Við hérna á klakanum höfum í gegnum tíðina þurft að pannta okkar DVD myndir að megninu til frá útlöndum, sökum lélegs úrvals hér á landi.<BR>
Íslenskir útgefendur hafa staðið sig vægast illa í stuðningi við formatið, og hafa meira að segja orðið uppvísir að því að reyna að HEFTA útbreiðslu DVD á Íslandi.<BR>
Er ég búinn að vera DVD fíkill frá '97, og er því kominn með talsverða reynslu af pönntunum gegnum internetið, þar sem ekkert hefur fengist af viti hér heima! Var meira að segja sjálfur með Region1 vefverslun hérna heima, en SAM létu loka henni ;o)<BR>
Nú, þegar kemur að því að pannta myndir yfir hafið, má með sanni segja að það sé hafsjór af DVD verzlunum á netinu, og langaði mig að minnast smá á nokkrar þeirra:<BR>
<BR>
<A HREF="http://www.dvd.com“><B>DVD.com</B></A> (Region1):<BR>
Ein fyrsta DVD verslunin á netinu. Hét áður <I>DVDExpress.com</I>, svo <I>Express.com</I> og núna <I>DVD.com</I>. Þessi vefverslun VAR sú besta á Region 1 markaðnum. Með besta úrvalið, fljótvirkusta og hæfusta Tech-Support kerfið, og góðan sendingatíma til Íslands. Hef ég sjálfur panntað mér yfir 100 myndir þaðan í gegnum tíðina….. EKKI PANNTA FRÁ ÞEIM!!!! Nýir eigendur tóku sig til og gjörsamlega eyðilögðu þetta fína fyrirtæki. Það er alveg sama hvað maður panntar frá þeim, það kemur aldrei til Íslands, og þegar maður sendir þeim bréf, fær maður ekkert svar! Skítakompaní, með glæpsamlega stefnu… stay away from it!<BR>
<BR>
<A HREF=”http://www.dvdempire.com“><B>DVDEmpire</B></A> (Region1):<BR>
Þetta fyrirtæki er einnig mjög gamalt (á Internetskala) en er þó traustsins virði. Myndirnar eru á hógværu verði, og sendingagjaldið er sanngjarnt. Þegar panntað er frá þeim, þarf að faxa mynd af kreditkortinu út, til að staðfesta að þú eigir það í alvörunni.. fín staðfestingastefna, en máski helst til OF ströng. Má þó benda þeim á, sem hafa ekki aðgang að faxtæki, að hægt er að senda fax úr flestum pósthúsum landsins.<BR>
<BR>
<A HREF=”http://www.dvdboxoffice.com“><B>DVDboxoffice</B ></A> (Region1):<BR>
Canadísk síða. Mjög góð! Shipping er innifalið í verðinu á myndunum, þannig að what you see is what you get. Getur gerst að þú fáir hulstur á Frönsku, en það er ekki hættulegt ;o)
Þetta er eina fyrirtækið sem ég hef verslað við, sem sendir ekki kvittun með í pakkanum, þannig að þú þarft að senda tollurunum kvittunina sem þú færð í E-Mail.<BR>
<BR>
<A HREF=”http://www.amazon.com“><B>Amazon.com</B></A> (Region1):<BR>
Ein stærsta vefverslun á netinu í dag. Byrjaði sem bókabúð, en selur meira og minna allt milli himins og jarðar í dag. Verðin eru ekkert lægst á netinu, og sendingakostnaður hækkar ef maður tekur eitthvað annað með. (Gjald p/item við Bók + DVD kostar meira en gjald p/item við Bók+bók eða DVD+DVD)<BR>
<BR>
<A HREF=”http://www.amazon.co.uk“><B>Amazon.co.uk</B></A > (Region2):<BR>
Er systursíða Amazon.com, og er alveg jafn góð.<BR>
<BR>
<A HREF=”http://www.blackstar.co.uk"><B>BlackStar</B></A > (Region2):<BR>
Langsamlega besta Region 2 verslunin! Í dag pannta ég eingöngu frá þessum. Frábært vöruúrval, góð uppsetning á heimsíðunni, velvirkandi shopping cart, úrvals tech-support, og til að bæta það….. góð verð á myndunum. Hægt að stilla síðuna þannig að hún sýni verð í krónum, þannig að maður þarf enn minna að hugsa til að sjá hvað myndin kostar (bara bæta við 34,5% fyrir VSK og vörugjald).<BR>
<BR>
Jæja, lengra verður það ekki að sinni. Njótið bara DVD myndanna ykkar!<BR>
<BR>
Kveðja,<BR>
DVD Diskurinn