Spenna / drama Nú er þó nokkuð síðan þetta áhugamál tók stakkabreytingum og kannski kominn tími á að meta stöðuna. Fyrir þá sem ekki vita var þetta áður áhugamál sem kennt var við þættina “Buffy the Vampire Slayer” og “Angel”. Báðir þessir þættir hafa lokið göngu sinni í sjónvarpi og því var mál komið að breyta til og áhugamálin breytt í spennu/drama áhugamál. Nú eru í raun næstum allir þættir velkomnir hérna. Allir þeir sem kallast ekki gamanþættir, raunveruleikaþættir, sápur, teiknimyndir eða Star Trek. Mig langar, sem stjórnanda, að vita hvaða þáttum, sem ættu hugsanlega heima hér, fólk hefur mestan áhuga á. Jafnvel hvetja fólk til að skrifa fleiri greinar og leggja sig fram um það í sameiningu að gera þetta áhugamál virkara og skemmtilegra. Nú er ég ekki að ýja að því að áhugmálið sé dautt - langt frá því. Kannski frekar svolítið stefnulaust og hikandi. Því væri gaman að vita hverjir koma hérna reglulega og hvaða þáttum þeir hafa fyrst og fremst áhuga og á og vilja ræða hér svo og hvernig breytingar fólk vill sjá á áhugmálinu.

Til að gefa tóninn ætla ég að gera smá lista með uppáhaldsþáttunum mínum:

Buffy og Angel (ennþá gjaldgengir þótt þeir séu ekki til sýningar lengur)
Lost
Oz
Homicide: Life on the street
Alias
The Wire
Six feet under
Carnivale
The Shield
Veronica Mars
——————