Mér langaði að vekja athygli um eitt af best geymdu leyndarmálunum í þungavigtinni. Þetta er hann Ike \“The President\” Ibeabuchi sem var á sínum tíma einn af bestu þungavigturum í heimi.

Ibeabuchi var sakfelldur fyrir að hafa beytt strippara kynferðisbroti í júlí 1999 í Las Vegas og þar með hlaut hann 5-30 ára dóm.

En áður en Ibeabuchi var handtekinn var Ibeabuchi talinn þriðji besti boxarinn í heiminum á eftir Lennox Lewis og Evander Holyfield og var efnilegasti boxarinn í þungavigtinni, ósigraður í 20 bardögum með 15 rothögg. Og þetta voru engir aukvissar sem hann hafði sigrað heldur voru meðal þeirra stórrotarin David Tua og Chris Byrd og báðir þessir menn eru á topp 10 listanum yfir bestu þungarvigtarmenn í heiminum.

Löggfræðingur Ibeabuchi MichaelKoncz hefur unnið hörðum höndum við að reyna að fá hann lausan hann hefur haft samband við hann næstum daglega. Hann segir ef allt gengur eftir þá gæti þessi frábæri boxari verið kominn aftur í hringinn eftir 6 mánuði upp til ár.

Og síðan Ibeabuchi fékk fréttir um það að hann gæti verið á leiðinni í hringinn aftur þá hefur hann notað seinustu 7 mánuði til þess að æfa mjög stíft í fangelsinu. Síðan hefur borist til tals eftir hans eigin sögn þá segist hann vera í besta andlega formi sem hann hefur nokkurn tíman verið í.

Við skulum vona að hann verði kominn sem fyrst í hringinn því þetta er frábær boxari og hann gæti valdið mjög miklum usla í þungavigtinni.

Kveðja DFSaint