P4P - Hverjir eru bestir? Síðustu ár hafa verið ansi viðburðarrík og ýmsar sviftingar hafa átt sér stað, súperstjörnur hafa fallið og svo framvegis. Mér datt þess vegna í hug að athuga stöðuna á pund fyrir pund listanum. Eins og vanalega með svona lista þá tek ég mið af síðustu bardögum, hæfileika, sögu og stöðu (jafnvel að belti spili þar hlutverk).
Allar tölur eru fengnar frá: http://www.boxrec.com


1. Roy Jones jr. (47-1-38)
Þrátt fyrir að hafa vafasama andstæðinga er ekki hægt að líta framhjá því að Roy hefur verið ósigraður frá því hann hóf ferilinn árið 1989 (hann var dæmdur úr leik í eina tapinu og hefndi fyrir í næsta bardaga með KO1). Roy varð meistari í fyrsta skiptið árið 1993 með sigri á núverandi óumdeildum milliviktarmeistara Bernard Hopkins. Hann hefur haldið beltum í millivikt, súper millivikt og létt þungavikt.

2. Bernard Hopkins (41-2-1-30)
Bernard Hopkins tapað sínum fyrsta bardaga á ferlinum árið 1988. Síðan þá hefur hans eina tap verið á moti Roy Jones jr. Hopkins hefur verið meistari í millivikt síðan árið 1996. Hann á metið í flestum vörnum á þeim titli og er nú talinn óumdeildur meistari í millivikt. Sigur á áður ósigraðri súperstjörnu Felix Trinidad er það sem gerir útslagið varðandi stöðu hans á þessum lista.

3. Marco Antonio Barrera (56-3-39)
Sem eini maðurinn til að hafa sigrað prinsinn og Erik Morales hefur Barrera risið sig upp á súperstjörnustigið á síðustu árum. Þrátt fyrir að hafa gefið skít í beltin er Marco talinn óumdeildur meistari í fjaðurvikt og verðskuldað svo. Töpin á móti Junior Jones (´96 og ´97) verða að skrifast á stíla. Átti skilið að sigra í fyrri bardaganum á móti Morales en fékk sigurinn í þeim seinni sem var þó mun knappari. Sannaði snilli sína með frammistöðu sinni á móti Johnny Tapia síðastliðinn nóvember.

4. Kostya Tszyu (30-1-24)
Eina tapið kom á móti Vince Phillips árið 1997 en síðan þá hefur Kostya Tszyu verið á mikilli siglingu og sigrað meðal annars Rafael Ruealas, Diobelys Hurtado, Miguel Angel Gonzalez, Julio Cesar Chavez, Sharmba Mitchell og Zab Judah. Í dag er hann óumdeildur meistari í létt veltivikt, sem talinn er vera erfiðasti flokkurinn í dag.

5. Oscar De La Hoya (35-2-28)
Sem ein stærsta stjarna hnefaleikanna allra tíma hefur De La Hoya verið meistari í fjórum þyngdarflokkum (tel ekki með WBO). Hann hefur barist við flesta af þeim bestu í þeim flokkum og sigrað þá flesta. Ef ekki væri fyrir tap á móti Mosley og Trinidad þá væri hann ofar, ef ekki efstur. Nýlegur sigur á Vargas tryggir honum þennan stað í listanum.

6. Floyd Mayweather (29-0-20)
Þrátt fyrir óverðskuldaðan sigur á Jose Luis Castillo í fyrsta skiptið er Floyd ennþá ósigraður. Mayweather þaggaði þó niður i efasemdamönnunum með því að sigra Castillo sannfærandi í seinna skiptið. Fyrir utan það kom stærsti sigur Floyds á móti áður ósigruðum bombara Diego Corrales.

7. Lennox Lewis (40-2-1-31)
Í þau tvö skipti sem Lewis tapaði var það rothögg á móti vanmetnum andstæðingi. Í bæði skiptin hefndi hann fyrir og hefur þar af leiðandi sigrað alla sem hann hefur mætt í hringnum. Hann hefur m.a. sigrað Mercer, Golota, Tua, Holyfield, Rahman, og Tyson.

8. Erik Morales (42-1-31)
Eina tapið kom á móti Barrera í tvísínum bardaga sem sannaði að þeir eru jafnokar. Sigur á Paulie Ayala í nóvember gulltryggir stöðu Morales á listanum.

9. Rafael Marquez (29-3-27)
Marquez tekur þetta sæti með sigri á Tim Austin áður ósigruðum bantamviktarmeistara. Tveir sigrar á Mark ”Too Sharp” Johnson tryggir sætið.

10. Vernon Forrest (35-1-26)
Sigraði Shane Mosley á síðasta ári í tvígang og varð að stórstjörnu. Var rotaður af Ricardo Mayorga í næsta bardaga og féll allmikið í sessi. Er samt sem áður talinn besti veltiviktarinn í dag og ég býst við að hann sigri Mayorga berjist þeir aftur.


Komið endilega með ykkar skoðanir á þessu.