Ítalir hafa tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Rúmenum og Litháen í næstu viku. Hópurinn er eftir farandi:
Markverðir: Gianluigi Buffon (Parma) and Francesco Toldo (Fiorentina).

Varnarmenn: Valerio Bertotto (Udinese), Fabio Cannavaro (Parma), Francesco Coco and Paolo Maldini (báðir Milan), Alessandro Nesta and Giuseppe Pancaro (báðir Lazio) and Alessandro Pierini (Fiorentina).

Miðjumenn: Demetrio Albertini and Gennaro Gattuso (báðir Milan), Luigi Di Biagio (Inter), Angelo Di Livio (Fiorentina), Stefano Fiore (Udinese), Gianluca Pessotto, Alessio Tacchinardi and Gianluca Zambrotta (allir Juventus) and Damiano Tommasi (Roma).

Sóknarmenn: Marco Delvecchio, Vicenzo Montella and Francesco Totti (allir Roma), Alessandro Del Piero and Filippo Inzaghi (báðir Juventus).

Það vekur athygli mína að 5 sóknarmennirnir koma allir frá tveimur liðum og hlýtur það að vera veikleika merki þótt þetta séu allt mjög góðir knattspyrnumenn. Þetta segir mér að margir að bestu leikmönnum ítölsku deildarinnar eru útlendingar og á það eflaust eftir að veikja landslið Ítala eins og það hefur veikt ítölsku deildina undanfarin ár.