Juan Sebastian Veron vill hann komast í burtu frá Ítalíu. Hann hefur verið í réttarhöldum í vetur vegna falsaðs vegabréfs og lítur það mál frekar illa út fyrir hann. Ef hann tapar því er ekkert víst að hann fái að spila áfram í Evrópu. Hann er þó búinn að fá nóg af ágangi ítalskra fjölmiðla vegna málsins og vill komast til Spánar.



Danski landsliðsmaðurinn Thomas Helveg gæti verið á förum frá Milan næsta sumar. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og er talið að ekki sé mikill áhugi meðal forráðamanna Milan að halda honum. Helveg segist hafa fengið tilboð frá stóru liði á Spáni og því gæti hann endað þar ef Milan vill ekki halda honum.

Brasilíski landsliðsmaðurinn Leonardo hefur einnig lýst því yfir að hann muni yfirgefa herbúðir AC Milan næsta sumar. Hann muni snúa heim á leið.



Forráðamenn Juventus eru í Argentínu þessa dagana í viðræðum við argentínska landsliðsmanninn Kily Gonzales sem spilar með Valencia.
Kily segist vera spenntur fyrir því að fara til Ítalíu.