Allt að smella saman Eftir frekar dapur gengi í upphafi leiktíðar virðist allt vera að smella saman hjá Parma. Í upphafi leiktíðar gekk markaskorun illa og léleg úrslit voru að nást, jafnvel gegn mjög slökum liðum. Síðan var skipt um manager og nú er Parma komið á fljúgandi ferð. Mörkin streyma inn(Di Vaio í gríðarlega góðu formi) og í síðustu 6 leikjum hafa 5 unnist og eitt jafntefli hefur litið dagsins ljós.

Í dag vannst 1-3 útisigur gegn Udinese, því miður missti ég af leiknum en eftir því sem ég kemst næst höfðu Parma leikinn í hendi sér nánast allan tímann, Di Vaio setti eitt mark en fór síðan útaf í hálfleik fyrir Amoroso sem setti síðan hin tvö mörkin, þar af annað úr vítaspyrnu.

Parma sitja nú sem fyrr í 4. sæti seríu A með 39 stig en Inter eru komnir í 5. sætið með 34 stig.

Ps. Eru það ekki fjögur efstu sætin í seríu A sem gefa Meistaradeildarsæti?
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _