Tyson, Lewis og Dollaramerkin Jæja, nú virðist það vera komið á tært að Lennox Lewis muni berjast aftur við Mike Tyson þann 28. júní næstkomandi og mun bardaginn líklegast aðeins vera um IBO belti Lennox Lewis!
Þannig er mál með vexti að Nr. 1 áskorandi WBC (sem er eini trúverðugi titillinn eftir í fórum Lewisar) er einmitt Vitali Klitschko sem átti að berjast við Lewis nú í apríl en sá bardagi datt uppfyrir vegna fýsilegri, og auðveldari gróðamöguleika í endurteknum Tysonleik og þarafleiðandi er WBC sambandið skildugt til þess að svipta meistarann titli sínum fyrir þær sakir að neita að mæta nr. 1 áskoranda!

Maður skilur svosem báðar hliðar málsinns. Að sjálfsögðu er Klitschko reiður þarsem að þetta er hanns stærsta, og jafnvel eina von á titli í nánustu framtíð og myndu flestir samþykkja að Vitali Klitscko sé mun verðugri andstæðingur heldur en Mike Tyson eftir þá útreið sem hann fékk á móti Lewis síðasta sumar.
Hinnsvegar er ákvörðun Lewisar einnig skyljanleg. Hann er orðinn 37 ára og farinn að finna til ellinar, hann veit vel að stór, ungur og hungraður andstæðingur eins og báðir Klitschkobræðurnir gætu tekið af honum titlana, og hann mundi hugsanlega ekki græða það mikla peninga á niðurleiðinni þarsem að bræðurnir eru lítið þekktir vestanhafs og varla orðnir söluvara. Það er auðvitað mun skynsamlegra hjá Lewis að taka annan bardaga á móti manni sem hann hefur barið í klessu áður og það fyrir nærri þrefalt meiri pening.
Auk þess sem rematch-klausa er í samningi Lewis og Tyson þannig að Lewis er lagalega skyldugur að mæta Mike Tyson aftur!

En allt þetta veltur síðan á 22. febrúar næstkomandi þegar Mike Tyson stígur í hringinn í Memphis á móti “Svarta Nashyrningnum”, Clifford Etienne.
Etienne er sókndjarfur “action” boxari. Hann slær mikið af höggum, sækir mikið og hugsar lítið um vörn, hann hefur littla höggþyngd en er þekktur fyrir að mylja andstæðinga sína niður á hreinum höggafjölda og vinnusemi. Einnig er efast um kynn Etienne, en hann fór 7 sinnum niður í sínu eina tapi á móti Fres Oquendo og var sleginn tvisvar niður af Tysonfórnarlambinu Frans Botha í jafnteflisbardaga í fyrra.
Etienne virðist vera kjörandstæðingur fyrir Tyson á pappírunum; Sókndjarfur en högglítill boxari með littla vörn og lélega kynn Kjörið rotfórnarlamb.
En Etienne hefur engann aukvisa í horninu sínu, engan annan en ofur-þjálfarann Buddy McGirt sem meðal annars var hönnuðurinn að sigri Arturo Gatti á Micky Ward nú í haust. En McGirt, þrátt fyrir alla sína hæfileika, getur ekki gefið Etienne sterka kynn né breitt öllum hanns bardagastýl á tveimur mánuðum.

Það er nú heldur enginn aumingi kominn í hornið hjá Herra Tyson. Hann hefur kallað á Hall of Fame þjálfarann Freddie Roach til að undirbúa sig fyrir Etienne og samkvæmt sögusögnum virðast barsmíðarnar sem hann fékk frá Lewis hafa komið einhverju í gang í hausnum hjá honum. Hann hefur víst losað sig við allar blóðsugurnar sem eltu hann á röndum, þar á meðal krókódílin Steve Fitch, sem hefur verið málpípa Mike Tyson síðan hann kom út úr fangelsi. Að sögn eru aðeins 4 menn með Mike Tyson í æfingasalnum fyrir utan Sparring félaga, það eru Freddie Roach, Steve Fenech (margfaldur heimsmeistari frá Ástralíu), Tyrone Bruce (sér um styrktarþjálfun) og Panama Lewis, þjálfari sem bannaður er í flestum ríkjum bandaríkjanna eftir að hann tók fyllingarnar úr hönskum eins boxarans síns sem næstum drap síðan andstæðing sinn. Hann er sagður vera þarna til að veita “moral support” og situr venjulega þögull út í horni.

Roach segir að Tyson hafi fundið hungrið aftur og sé loksinns byrjaður að æfa aftur. Samkvæmt Roach fór Tyson niður í 222 pund í lok Janúar en Roach fannst það of lágt á þessu stigi þjálfunar og er hann því um 225 pund núna (hann var 235 pund á móti Lewis, sem var hanns næsthæsta þyngd frá byrjun!).
Tyson mun s.s. verða líkamlega tilbúinn á móti Etinne 22. febrúar en mun hann verða andlega tilbúinn? Roach segir að engin leið sé að spá um það. Þó að Tyson sé að sparra 10 lotur á móti mönnum eins og Lamon Brewster og sé farinn að slá í fléttum og fíneríi þá segir það ekkert um hvernig boxarinn mæti til bardaga hverju sinni. Þú getur lært allt sem þú þarft að læra til að sigra en síðan gleymt því öllu um leið og bjallan hringir í fyrstu lotu!

Roach heldur þó að Tyson viti hvað hann þurfi að gera og að hann muni gera það. Hann þarf ekki einungis að sigra Etienne heldur verður hann að rota Etienne, og það sannfærandi. Ef honum tekst það ekki þá getur hann gleymt Lewis bardaganum og farið að snúa sér að einhverju öðru.

Eitt er þó víst að á meðan Mike Tyson andar þá er hægt að græða á honum og meðan það er hægt að græða á honum munum við ekki losna við hann þannig að það er kannski best fyrir okkur að sætta okkur við hann og þetta óumflýjanlega rematch við Lewis, jafnvel þótt það eina sem keyri það áfram er “ca-ching” hljóð peningamaskínunar sem keyrir boxheimin áfram!