Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Skaur
Skaur Notandi frá fornöld 614 stig
Áhugamál: Box, Kvikmyndir

Mi Vida Loca (0 álit)

í Box fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég ætla að fjalla aðeins um hinn litríka og fjórfalda heimsmeistara Johnny Tapia (52-3-2-27) frá Albuquerque, New Mexico. Þessi kappi hefur lifað af hremmingar sem myndu senda flesta menn beint á klepp, enda ekki að ástæðulausu að hann kallar sig mi vida loca sem þýðir mitt geðbilaða líf. Faðir Johnny var myrtur áður en honum var ungað út úr móðurkviði árið 1967. Móðir hans ól hann því upp ein þar til einn dag þegar henni var rænt. Þeir hroðalega viðburðir sem áttu sér stað er varla frásögum...

Léttu kallarnir geta líka rokkað!! (4 álit)

í Box fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég ætla rétt svo að dreypa á þeim minna þekktum bardögum sem verða á næstunni. Þetta eru bardagar sem mér finnst áhugaverðir en er ekkert víst að Sýn sýni. Þetta eru jú léttu kallarnir og þeir þurfa að sætta sig við minna en þeir stóru, þrátt fyrir að vera oftast með betri hnefaleika. Mér er alveg sama hvað Sýn segjast oft vera besta íþróttastöð landsins, þeir sýna of lítið box og þessi stöð er alltof dýr. Þurfti bara að létta aðeins á mér þarna. Hér kemur þetta og auðvitað fylgja...

Vargas kominn aftur! (4 álit)

í Box fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Í gærkvöldi barðist Fernando Vargas í fyrsta skiptið eftir tapið á móti Oscar De La Hoya. Hann losaði sig við Fitz Vanderpool á sex lotum og þótti líta ágætlega út en þó soldið ryðgaður (ég sá ekki bardagann). Þessi andstæðingur var auðvitað sérvalinn til að láta Vargas líta vel og líða vel á móti. Til þess að kallinn komi sér á toppinn aftur er nauðsynlegt fyrir hann að taka því rólega um skeið áður en hann fer að skora á stóru kallana aftur. Við megum ekki gleyma því að þrátt fyrir að vera...

Á Morrade Hakkar séns? (3 álit)

í Box fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þann 29. mars mun óþekktur boxari að nafni Morrade Hakkar freista þess að hakka núverandi óumdeildan milliviktarmeistara Bernard Hopkins. Áður en þetta var tilkynnt hafði ég aldrei heyrt um þennan gaur og býst ekki við að margir aðrir hafi þekkt til hans heldur. Allt sem ég veit um box bendir til að Hakkar geti ekki hakkað ömmu sína og hvað þá Bernard Hopkins. Hinsvegar eins og Mayorga og Sandes hafa sýnt og sannað upp á síðkastið þá eiga allir möguleika í hnefaleikahring. Hvað hefur...

Mosley vs. De La Hoya 2 verður að veruleika!! (3 álit)

í Box fyrir 21 árum, 1 mánuði
Eftir marga mánuði af vangaveltum, samningagerðum og rugli þá eru þessir kappar loksins búnir að komast að samkomulagi. Það er ekki komin nein opinber dagsetning á bardagann enn mér skilst að allt annað sé frágengið. Maður á svolítið erftitt með að skilja hvernig tveir milljónamæringar geta vælt svona mikið yfir nokkur hundruðþúsund dollurum hingað eða þangað. Stoltið spilar auðvitað eitthvað þarna inn en ég skrifa þetta aðalega á græðgi. Mér finnst líka óskiljanlegt hvernig maður eins og...

Staða þungaviktarinnar!!! (3 álit)

í Box fyrir 21 árum, 1 mánuði
Á undanförnum vikum hafa orðið ansi dramatískar breytingar á titilhöfum í þungaviktinni. Mér datt í hug að koma með smá yfirlit og reyna að hvetja til umfjöllunar. Í dag eru titilhafar eftirfarandi (fyrsta sæti sambandanna í sviga): WBC – Lennox Lewis (Vitali Klitschko) WBA – Roy Jones jr. (Vitali Klitschko) IBF – Chris Byrd (laust sæti) WBO – Corrie Sanders (David Tua) Eins og allir vita þá er það auðvitað Lennox Lewis sem er talinn óumdeildur meistari þrátt fyrir að vera aðeins með eitt...

P4P - Hverjir eru bestir? (6 álit)

í Box fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Síðustu ár hafa verið ansi viðburðarrík og ýmsar sviftingar hafa átt sér stað, súperstjörnur hafa fallið og svo framvegis. Mér datt þess vegna í hug að athuga stöðuna á pund fyrir pund listanum. Eins og vanalega með svona lista þá tek ég mið af síðustu bardögum, hæfileika, sögu og stöðu (jafnvel að belti spili þar hlutverk). Allar tölur eru fengnar frá: http://www.boxrec.com 1. Roy Jones jr. (47-1-38) Þrátt fyrir að hafa vafasama andstæðinga er ekki hægt að líta framhjá því að Roy hefur...

Draumabardagarnir!!!....og hver myndi vinna (7 álit)

í Box fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Sem áhugamaður um box er maður stöðugt að bíða eftir næsta stóra bardaga. Við getum verið þakklát fyrir að ansi margir af okkar “draumabardögum” hafa runnið dagsis ljós t.d. Barrera vs. Morales og Prinsinn, De La Hoya vs. Trinidad, Mosley og Vargas. Meira að segja Lewis vs. Tyson varð að veruleika. Þessir bardagar verða sjaldan alveg eins og maður bjóst, ekki bjóst ég við að Tszyu myndi Judah í tveimur lotum. Þrátt fyrir að vita að spáð úrslit verða ekki oft að veruleika getur maður ekki...

Framundan í boxinu.... (3 álit)

í Box fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það stefnir allt í frekar rólega daga framundan í boxinu. Það virðast vera smá tímamót í boxinu núna, Tito að hætta og örugglega Lewis bráðum líka. Ég ætla að dreypa aðeins á þeim helstu bardögum sem verða á næstunni og koma með grófar spár. Endilega komið svo með ykkar 2 cent. 13. júlí Zab Judah (27-1) vs. Omar Weiss (35-3-3) Judah kemur aftur eftir tapið á móti Kostya Tszyu. Spurningin er hvernig hann er á sig kominn í kollinum eftir þetta. Hann er að berjast við reyndan mann sem á...

Kvikmynda-KVÓT (22 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mér datt í hug að rifja upp nokkrar góðar línur línur úr bíómyndum. Sumar eru klassískar, sumar brilliant og aðrar bara vondar. Nenni varla að úrskýra kringumstæður, þetta eru hvort sem er myndir sem allir hafa séð (held ég). Ég get ekki ábyrgst að þetta sé allt rétt upp á staf en þetta ætti að vera nógu nálægt því. 2001: A Space Odyssey “My god, it´s full of stars” Clerks “My girlfriend sucked 37 dicks” Scarface “So say hello to the bad guy” Reservoir Dogs “Are you gonna bark all day,...

Feitir bardagar framundan!! (5 álit)

í Box fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég ætla að dreypa á stærstu bardögum næstu mánaða og spá fyrir um úrslitin. Ég veit ekki hverjir verða sýndir á Sýn, en það skiptir ekki máli. 26/1 Shane Mosley (38-0-35) vs. Vernon Forrest (33-0-26) Eftir þrjá auðvelda bardaga fær Mosley loksins verðugan andstæðing. Þó að Forrest sé í rauninni ekki með nein rosaleg nöfn á ferlinum er hann almennt viðurkenndur sem einn besti veltiviktarinn í dag. Til þess að auka spennuna var Forrest sá síðasti til að sigra Mosley, þ.e. árið 1992 í...

Joppy er ekki sloppy (2 álit)

í Box fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Á laugardaginn munu Felix “Tito” Trinidad og William Joppy berjast. Þetta er annar bardaginn í milliviktarmótinu og sigurvegarinn mun berjast við Bernard Hopkins um öll beltin og Sugar Ray Robinson styttuna. Trinidad (38-0-31) þarf ekki að kynna en fáir þekkja Joppy þó hann hafi verið stundum á undircardinu á Don King kvöldum (síðast þegar Tito hakkaði Vargas). Eins og allir vita þá er Felix Trinidad að þyngja sig upp í millivikt og hefur því aldrei barist við eins þungan mann og Joppy....

Á Hasim Rahman séns? (6 álit)

í Box fyrir 23 árum
Hasim “the Rock” Rahman mun berjast við Lennox Lewis þann 21. apríl í Afríku. Rahman er enginn aumingi en spurningin er hvort hann eigi séns í bresk/kanadíska tröllið. Það eru nokkur atriði sem benda til þess að Rahman verði ekki eins auðveldur og Golota, Botha og Grant. Ég ætla að kíkja á þetta. Rahman hefur reyndar tapað tvisvar. Í fyrsta skipti var það á móti David Tua. Í þeim bardaga stjórnaði Rahman bardaganum næstum jafn vel og Lewis gerði um daginn á móti Tua. Seint í bardaganum náði...

Prinsinn Bar-inn, eða hvað? (11 álit)

í Box fyrir 23 árum
Næstkomandi laugardag mun prinsinn berjast við Marco Anotonio Barrera. Þetta er bardagi sem menn hafa beðið eftir í fjölda ára en hann kemur nú í raun á besta tíma. Það má segja það að bæði prinsinn og Barrera eru báðir á hátindi ferils síns bæði aldurslega séð og hæfileika lega séð. Hvorugur hefur náð þrítugsaldri og báðir þykja aldrei hafa verið betri en einmitt núna. Þrátt fyrir mikla gagnrýni þá hefur prinsinn barist við heilan aragrúa af heimsmeisturum í gegnum tíðina og stútað þeim...

De La Hoya til í slaginn, bókstaflega (18 álit)

í Box fyrir 23 árum, 1 mánuði
Eftir að hafa tapað fyrir Shane Mosley á split desicion í janúar í fyrra er gullni drengurinn loksins kominn aftur. Skari hefur skilið við vonbrigði fortíðarinnar og er ákveðinn í að hefna fyrir fyrri töp. Hann hefur lýst því yfir að hann vilji berjast við Trinidad sem fyrst og útkljá það mál í eitt skipti fyrir öll. Því næst vill hann fara í Mosley og sanna að hann er bestur pund fyrir pund. Þetta er ekki búið, því á eftir því vill hann taka Vargas og þagga niður í öllum efasemdarmönnum....

Shane Mosley mundar hnefana (5 álit)

í Box fyrir 23 árum, 1 mánuði
Á laugardaginn mun sjálfur Shane Mosley verja WBC veltiviktartitil sinn á móti Shannan Taylor. Ég hef aldrei séð Taylor berjast en miðað við það sem hefur verið skrifað um hann ætti þetta að verða hörku bardagi. Taylor er ósigraður en reyndar með 1 jafntefli (1996) á móti einhverjum Corey Johnson sem ég hef aldrei heyrt um. Hann er með 20 rothögg og er víst hraður, höggþungur og banhungraður í titil. Taylor hefur ekki fyrr skorað á heimsmeistara og segir að menn hafi forðast sig eins og...

Holy Ruiz II, das rematch (6 álit)

í Box fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Á næstkomandi laugardag fær John Ruiz annað tækifæri til að næla sér í heimsmeistaratitil fyrstur spænsk ættaðra þugnaviktaboxara. Fyrsti bardaginn var mjög naumur en Holyfield fékk sigurinn, óverðskuldað að flestra mati. Nú hafa þeir báðir lofað að standa sig betur en síðast og báðir jafnvissir um sigur. Stóra spurningin er hvort Holyfield sé orðinn of gamall og slitinn af öllum sínum stórorustum. Það er reyndar búið að vera spurningin í nokkur ár og ekkert víst að hann sé búinn enn. Ruiz...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok