Draumabardagarnir!!!....og hver myndi vinna Sem áhugamaður um box er maður stöðugt að bíða eftir næsta stóra bardaga. Við getum verið þakklát fyrir að ansi margir af okkar “draumabardögum” hafa runnið dagsis ljós t.d. Barrera vs. Morales og Prinsinn, De La Hoya vs. Trinidad, Mosley og Vargas. Meira að segja Lewis vs. Tyson varð að veruleika. Þessir bardagar verða sjaldan alveg eins og maður bjóst, ekki bjóst ég við að Tszyu myndi Judah í tveimur lotum. Þrátt fyrir að vita að spáð úrslit verða ekki oft að veruleika getur maður ekki staðist freistinguna að pæla í því.
Þetta eru þeir bardagar sem ég vil sjá á næstu þremur árum og spáin miðast við það (aldur og þyngd). Bardagarnir eru ekki í neinni sérstakri röð og ég nefni enga tvisvar.

Nr. 1
Kostya Tszyu vs. Vernon Forrest
Tszyu þyrfti að þyngja sig upp og berjast við hærri og handleggjalengri mann. Málið er að fyrir tapið á móti Mayorga myndi líklega enginn veðja á Tszyu, en nú er allt breytt.
Forrest hefur sýnt að hann er ekki ósigrandi en spurningin er hvort hann myndi vera jafn kærulaus á móti Tszyu og á móti Mayorga, hæpið finnst mér. Svo er það auðvitað spurningin um stílana, Tszyu vann nú Forrest þegar þeir voru áhugamenn???
Spá:
Forrest vinnur á stigum eftir mikla skák.

Nr. 2
Floyd Mayweather vs. Zab Judah
Mig hefur alltaf langað til að sjá einhvern berjast við Mayweather sem hefur svipaðan handahraða og hann. Ég held að þetta gætir orðið rosalegur bardagi en það er hæpið að hann verði að veruleika þar sem þeir eru víst góðir vinir beint úr Brooklyn Zoo. Mayweather sýndi nýlega veikleika á móti Castillo og Judah tapaði fyrir Tszyu fyrir skömmu. Munurinn er þó rothögg.
Spá:
Floyd myndi ná Zab á endanum og rota hann. Það virðist ljóst að Judah er því miður með of veika höku eins og Andrew six heads Lewis og Fernando Vargas.

Nr. 3
Lennox Lewis vs. Wladimir Klitschko
Ok, allir vita hverjir tveir bestu þungaviktararnir eru, það þarf ekki að hafa nein orð um það. Þessi bardagi þarf að gerast áður en Lewis hættir eða verður of gamall. Báðir eru hæfileikaríkir en munurinn er reynslan. Spurningin er hvernær Lennox verður gamall.
Spá:
Lewis á stigum eða TKO (Valdimar gefst upp í horninu).

Nr. 4
Roy Jones jr. vs. Chris Byrd
Ég er á því að Jones muni ná að útboxa Ruiz og sigra á stigum. Ef það gerist þá vona ég að Roy fari ekki strax niður heldur skori á Byrd. Varðandi stíla þá gerast bardagar ekki áhugaverðari en þessi, hver veit hvað gerist.
Spá:
Roy Jones jr. á stigum. Ég held bara að hraðinn geri útslagið. Spurningin er þó hversu hraður hann verður í þungavikt.

Nr. 5
Mike Tyson vs. David Tua
Hver er ekki búinn að vera bíða eftir þessum í alveg góð fimm ár? Tyson á aldrei eftir að leggja í Tua, áhættan er einfaldlega ekki peninganna virði.
Spá:
Tyson hittir ofjarl sinn hér og verður illilega rotaður. Ég held að það sé ekki hægt að rota Tua og þeir tveir að skiptast á bombum í 12 lotur getur bara endað á einn hátt.

Nr. 6
Oscar De La Hoya vs. Bernard Hopkins
Þessi hlýtur að verða að veruleika. Hopkins er að verða of gamall og De La Hoya vill gulltryggja sína “legacy” með því að vinna manninn sem barði Tito.
Spá:
Ef þessi bardagi fer fram í millivikt þá segji ég að Bernard taki þetta á stigum. Ef í létt millivikt þá Oscar.

Nr. 7
Shane Mosley vs. Fernando Vargas
Þessi bardagi myndi útvega báðum mönnum tækifæri til að hefja sig upp á stærra plan með stórum sigri. Þó að báðir menn gætu verið á leiðinni að berjast við Oscar þá myndi ég heldur vilja sjá þá berjast um þann rétt áður.
Spá.
Þrátt fyrir veika kinn þá held ég að Vargas myndi taka þetta bara á styrk og hörku. Ég held að Mosley sé ekki nógu höggþungur i þessum viktarflokki til að taka hann niður. Ekki gleyma að Vargas var rotaður seint á móti bæði Tito og De La Hoya eftir jafnan bardaga.

Nr. 8
Erik Morales vs. Acelino Freitas
Áhugaverður bardagi sérstaklega núna þegar Freitas er orðinn svona miklu meira tæknilega sinnaður. Þetta myndi vera alveg mögnuð skák.
Morales þyrfti að þyngja sig upp en ég held að hann megi alveg við smá skinni á þessi bein.
Spá:
Erik Morales á stigum. Þetta yrði tæpt en ég held að Erik hafi tæknilega yfirburði, sérstaklega eftir að hafa séð hvað hann gerði við Paulie Ayala.

Nr. 9
Marco Antonio Barrera vs. Manny Pacquiao
Flugeldastríð í hæstu gráðu. Pacquiao myndi ekki leifa Barrera að komast upp með að útboxa hann þægilega heldur plata hann inn í stríð. Manny er einn höggþyngsti gaurinn í léttu flokkunum og hann hefur hæfileika líka. Barrera er ekki beint þekktur til að forðast áskoranir þannig að það er raunhæfur möguleiki á þessum.
Spá:
Barrera vinnur á síðbúnu rothöggi eftir magnað stríð.

Nr. 10
Paulie Ayala vs. Tim Austin
Ayala þarf að finna forna frægð og Austin þarf að sanna sig. Tim mun reyndar berjast við Rafael Marquez laugardagskvöldið (14/2) og þarf á öllu sínu að halda ef hann að vinna þann bardaga. Ef það gengur eftir myndi ég vilja sjá þennan gerast fljótt.
Spá:
Tim Austin á stigum. Ayala kemst ekki inn og Tim útboxar hann.

Nr. 11
Arturo Gatti vs. Ricardo Mayorga
Óskhyggja, ég veit, en það væri gaman. Bombs away.
Spá:
Mayorga á rothöggi fyrir helming eftir blóðugt stríð.

Nr. 12
Joe Calzaghe vs. Sven Ottke
Kominn tími til að útkljá þetta mál. Hvor er betri.
Spá:
Calzaghe á stigum.

Þannig var nú það, komið með ykkar skoðanir og hvaða bardaga þið mynduð vilja sjá.