Lið Juventus tapaði mikilvægum stigum á móti Brescia um helgina og
er forskot Roma orðið 9 stig. Þetta jafntefli á eftir að koma hart
niður á Juventus í lok leiktíðarinnar. En hann Carlo Ancelotti er
en bjartsýn á að Juve takist að ná Roma eins og Lazio náði Juve á
seinustu leiktíð. “Við höfum gert okkur erfitt fyrir en við megum
ekki hætta nú og halda áfram” sagði Carlo.
Ef Juve nær ekki titlinum gætti framtíð Carlo hjá Juve verið í hættu
enda árangurinn í meistaradeildinni fyrir neðan allar hellur og eru
Agnelliarnir orðnir langþreyttir á Carlo Ancelotti og vísast ef
hann fer ekki að minnka forskot Roma að hann verði rekinn og þá er
búið að reka þjálfara hjá öllum stóru liðunum á Ítalíu nema Roma.