvarnar hafi ekki viljað bardagann því þær gætu ekki selt hann, einfalt. Af hverju er erfitt að selja hann? Af því að það...

Re: Roy Jones Jr. buffar Clinton Woods

í Box fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Málið er að hann er búinn að berja alla sem geta eitthvað í sínum þyngdarflokki og fyrir meistara í flestum öðrum þyngdarflokkum þá væri það nóg. Hvers vegna er það ekki nóg fyrir Roy? Þið munið að Roy hefur sigrað manninn sem er talinn bestur í heimi pund fyrir pund skv. Ring magazine, Bernard Hopkins. Það var reyndar fyrir löngu síðan en samt.

Re: Klitschko

í Box fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Muy bueno, þetta virkar núna. Málið var að ég valdi breska fánann og fékk allt öðruvísi síðu. Þakka upplýsingarnar. Á þessari síðu eru hlekkir á síður sem eru með box fílum sem er hægt að downloada: http://www.saddoboxing.com/Video.html

Re: Klitschko

í Box fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég var annars að uppgvöta soldið góða síðu þar sem maður getur downloadað heilum bardögum, check it: http://www.boxing-videos.com

Re: Klitschko

í Box fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hvað ertu að rugla, ég sé ekki hvernig það er hægt. Hvar nákvæmleg er það hægt á þessari síðu?

Re: Lennox Lewis gefur frá sér IBF beltið!

í Box fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Af því að mandatory challanger er oft andstæðingur sem fólk vill ekkert sjá, eins og þegar hann neitaði að berjast við Ruiz. Oftast er mikil pólitík í þessari sætaskipan og að boxarar skuli hunsa samböndin og berjast við betri andstæðinga er GOTT fyrir íþróttina. Núna stefnir Lewis á að taka fyrst Vitali Klitschko, Tyson rematch og svo Wladimir Klitschko. Ef allt gengur samkvæmt áætlun þá mun hann hætta eftir þetta (skv. fightnews.com). Málið er að Klitschko bræður eru miklu meiri challange...

Re: Roy Jones Jr. VS. Clinton Woods

í Box fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þetta er orðið frekar sorglegt, hver bardagi er eins og endursýning af síðasta. Jones hefur ekki barist við alvöru andstæðing síðan hann barði James Toney árið 1994. Spurningin er hversu harður maður á að vera við Roy, það er varla honum að kenna að það er enginn með hæfileika í létt þungavikt. Auðvitað hefði hann samt löngu átt að vera búinn að stúta Dariusz Michalczewski. Ég er farinn að halda að hann muni aldrei berjast við menn á við Calzage, Hopkins (aftur), Jirov, eða Ruiz. Ég held þó...

Re: Videospólur með boxi

í Box fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Svo framarlega sem ég veit þá er þetta besta síðan á netinu til að panta spólur. Gott úrval, fín gæði og ekki hægt að kvarta undan þjónustunni. Hef pantað þarna um 10 sinnum: http://members.tripod.com/vhs-boxing/ Ég á ansi gott safn en bý í augnablikinu erlendis þannig að ég get ekkert lánað þér. Svo veit ég líka um annan gaur sem er fínn, hjá honum geturðu líka pantað ársákift af mánaðarlegum boxspólum. Hann er ekki með heimasíðu en hann auglýsir alltaf aftast í tímaritinu Boxing Monthly, e...

Re: Thirteen Ghosts (2001)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég fýla horror og draugamyndir venjulega mjög vel. Mér fannst t.d. The Others og The Devil´s Backbone frábærar og finnst jafn gaman og næsta manni að finna hárin rísa, EN þessi mynd var bara léleg. Ég endist hana ekki einu sinni alla, s.s. varúð ef þið hafið ekki séð hana, be afraid be very afraid.

Re: Ike

í Box fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það eru engar ýkjur að hann var aðal efnið á sínum tíma en ég held að það sé bara of seint fyrir hann að koma til baka. Hann er reyndar ennþá undir þrítugu en hefur auðvitað ekki barist síðan 1999. Það vantar fleiri efniviði í þungaviktina og ég vona að forsetinn komi sterkur til baka, maður verður bara að vona. Í bardaganum vs. Tua slógu þeir metið fyrir flest högg slegin í þungaviktarbardaga. Sá bardagi var rosalegur, þið verðið að panta ykkur hann ef þið hafið ekki séð hann. Persónulega...

Re: Tapia meiddur

í Box fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hóst hóst guðlast, Barrera er ekki bara harkari. Bara bardagarnir við prinsinn og Sanchez sönnuðu það, hann getur útboxað menn án þess að þurfa að grípa til einstefnu hörkunnar. En það er auðvitað bara mín skoðun :þ

Re: Tapia meiddur

í Box fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég hlakka til að sjá Tapia berjast við Barrrera, gruna samt að Barrera eigi eftir að taka hann sannfærandi. Samt ef að Johnny er í góðu formi þá verður þetta rosalegur bardagi, maður veit ekki hvað Tapia á marga bardaga eftir í sér, síðasti bardagi hans við Manuel Medina var víst tæpur og Medina er orðinn þreyttur. Svo er auðvitað annar bardagi til að hlakka til, Paulie Ayala vs. Erik Morales. Aldrei að vita nema að Ayala komi á óvart og taki Morales, hann þarf bara að komast inn fyrir þessa...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok