Nánast öruggt er talið að Patrik Berger snúi nú loks til leiks á morgun þegar varalið Liverpool mætir varaliði Manchester City. Tékkinn snjalli hefur ekkert leikið eftir aðgerð sem gerð var á hné hans fyrir um 5 mánuðum, og að hans sögn hlakkar hann mikið til að mæta til leiks á ný.

“Þetta eru búnir að vera langir fimm mánuðir en ég er næstum því klár í slaginn með aðalliðinu. Landsleikjahléið kemur sér vel fyrir mig vegna þess að þá næ ég að spila nokkra varaliðsleiki til að koma mér í leikæfingu, áður en slagurinn í deildinni byrjar á ný”.

“Ég get varla beðið eftir morgundeginum. Það var frábær tilfinning þegar ég gat hafið æfingar á ný, en að spila leiki er samt enn betra. Það hafa ekki komið upp nein vandamál með hnéð á mér eftir aðgerðina, þannig að ég er mjög bjartsýnn á að allt sé í góðum málum. Það tekur auðvitað svolítinn tíma að koma sér í þannig form að maður endist í 90 mínútur með aðalliðinu, en á meðan ég tek framförum á svipaðan hátt og ég hef verið að gera síðustu mánuði, þá er ég mjög ánægður”.