Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loaloa
Loaloa Notandi frá fornöld Kvenmaður
2.360 stig
——————

Bland í poka - uppáhalds þættir (28 álit)

í Spenna / Drama fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Nú á haustdögum er einmitt mál að vinsa úr sjónvarpsþáttafarganinu og finna þá sem maður vill eyða tíma í og henda þeim sem taka upp verðmætt pláss í dagskránni. Ég get a.m.k. ekki fylgst með öllu sem boðið er upp á og er komin með myndarlegan kjarna af þáttum sem mér finnst verðugir að tíma mínum. Smekkur manna er auðvitað misjafn og hérna er minn: Nýir Af sumarflórunni voru Damages og Mad men þeir þættir sem virkuðu best. Army wives urðu frekar þreytandi þegar á leið og sé mig ekki detta...

Brothers and sisters (10 álit)

í Spenna / Drama fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Einn af nýju þáttunum sem hófu göngu sína í Bandaríkjunum síðastliðið haust eru Brothers and sisters á ABC sjónvarpsstöðinni. Ekki hafa verið mikil læti í kringum þættina - enda ekki um “high-concept” þætti að ræða eins og er orðið svo algengt á þessum Lost og Heroes tímum - en áhorfið á þá hefur verið nokkuð samfellt og gott. Ekki skrítið því þetta eru dramaþættir af bestu gerð sem taka sig ekki of hátíðlega. Þarna segir frá einum 5 systkinum og móður þeirra og hvernig þau reyna öll að...

Skins (29 álit)

í Spenna / Drama fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Nýverið hófu göngu sína þættir í bresku sjónvarpi sem bera hið kryptíska nafn “Skins” og fjalla um millistéttarunglinga gera það sem millistéttarunglingar gera gjarnan best; djamma og rugla með líf sitt. Þeir urðu strax gífurlega vinsælir og gagnrýnendur hafa keppst um að reyna að réttlæta það fyrir sjálfum sér af hverju einhver yfir 18 ára aldri ætti að horfa á þættina. Ég nenni ekki að standa í slíkri naflaskoðun og er sátt við að hafa fengið upp í hendurnar skemmtilega drama þættir (með...

How I met your mother (23 álit)

í Gamanþættir fyrir 14 árum
Það virðist þurfa ansi mikið þessa dagana til þess að gamanþættir nái að fanga athygli mína. Í flestum tilfellum læt ég mér duga að grípa niður í hluta af þætti þegar ég er að bíða eftir einhverju öðru í sjónvarpinu. Með einni undantekningu. Ég er kolfallin fyrir How I met your mother Ég var mjög skeptísk á þá þætti til að byrja með: maður segir börnum sínum söguna af því hvernig hann hitti móður þeirra 25 árum áður. Á það að duga sem efniviður í mörg ár? Sérstaklega þar sem það segir sig...

House á Skjá 1 (21 álit)

í Spenna / Drama fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Þetta er grein sem ég skrifaði fyrr á árinu en ákvað að birta á ný (með smá endurbætum) þar sem hefja á sýningar á þáttunum á Skjá einum á morgun. “House, M.D.” eru nýir læknaþættir sem hófu göngu sína á Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Þeir byrjuðu frekar hægt en hafa aukið áhorf sitt jafn og þétt og eru nú meðal vinsælustu þáttaraða vestan hafs. Það sem greinir þessa þætti frá öðrum í sama geira er að þeir sækja sína fyrirmynd ekki til annarra læknisþátta. Hér er...

Grey's Anatomy (6 álit)

í Spenna / Drama fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Grey's Anatomy eru bráðskemmtilegir læknaþættir sem Stöð 2 mun taka til sýninga innan skamms. Þetta eru dramaþættir í léttum dúr með smá skvettu af sápu til kryddingar. Þar segir frá hópi læknanema sem eru að hefja störf sem skurðlæknar við sjúkrahús í Seattle í Bandaríkjunum. Titillinn á þáttunum vísar í hina hæfileikaríku Meredith Grey en móðir hennar var sjálf virtur skurðlæknir. Einnig koma við sögu hin metnaðarfulla Cristina Yang, fyrrum módelið Izzie Stevens, hinn óframfæri George...

House - kynning á nýjum þáttum (2 álit)

í Spenna / Drama fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Engin grein í meira en mánuð? Hvað er eiginlega að gerast? Eitthvað verður að gera í því og það vill einmitt svo skemmtilega til að ég er nýlega búin að uppgötva þátt sem ég er ansi hrifin af. “House, M.D.” eru nýir læknaþættir sem hófu göngu sína á Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Þeir byrjuðu frekar hægt en hafa aukið áhorf sitt jafn og þétt og eru nú meðal vinsælustu þáttaraða vestan hafs. Það sem greinir þessa þætti frá öðrum í sama geira er að þeir sækja sína...

Spenna / drama (19 álit)

í Spenna / Drama fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Nú er þó nokkuð síðan þetta áhugamál tók stakkabreytingum og kannski kominn tími á að meta stöðuna. Fyrir þá sem ekki vita var þetta áður áhugamál sem kennt var við þættina “Buffy the Vampire Slayer” og “Angel”. Báðir þessir þættir hafa lokið göngu sinni í sjónvarpi og því var mál komið að breyta til og áhugamálin breytt í spennu/drama áhugamál. Nú eru í raun næstum allir þættir velkomnir hérna. Allir þeir sem kallast ekki gamanþættir, raunveruleikaþættir, sápur, teiknimyndir eða Star Trek....

Lost - nýir þættir (18 álit)

í Spenna / Drama fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Nú er ný sjónvarpsvertíð byrjuð í Bandaríkjunum og þrátt fyrir holskeflu raunveruleikaþátta og ótímabæran dauðdaga verðugra leikinna þátta er víst ennþá til fólk með frumlegar hugmyndir og hugsjónir. J.J. Abrams - skapari Alias þáttanna - hefur a.m.k. ákveðið að fara ótroðnar slóðir og framleiða (í samstarfi við ABC stöðina sem hefur reynst honum vel) glænýja og rándýra seríu sem gerist hvorki í réttarsal né hjá lögreglunni. “Lost”, sem hefur göngu sína á ABC í Bandaríkjunum 22. september,...

Dead like me (28 álit)

í Spenna / Drama fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Nú þegar við höfum þrjár stórar sjónvarpsstöðvar að bítast um heitustu bitana frá henni Ameríku finnst mér undarlegt að þessir öðlaþættir hafi ekki sést hér á landi. Kannski er það vegna þess að þeir eru framleiddir af Showtime stöðinni en einhverra hluta vegna hafa engir þættir framleiddir af þeirri stöð (t.d. Stargate og Queer as folk) verið teknir til sýningar hér. Hver sem orsökin er ætti enginn að láta þessi frábæru þætti framhjá sér fara skyldi hann rekast á þá einhvers staðar....

Kynning á Angel þáttunum (11 álit)

í Spenna / Drama fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Sú spurning poppar upp við og við hérna á huga hver sé eiginlega þessi Angel og hvers vegna þetta áhugamál sé tengt hans nafni. Eins og flestir vita er Angel: - vampíra - með sál - fyrrum kærasti Buffy - leikinn af David Boreanaz - með sinn eigin þátt sem heitir einmitt Angel Angel var persóna í “Buffy” þáttunum út þriðju seríu en þá yfirgaf hann svæðið og þegar fjórða sería af “Buffy” byrjaði hófst fyrsta serían af “Angel” þáttunum. Þessir þættir hafa aldrei verið sýndir í íslensku...

Endalok Buffy the Vampire Slayer - Spoiler! (26 álit)

í Spenna / Drama fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Jæja þá eru þættirnir á enda og koma aldrei aftur. Fyrir þá sem ekki vita þá lauk Buffy the Vampire Slayer rúmum 6 ára ferli sínum (7 þáttaraðir) í bandarísku sjónvarpi 20. maí síðastliðinn. Það var ekki stúdíóið eða sjónvarpsstöðin sem hætti framleiðslu heldur var um sameiginlega ákvörðun hjá Joss Whedon höfundi þáttanna og Söruh Micheller Gellar að ræða. Hér á eftir kemur smá umfjöllun um 7. þáttaröðin og þá sérstaklega allra síðasta þáttinn og þeir sem ekki hafa séð og vilja ekkert vita...

The Body (41 álit)

í Spenna / Drama fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þátturinn sem sýndur var föstudaginn 2. maí var talsvert frábrugðin því sem venjast má af Buffy þáttum. Hann hét einfaldlega “The Body” var skrifaður og leikstýrt af höfundi þáttanna, Joss Whedon. Í stuttu máli sagði hann frá því hvernig Buffy kom að líki móður sinnar, þegar hún sagði systur sinni tíðindi, hvernig vinir hennar brugðust við fréttunum og þegar þau söfnuðust saman á spítalanum þar sem þau fengu að vita dánarorsök. En þetta er bara það sem gerðist á yfirborðinu. Í raun var ekki...

Um alla tíð og tíma (4 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Á dauða mínum átti ég von en ekki því að ég ætti eftir að a) skrifa ljóð og b) senda það inn. Geri samt hvort tveggja nú í snatri áður en ég skipti um skoðun. Mundu: sviða í sári bleytu í bol hráka í hári vikur í vitum Sjáðu: loforð öskur lygar von Mundu mig ég man þig

Staðfest: Sjöunda sería er sú síðasta (37 álit)

í Spenna / Drama fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Joss Whedon og Sarah Michelle Gellar hafa bæði látið hafa það eftir sér svo ekki verður um villst að sjöunda árið er það síðasta. Hérna eru nýjustu upplýsingar (afsakið copy/paste dæmið - ég hef engan tíma til að þýða þetta): http://www.reuters.com/newsArticle.jhtml;jse ssionid=JPL1REG0DBJ1ECRBAEOCFEY?type=televisionNews&sto ryID=2296208 'Buffy' Creator Mulls Spinoff Thu February 27, 2003 02:37 AM ET By Josef Adalian HOLLYWOOD (Variety) - “Buffy the Vampire Slayer” creator Joss Whedon has...

Buffy the Vampire Slayer persónur: 1-3 sería (17 álit)

í Spenna / Drama fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Það var stungið upp á því að söguþráður þáttanna væri raktur fyrir þá sem eru að byrja að horfa á þættina á Popptíví. Ég gæti auðvitað sest niður og samið yfirlit yfir þessar þrjár þáttaraðir en þá þyrfti ég að nenna því. Í staðinn hef ég tekið saman yfirlit yfir sögu hverrar persónu sem ég hafði samið fyrir <a href="http://oto.is/buffy“>síðuna mína</a> fyrir þó nokkru síðan: <b>Buffy</b> Buffy Summers er blóðsugubani. Hún var aðeins 15 ára þegar hún fékk að vita um örlög sín og var hún...

Buffy á Popptíví (47 álit)

í Spenna / Drama fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Undanfarna daga hefur mikið verið talað um að Popptíví muni sýna Buffyþættina - hugsanlega á þriðjudögum. Einhverjir hafa víst séð auglýsingar o.þ.h. um þetta efni en eftir því sem ég best fæ sé hefur þetta ekki verið mikið auglýst. Ég bið ykkur því að nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þeim upplýsingum svo og skoðunum sem þið hafið. Er það alveg öruggt að þættirnir verða sýndir? Er dagsetningin frágengin? Hvaða þáttaröð verður sýnd? Verður byrjað á byrjuninni eða sýnt þar sem frá...

Þegar hingað er komið... (spoiler fyrir 7. seríu) (14 álit)

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 1 mánuði
Jæja - er ekki kominn tími á nýja grein? Rétt upp hönd þeir sem hafa séð fyrstu 5 þættina af sjöundu seríu af Buffy því hér verður farið í saumana að þeim. Nú þegar 5 þættir eru búnir, hvað hefur gerst? Hvað vitum við um persónurnar og það sem mun gerast seinna á árinu? Við vitum að… * “From beneath you it devours” - Við vitum hins vegar ekki hvað það þýðir. * Eitthvað sem getur tekið á sig mynd (og persónuleika) fólks og vætta er að bögga Spike. Er greinlega að gera stórar áætlanir og tala...

Alias (2 álit)

í Sjónvarpsefni fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Mig langar til að vekja athygli fólks á nýjum sjónvarpsþáttum sem Sjónvarpið tekur til sýningar næstkomandi mánudagskvöld. Þetta eru spennuþættirnir “Alias” sem hófu göngu sína í Bandaríkjunum fyrir ári síðan og slógu rækilega í gegn. Gagnrýni var góð og Golden Glope verðlaun og Emmy tilnefningar fylgdu í kjölfarið. Framleiðandi þáttanna er JJ Abrams og er hvað þekktastur fyrir að bera ábyrgð á “Armageddon,” “Forever Young,” og “Regarding Henry,” svo og fyrir að hafa skapað háskólaþættina...

Reynslusaga áhorfanda (19 álit)

í Gamanþættir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
CHANDLER: Ok, worst case scenario. Say you never feel like a father. Say your son never feels connected to you as one. Say all of his relationships are affected by this. ROSS: Do you have a point? CHANDLER: You know, you'd think I would. ******** Ég hef horft á Friends mjög lengi - frá því að fyrsti þátturinn var sýndur á Stöð 2 árið 1994/5 (man ekki hvort þeir byrjuðu fyrir eða eftir áramót). Ég var tiltölulega nýkomin frá Bandaríkjunum þar sem þessir þá ósýndur þættir voru mjög mikið...

Oz (15 álit)

í Sjónvarpsefni fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Nýlega var byrjað að sýna á Stöð 2 hina mjög svo ágætu þætti “Oz”. Þættirnir gerast í fangelsi í Bandaríkjunum og segja frá því sem á sér stað þar innan veggja. Þættirnir eru gerðir fyrir HBO sjónvarpsstöðina og voru fyrstu dramaþættirnir sem gerðir voru þar (“The Sopranos” og “Six feet under” komu seinna). Höfundur að svo til öllum þáttunum er Tom Fontana sem hafði áður gert m.a. Homicide: Life on the Street. Þættirnir sem verið er að sýna í sjónvarpinu núna voru fyrst sýndir í...

Bestu Buffy þættirnir (20 álit)

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Þessi grein er undir áhrifum frá skoðanakönnuninni sem er í gangi núna. Ég sé að nokkrir þættir hafa verið valdir og fólk svo hvatt til að velja þann besta. Allt gott um það að segja. Nema hvað að ég sé að enginn hefur ennþá valið “Doppelgangland” sem er að mínu mati einn af hinum bestu - og betri en sumir aðrir sem koma fram í þessari skoðanakönnun. Synd. Þannig að við bætum bara úr því hér. Nefnið fimm bestu Buffy þættina - að ykkar mati. Ykkur er velkomið að segja af hverju - eða bara...

Angel spoilerar - 3. sería (1 álit)

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 8 mánuðum
ATH!! Ekki lesa ef þið viljið ekki vita hvað gerist eftir 16. þátt af Angel - þ.e. eftir það sem er búið að sýna í Bandaríkjunum núna. * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * Eftirfarandi var copy/peistað frá Wönduspjallinum. Ég þýddi það ekki viljandi því að það er alltaf eitthvað sem tapast í þýðingu - merkingar breytast o.s.frv. From daglen4ever96: Who is Angel's son? As I've mentioned before, when Connor returns (a few eps after the show does), he's a full-grown teenager:...

Hell's bells (spoiler f. 6. seríu) (12 álit)

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Nú er loksins komið að hinum langþráða brúðkaupsþætti og það verður mikið um að vera. Xander og Anya ætla að gifta sig með stæl - allri fjölskyldunni hefur verið boðið. Fjölskylduhugtakið hefur tekið á sig frekar teygjanlega mynd þar sem hlið Anya samanstendur víst eingöngu af dímonum og álíka óvættum. D'Hoffryn, fyrrum vinnuveitandi Önyu, mætir á svæðið. Það er þó fyrst og fremst fjölskylda Xanders sem er til vandræða. Buffy, Willow, Dawn og Tara er neyddar í brúðarmeyjarkjólana frá helvíti...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok