Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hadrianus
Hadrianus Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
1.280 stig
Áhugamál: Myndlist, Kvikmyndagerð

Ég er Guð... (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Ég er guð hinna biðjandi manna fyrir öðrum ég er ekki neitt ég er guð hinna trúandi flokka fyrir öðrum skáldsagan ein Ég er form sem hugur myndar ég er dýr eða margir í einu ég þúsund andlit fólksins ég er tómið sem er ekki til ég er það sem hjartað skynjar ég er það sem hugurinn sér ég er og var en mun aldrei verða meir en hugsun ein hjá þér Allt og ekkert Alpha og Omega Upphafið og endir lífið og dauðinn þetta er ég og svo margt, margt fleira um leið og ég er ekki til

Skuggi Fortíðar (6 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum
Ljúf tónlist rennur gegnum loftið frá útvarpinu og slær á strengi í hjarta mér. Þetta lag, þetta minnistæða lag fær hjarta mitt til að slá aukaslag. Þeir sem visku bera myndu segja að innra með mér sé ástin að brjótast um, ég segi að hún neiti að deyja. Meðan ég sit og hlusta á lagið sem heltekur huga minn, sálu mína, þá leitar hjartað til minninga um unga stúlku og við hvert líðandi andartak verður hjartslátturinn þyngri og ég býð þess að hjartað springi. Það var vorið 2001. Sólin fór...

upp til stjarnanna (9 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum
Grein þessi ef grein má kalla er í raun kvatningar orð til ykkar sem eru að vinna að kvikmyndum. Í raun er þetta mín eigin leit að sátt við þá framtíð sem ég hef áhuga á að leggja fyrir mig. We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars. -Oscar Wilde- Hvort sem þið eruð byrjendur, eða lærðir einstaklingar. Hvort sem þið eruð áhugamenn með reynslu eða atvinnu menn þá er markmiðið ávallt hið sama. Að gera efni til afþreyingar og skemmtunar. En áður en ég byrja á þessu öllu...

Geimveran (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég er lítil kynferðislega bæld geimvera sem ferðast frá einni plánetu til þeirra næstu í leit að vitsmuna lífi til að misnota.<br><br>Fixiste He who <b>Creates</

Mínar fáu myndir (10 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég hef tekið eftir að ekki eru oft sendar inn greinar og hef ég ætlað að senda inn grein í langan tíma en ávallt vantað eitthvað áhugavert til að segja frá svo ég ætla að falla í hóp þeirra sem senda um myndirnar sem þeir hafa gert. Fyrsta reynsla mín af stuttmyndagerð (Kvikmyndagerð) var þegar ég var í kringum 10 ára gamall, við félagarnir gerðum nokkara mjög svo slæmar myndir með gamalli upptökuvél. Eftir það missti ég áhugann á stuttmyndagerð og fram til 17 ára aldurs var ég hugfangin af...

Leikararnir (8 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Einn mikilvægasti hluturinn í gerð kvikmynda & stuttmynda er að leikararnir standi sig. Lélegur leikari getur leikið vel undir góðri leikstjórn líkt og góður leikari getur leikið illa undir lélegri leikstjórn. Það eru til tvær aðferðir þegar kemur að leikurum. 1. Henda leikara fyrir framan myndavélina og vona að hann standi sig. 2. Æfingar. Sú aðferð sem ég kýs og nokkrar hugmyndir um hvað sé gott að gera. Leikarinn verður ávallt að vera meðvitaður um persónu sína. 1. Hver er forsaga...

Leita að eldgömlum leikjum (2 álit)

í Tölvuleikir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
í Nokkra daga hef ég leitað á netinu að einum besta leik sem ég hef nokkurn tíman spilað, gallinn er. Ég man ekki hvað hann heitir. Þetta var svart/hvítur leikur á fjórtán tommu makka. Maður var hermaður í vélbyssuhreiðri vopnaður vélbyssu og handsprengjum. Yfir þig flugu svo flugvélar og hentu út fallhlífar mönnum. Þitt markmið var að skjóta niður flugvélarnar, og fallhlífarmennina. Svo þegar þeir voru lentir (ef þeir festurst ekki í kakstustinum sem var í miðju borðinu.) þá gengu þeir upp...

Ríkið Kafli 4 af 4 (1 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
4. Kafli – Mótlæti Einn í einu gengu ráðsmennirnir inn í algjörri þögn og fengu sér sæti við borðið. Allir vissu hvað hafði gengið á stuttu áður. Að lokum þegar allir voru komnir til sætis stóð Ingi upp og ávarpaði hópinn: “Foringi, fyrir hönd hópsins vottum við samú…” “Þögn.” Glumdi í foringjanum. “Hvernig getur þú mælt fyrir hönd manna sem efast um ágæti mitt? Ég taldi að einn ykkar væri svikari en svo reyndist ekki vera. Samt veit ég að áætlun er tilbúinn í kolli einhvers ykkar, áætlun um...

Ríkið kafli 3 af 4 (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
3. Kafli – Breytingar Þriðja ár Ríkisins leið. En þetta ár var ólíkt þeim er á undan höfðu komið, miklar breytingar höfðu átt sér stað. Orð um andspyrnu heyrðust meðal fólksins og gaf því von um betri tíma. En þekking ráðsins af þessari andspyrnu var einungis háð sögusögnum af götunni. Alex fetaði hægt að mörkum brjálæðis. Jóhann og Hannes sátu í myrkrinu og fylgdust með hverri hreyfingu Alexar, biðu eftir feilspori svo efasemdir myndu segja til sín hjá hinum ráðsmönnunum. Alex ásamt ráðinu...

Ríkið Kafli 2 af 4 (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
2. Kafli – Ris ríkisins Föstudagurinn reis eftir mikla undirbúningsvinnu. Ríkinu, eins og Alex kallaði það, var skipt niður í 5 svæði þar sem fólk var boðað þennan afdrifaríka dag. Þeir er sátu í ráðinu skiptu sér milli svæða til að tilkynna hin nýju lög. Alex sat í fundarherberginu og beið frétta er Karen gekk inn í herbergið til hans og sagði blíðri röddu: “Alex, þú hefur varla yrt á mig í fjöldi daga og…” “Það hefur verið mikið að gera.” Kvæsti Alex “Það er enginn leikur að stofna nýtt...

Ríkið kafli 1 af 4 (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þessi saga var upprunalega leikrit, fyrsta leikritið sem ég skrifaði í fullri lengd. En svo nennti ég aldrei að gera meira með það svo það endaði löngu seinna sem smásaga í fjórum pörtum sem biritist hér. “Hver þjóð elur af sér einstakling sem stendur upp úr, stjórnmálamann, leiðtoga, stríðshetju sem hristir upp í þjóðfélaginu, breytir því sem var. Leiðir fólk inn í frægð, mikilfengleika, eða kvalir og dauða. Einstaklingur sem ber höfuð sitt yfir aðra og lifir áfram löngu eftir dauða sinn á...

Hví voru myndirnar ekki líkari bókunum? (14 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hér í þessari grein ætla ég að stypja Peter Jackson þó ég hafi viljað hafa þær líkari bókunum þar sem ég er harður aðdáandi. ATH nöfn persóna eru skrifuð á ensku því ég hef ekki minnstu hugmynd hvernig flest nöfnin eru á íslensku. Að mínu mati voru myndirnar tvær eins vel gerðar eftir bókinni og möguleiki var á. Helstu atriði sem virðast hafa farið í taugar á einstaklingum eru t.d vöntunin á Tom Bombadil í FOTR. Þeir sem eitthvað hafa komið nálægt gerð kvikmynda ættu að skilja afhverju...

Nokkrir punktar (11 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hér á eftir koma nokkrir punktar í kvikmyndagerð sem hafa almennt gagnast mér við gerð stuttmynda. Handrit: *Forðast það að gera myndir um dóp og morðingja, virkar mjög sjaldan. *Endurskrifa handritið oft og fáið aðra til að hjálpa, gerir talsmátann raunverulegri. *Forðist að gera byssumyndir, byssur líta bara asnalega út í íslenskum myndum. Framleiðslustigið: *Skráið niður alla leikmuni sem notaðir verða í myndinni. *Best er að gera storyboard, sparar svita við breytingu ljósa og...

Blóð og sár (19 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þó ég sé almennt á móti því að gera ofbeldisfullar bíómyndir og að nota byssur í íslenskum bíó myndum þá þurfti ég að farða stórt sár eftir andlitinu á mér fyrir einsa stuttmynd. BLÓÐ: Þrjár aðferðir eru til að redda blóði 1. Kaupa Grimas gerviblóð frá Bandalagi Íslenskra leikara (Dýrt en gott) 2. Blanda saman Sírópi, smá vatni, rauðum matarlit og Maís sterkju (ótrúlega raunverulegt en viðbjóður á bragðið) 3. Blanda saman sírópi, smá vatni, rauðum matarlit og mjólk í stað serkjunar (Ekki...

Hvernig skal yrkja ljóð (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hvernig á að yrkja ljóð hvernig skal semja lífsins óð fyrst er skál látin á borð og setur útí nokkur orð smá glens og smá gaman og hrærir þessu öllu saman tilfinningum bætir við þær leggja þessu lið skellir svo í pott og sýður hugsar um orðin á meðan þú býður kryddar svo með því sem við hendi er myndgervingar, rím, í pottinn fer og öllu svo hellir pappírinn á glænýtt ljóð, þú ert búinn að fá

að og frá, Birtubrá (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Eitt sinn lítill heimur var Sem af öllum öðrum bar Fjólublá tún og himinn bleikur Trén blá, engin mengun, enginn reykur reykur reykur ég vildi fara, en ég var smeykur ég vildi fara, en það var enginn leikur Enn eina nótt er stjörnur glömpuðu himninum á Og halastjarna, sér yfir mig brá Mér í halann tókst að ná Og heimili mínu barst ég frá Loksins rættist mín hjartans þrá Er ég lenti plánetunni á Sem mennirnir kalla Birtubrá Hús ég byggði úr fjólubláum stráum mjög mjög mörgum, en ekki fáum...

Hermaður drottningar (2 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég er hermaður. Fæddur í hlutverk mitt, tek engar sjálfstæðar ákvarðarnir, á ekkert líf utan vinnu minnar. Vinnan er líf mitt. Ég stend vörð, rétt fyrir utan virkis veggina. Stend í steikjandi sólinni allann daginn, alla daga. ég hreyfi mig ekki. Þetta er mitt hlutverk í lífinu. Vernda drottninguna með eigin lífi ef ég þar. Almennt þá leiði ég ekki hugann að heiminum í kringum mig, ég leiði ekki hugann að hlutverki mínu. ég hugsa yfir höfðu ekki neitt. Geri bara það sem ég var fæddur til að...

María og fljúgandi skipið -Tragedía - lokakafli (1 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
4. Kafli – Skipið flýgur Dagar liður og skipið varð tilbúið, kælirinn bar galla, stóran galla og Árilíus vissi það. Með lipri tungu sannfærði hann Mikael, um hve mikilfenglegt, frábært það væri ef María myndi fljúga fyrst, tákn Mikaels um eilífa ást til hennar. Mikael féll í gildruna. Þeir stóðu þrír, Markús, Mikael og Árilíus og horfðu á skipið rísa hægt og rólega frá jörðunni inn í morgunsólina. “Ábyrgðin er þín.” Sagði Markús og áhyggjutón var á rödd hans. Hve mikilfengleg þessi sjón var,...

María og fljúgandi skipið - Tragedía - kafli 3 (8 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
3. Kafli – Afmæli Árilíusar Og loks reis sá dagur sem menn höfðu beðið eftir, afmæli Markúsar. Saman sátu þau, uppábúin við matarborðið. “Hvernig gengur svo með þetta… Fljúgandi skip?” spurði Markús “Vel, mjög vel…” var svar Mikaels en svo greyp Árilíus framí: “Smá vandamál, bara pínulítið, þyngdin á skrokknum, vandamál með nákvæmlega hve mikinn þrýsting sprengivélin á að þrýsta svo skipið fljúgi, án þess þó að þjóta til stjarnanna.” “Virðist flókið.” Sagði María hlýlega. “Þvert á móti.”...

Manía (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hjartað dansar og syngur, Ég leik við hvern minn fingur Í dag er allt svo gott Í dag er allt svo einfalt og flott Þó það blási og rigni Þó það snjói og allt frýs Þá veit ég að það lygni Og sólin aftur rís — Myrkrið grúfir yfir mér Heldur mér föstum í örmum sér Og niður kinnar renna tár Því í hjarta, ég ber sár Enginn er söngur, né dans Því þungt er hjarta manns Hvað skal gera, hvert skal fara Hvar skal ég leita mér svara — Ég hata það, hata það allt Ég hata það þúsundfalt Þá köldu daga sem...

ég skrifa ljóð (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég sat og hugsaði svo stíft hausnum varð bara ekki hlíft Bók, sögu eða ljóð ævintýrið í mér stóð Svo gerðist eitthvað, ég veit ei hvað ég byrjaði að skrifa það ljóð, sem rímar, ljóð sem er ljóðið núna birtist hér í langan tíma ei ljóð hef ritað afhverju? ég hef ei vitað en allt í lagi virðist vera miða við það sem ég er að gera En svo reis vandamál á ný djúpu vatni sit ég í Hvernig er best að enda á ég að ýta strax á senda? Nei eitthvað flott ég verð að gera eitthvað flott það verður að vera...

María og fljúgandi skipið – Tragedía - kafli 1 (1 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þetta var upphaflega stutt leikrit sem ég samdi ásamt tveim vinum mínum fyrir tveimur árum. Ég ákvað að setja söguna í stuttmynda form og vona að takist hafi vel. Þetta er Tragedía í fjórum köflum. 1. Kafli - María og Mikael Tímalaus saga í landi sem á sér engann stað. Nútíma tækni þekkist ekki, menn eru aðalsmenn, því betri skylmingarmaður því meiri virðingu er þér vottað. Við horfum frá borginni Metod, sem er í raun keim lík gamalli spánskri borg. En augun eygja til suðurs, eftir grófum...

Hermaður Drottningar (2 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég stóð stöðu mína eins og sönnum hermanni ber að gera, ég bar höfuðið hátt og horfði yfir ríki drottningunnar minnar.´ Þetta var eina lífið sem ég átti, þetta var eina lífið sem ég myndi nokkurn tíman eiga og ég kvarta ekki. Ég stóða bara mína vakt á enda. Gerði það sem ætlast var af mínu hlutverki. Einn daginn, einn vernjulegan dag þegar léttur vindur hristi laufin í trjánum allt í kring og áhyggjuur voru fjarri. Er ég stóð vörð og skimaði eftir óvinum eða ógnum að hár hvellur bermálaði...

Hugsun lifandi lífs (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Við sátum undir lokin á partýi og ræddum um allt milli himins og jarðar. Ég vinn á leikskóla, er á deild með börnum 2 ½ og yngri. Umræðan var um hreinleika, sakleysi því í augum þessa barna sé ég hreinleika heimsins, allt það sem er gott, alla ástæðu þess að heimurinn eigi skilið að halda áfram, jafnvel þó haugu þessi eigi eftir að verða spillt, ill, góð eða eitthvað. Því þá stund er ég horfi í augu þessara barna þá líður mér vel, þá hverfa burtu allar áhyggjur og ég svíf um á vængjum...

Aðeins brengluð hugsun (2 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Á litlu kaffihúsi grafinn inn í horn situr hann vafinn skugga. Augun dimm, tóm. Hárið brúnleitt og fitugt. Andlitið skítugt, og á vanga hans vex nokkura daga gamalt skegg. Klæddur í bláann vinnugalla. Situr bara þarna og sötrar kaffi og horfir á iðandi lífið sem gengur fram hjá glugganum á kaffihúsinu. En falið bak við þetta andlit er brengluð hugsun sem vefur saman verknað sem enginn maður óskar eftir. Þegar kaffið klárast úr bollanum og bollinn skellur á undirskálina stendur þessi maður...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok