Jæja, þá erum við hérna enn eina ferðina að horfa á Roy Jones Jr. berja á einhverju kjötstykki sem guð má vita hvernig varð nr. 1 áskorandi WBC sambandsinns.

Venjulega fyrir bardaga um heimsmeistaratitil er a.m.k. hægt að segja að andtæðingurinn hafi “a puncher's chance”, s.s. að hann gæti átt eitt undrahögg inni sem gæt breitt útkomu bardaganns. Það er varla hægt að segja hérna. Meðfæddir yfirburðir Roy Jones eru einfaldlega svo svaðalegir að ég efast stórkostlega um að það sé nokkur í dag í léttþungavigtinni sem eigi nokkurn séns í kallin, sama má segja um milliþungavigtina og yfirmillivigtina. Fólk minnist á Bernard Hopkins en við skulum ekki gleyma að Jones lamdi Hopkins í spað fyrir nokkrum árum og það handabrotinn.

Þannig að þið sjáið að Woods kallin heufr ekki mikinn séns og hefði kannski alveg eins getað haldið sig heima í englandi. Veðbankarnir hafa þetta 100-1 Jones í vil sem er fáheyrt, t.d. var Jones aðeins 75-1 gegn Glenn Kelley í febrúar síðastliðnum.
Ég held að það sé nokkuð öruggt að Jones muni enda þennan bardaga hvenær sem hann vill á þann hátt sem hann vill, við munum nú eftir bardaganum við Kelley þegar Jones barðist með hausinn fram og með hendurnar fyrir aftan bak og tókst samt að rota andstæðinginn.

En spurningin er, hvenær tekur þetta enda?
Jones er orðinn 33 ára gamall og það er sannað mál að fljótlega kemur þröskuldurinn þarsem getan fer að dala, hraðinn minnkar og höggin verða ekki alveg jafn beitt og áðurfyrr. Mun Jones tapa? eða mun hann hafa vit á því að hætta ósigraður*.
Allavegana getum við fastlega gert ráð fyrir því að dómsdagur Roy Jones Jr. verður ekki þann 7. september næstkomandi!

*Jones tapaði á umdeildan hátt gegn Montell Griffin árið 1997 þegar hann var dæmdur úr leik fyrir að slá Griffin á meðan hann var niðri