Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Jonzi
Jonzi Notandi frá fornöld 1.184 stig

Re: Hvað er að Ítalska Boltanum?

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Já, það hefur verið einhver furðulegur sofandaháttur á ítölskum liðum í CL - hver hefði trúað því að Leedsararnir færu í undanúrslit (eins og allt útlit er fyrir eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum gegn Deportivo…). Ítölsk lið hafa bara gert ráð fyrir því að vera áfram í áskrift að góðu gengi í Meistaradeildinni en ensku liðin hafa á móti barist og uppskorið eftir því, á kostnað Ítalanna…

Re: Spaenska Deildin?

í Knattspyrna fyrir 23 árum
110% sammála þessu. Það er ekkert vit í öðru en að það verði sett upp áhugamál um Primera Liga. Spænska deildin er ein sú alskemmtilegasta - meira skorað en í enska Premiershippinu! - og með almennilegri markaðssetningu og fleiri útsendingum gæti þetta orðið vinsælasta deildin meðal áhorfenda á Íslandi í fyllingu tímans. Ég fullyrði það!!! Vefstjóri - við skorum á þig!

Re: Fölsuð vegabréf!!!

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Ég trúi því ekki að það eigi að fara að taka eitthvað harkalega á liðunum frá Mílanó nú þegar kærur á hendur öðrum liðum hafa verið látnar niður falla. Það væri nú grátlegt að fara að tapa stigum vegna Dida, pilturinn hefur vart getað blautan skít í allan vetur - ekki gert neitt nema hraunað ÍTREKAÐ í brækurnar í Meistaradeildinni. Hann er sem betur fer á leiðinni burt. Arrivederchi Dida!

Re: Milan stefna MJÖG hátt

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Satt segirðu, það yrði loftþétt vörn. Reyndar sendi ég þessa frétt inn í greinar en hún rataði einhverra hluta vegna inn á kork…..

Re: Carlo Ancelotti.

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Puffff, hvað hjalið í Ancelotti er eitthvað sorrý. Juve eiga svo gott sem enga möguleika að ná Roma og hann veit það manna best. Hann veit líka að hann verður rekinn um leið og tölfræðilegar líkur Juve á sigri í deildinni eru úti, þ.e. þegar bilið er meira en stigin í pottinum. Ciao Carlo…….

Re: Milan stefna MJÖG hátt

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Tjaaa, fyrst Milan fengu ekki Riquelme þá verður Rivaldo að duga. Riquelme á reyndar eftir að sanna sig í Evrópuboltanum, en það sem ég hef séð af honum með Boca Juniors er roooosalegt. Þetta verður svakalegt boost fyrir Barca ef hann heldur sér í stuðinu.

Re: Fiorentina!

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Það væri þvílíkur klassi að fá Rui Costa til Milan, en nú hafa forráðamenn Fiorentina gefið út “hands-off”-viðvörun með þeim orðum að hann sé einfaldlega ekki til sölu…kannski af því að samningur við Milan er frágenginn og þeir nenna ekki meira böggi.

Re: Cassano með stjörnustæla

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Ef þetta verður viðvarandi attitúd hjá Cassano þá brennur hann upp án þess að ná tindinum. Hann þyrfti að fá sér þrönga húfu áður en höfuðið tútnar um of…..

Re: Ronaldo á skotskónum.

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Já, Serían er ekki sú sama án hans…vonandi kemst hann í gírinn fljótlega.

Re: Vangaveltur í ítalska boltanum

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Kily er magnaður, satt er það…en gangi mönnum vel að skikka Edgar Davids til að bakka meira!

Re: Nakata með hótanir

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Inter kaupa hann eflaust, bara svona til að kaupa, en ég hef enga trú á því að hann fari til Milan - enda hef ég aldrei heyrt því fleygt.

Re: Batistuta hræðist ekki Juventus

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Neibbs, Juve-aðdáendur, Roma taka þessa dollu í ár, er ég hræddur um. Þeir eru bara með of gott lið til að nokkuð annað geti náð þeim í seríunni.

Re: Shevchenko til Arsenal?

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
“ArseAnal” eiga svona snillinga ekki skilið! Ef Sheva fer eitthvert þá vonandi til Real Madrid. Helst af öllu ætti hann auðvitað að vera rossonero út ferilinn, en hann verður að fá að ráða því sjálfur…

Re: Tekst það núna hjá Berger?

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Endurkoma Bergers er púllurum nær og fjær gríðarlegt ánægjuefni - það er heldur ekki seinna vænna að fá meistarann inn í liðið aftur, svona rétt fyrir lokatörnina í deildarslagnum. Svo byrjar strákurinn svona líka glæsilega aftur - setur mark og allt. Snilldin ein!

Re: Allt að smella saman

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sæti 1 & 2 gefa Meistaradeildarsæti sjálfkrafa, en 3 & 4 þurfa að spila um sæti. Hver man ekki eftir því þegar Inter Milan (4. sæti árið 2000) spilaði við Helsingborg og tapaði og komst ekki í Champions League fyrir bragðið?! Hah! Sorrý, Inter-aðdáendur, þetta er leiðinlegt af mér…

Re: Landsliðshópur Ítala.

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég skil nú bara ekkert hvað Delvecchio er að gera þarna - það eru fleiri góðir strikerar í Seríunni. Totti og Montella eru hins vegar á réttum stað í landsliðinu.

Re: Marcello Lippi næsti þjálfari Milan

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það gæti gengið…..Terim er samt ansi líklegur til að geta náð í nokkra góða með sér, td Rui Costa. Spurning hvort það ráði úrslitum…..

Re: Cuper fer frá Valencia

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Klárlega einn besti þjálfarinn í bransanum í dag -ég hefði gjarnan viljað fá hann til Milan en þar sem Terim er víst væntanlegur kvarta ég ekki.

Re: Alberto Zaccheroni sparkað

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég er sammála þér um margt, pallijonsson, en gefum Serginho séns - sástu hann í jómfrúrleik Cesare maldini á móti Bari?! Maður leiksins!!! Og svo er Gattuso líka ekki alls varnað, kominn í landsliðið og svona. Hann minnir mig stundum á Alberigo Evani, vinnuhestinn sem gerði garðinn frægan með gullaldarliði Milan á árunum ‘87 - ’92.

Re: Vieri ekki ánægður á Ítalíu?!

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jesus Gil er lygalaupur og lögbrjótur - ég trúi ekki orði sem kemur uppúr þessum glæpamanni! Annars er mér sléttsama hvað verður um Vieri…en skil ekki hvað Juveaðdáandinn “zambrotta” hefur á móti honum……

Re: Totti óttast ekki um stöðu sína

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Finnst þér, kæri mortur8, Totti betri en Shevchenko?! Betri en Batistuta?! Vonandi gleymdir þú þessum bara við upptalninguna, annars þarftu að fara að horfa á meiri fótbolta…

Re: Tyrkland 2 - 0 Ítalía !!

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Tjaaa, mér þóttu nú úrslitin ekki koma neitt svakalega á óvart, miðað við gengi Rossoneri undanfarið. Gala er líka þokkalega sterkt lið, eins og kom á daginn. Þeir réðu gersmalega ferðinni í 90 mín.+ Samt….forza Milan.

Re: Ekki fleiri mistök á Tardini

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það er tímanna tákn að menn tala um jafntefli við Milan sem mistök - hér áður fyrr hefði hvaða lið sem er í Seríunni (og annars staðar) verið himinlifandi að sleppa svo vel. En því miður þetta veruleikinn í dag, stemmningin er einfaldlega hrikaleg hjá hinum rauðsvörtu og í raun mesta furða að þeir séu ekki neðar á töflunni en í 6. sæti. En nýr þjálfari og nýir leikmenn (og gamlir burt!) þýða vonandi betri tíð fyrir þetta veldi. Forza Milan.

Re: Rólegur!

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Nuño Gomes heitasti framherji Evrópu?! Mér sýnist þú vera Fiorentina-aðdáandi…og hressilega veruleikafirrtur í þokkabót! Nei, án gamans, þá er nú ofsagt að hann sé svona funheitur. Það má auðveldlega telja upp 15-20 heita strikera í Evrópu áður en röðin kemur að honum. Vonandi finnur hann hamingjuna - hana er ekki að finna í Flórens, svo mikið er andsk****s víst…

Re: Fer Emerson í herinn

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
(Það verður einhver að kenna “Zambrotta” að segja Forza en ekki Fonza þegar hann hvetur liðið sitt! Þetta fer alveg að verða vandræðalegt)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok