4. Kafli – Mótlæti

Einn í einu gengu ráðsmennirnir inn í algjörri þögn og fengu sér sæti við borðið. Allir vissu hvað hafði gengið á stuttu áður.
Að lokum þegar allir voru komnir til sætis stóð Ingi upp og ávarpaði hópinn: “Foringi, fyrir hönd hópsins vottum við samú…”
“Þögn.” Glumdi í foringjanum. “Hvernig getur þú mælt fyrir hönd manna sem efast um ágæti mitt? Ég taldi að einn ykkar væri svikari en svo reyndist ekki vera. Samt veit ég að áætlun er tilbúinn í kolli einhvers ykkar, áætlun um að steypa mér frá stóli.”
Og áfram hélt foringinn: “En mér er sama, ég er við stjórnvölina, ég er foringinn, ég er hjarta ríkisins, ég er þetta og svo miklu meira.
Finnið alla andspyrnumenn, alla stuðningsaðila, því eftir viku munu hinu seku verða teknir af lífi, opinberlega. Vald mitt og máttur skal sjást.
Án þess að nokkur gat sagt eitthvað hvarf Alex, foringinn út úr herberginu.
“Hann er orðinn brjálaður” sagði Hannes “Atvikið með Karen hefur ýtt honum yfir línuna.”
“Ekki brjálaður, bara reiður, mjög reiður.” Sagði Eyþór og reyndi að verja foringja sinn.
“Brjálaður, reiður, hverjum er ekki sama” sagði Jóhann og lagði hnefann í borðið. “hann hefur gengið of langt.
“Að mér sækir efi.” Hvað Pétur, hann vissi ekki hvað átti að gera.
“Við skulum bíða.” Sagði Ingi skyndilega. “Eitt feilspor til viðbótar og honum verður vikið úr sæti sínu.”
“Hafa feil sporin ekki verið nógu mörg?” spurði Hannes.
“Eitt tækifæri til viðbótar, ég styð það.” Sagði Pétur og Eyþór tók undir.

Það var ákveðið, Alex fengi eitt tækifæri til viðbótar. Samdægur gekk Ingi til Foringjans þar sem hann sat í hverbergi sínu og velti hálsmeninu á mili handanna.
“Þú verður að taka þér tak.” Sagði Ingi reiðilegur.
“Annars hvað?” Spurði Alex rólegur.
-“Menn bíða eftir einu feilspori og þá munu þeir snúast geng þér.”
-“Þú talar þá til.”
-“Ég get það ekki endalaust. Sýndu andspyrnumönnunum miskunn og þá mun ráðið taka þig í sátt á ný.”
“Miskunn?” öskraði Alex “Ef ég sýni miskunn mun fólk álíta mig linann, aumingja og gera uppreisn. Nei harka og ótti heldur þeim í skefjum og færir mér þá viðringu og það vald sem ég, foringinn, á skilið.”
Eftir þessi orð Foringjans snéri Ingi sér við og hvarf ú um dyrnar.
Næstu vikuna sótti illan draum að Alex. Karen heimsótti hann og kenndi honum um dauða sinn. Blóð rigndi frá himnum og með hverjum dropa er skall á jörðina ómaði nafn Karenar.
Og um miðja nóttina hrökk Alex upp í svitakóf og svaf ekki meira það sem af var nætur.
En að lokum leið vikan og aftökudagurinn stóri rann upp.
Himininn var létt skýjaður og sólin brosti sínu breiðasta. En þetta var dagur sorgar.
Hundrað og tólf menn, konur, mæður, feður biðu dauða síns.
Margt átti eftir að gerast þennan dag, þessi dagur átti eftir að skrásetjast á blaðsíður mannkynssögunnar.
Ingi sat einn í fundar herberginu og var þungt hugsi er Hannes kom hlaupandi, skelfingulostinn, og fast á hæla hans fylgdi Eyþór.
“Hvar er foringinn?” spurði Hannes móður.
“Ekki sérð hann í dag.” Svaraði Ingi, “nú hvað er að.”
-“Floti vígbúinna skipa nálgast hratt úr suðri.”
Ingi stóð hratt upp og leit til Eyþórs: “Eyþór, finndu foringjann. Hannes, safnaðu öllum hermönnum og láttu vígbúast og setja upp virki í klettunum við ströndina í suðri. Á meðan kalla ég saman ráðið.”
60 mínútur liðu, herlið var gert tilbúið og sent niður á strönd.
Jóhann, Ingi og Pétur sátu í fundarherberginu er Foringinn gekk inn og fast á hæla hans kom Eyþór.
“Hver er staðan.” Spurði Alex er hann nálgaðist borðið.
“Þetta eru Bretar.” Sagði Ingi “Þeir ættu að vera að stíga í land um þetta leitið, við bíðum nýrra frétta.”
Alex horfði yfir hópinn og sagði svo ákveðinn “Jóhann finndu kort af borginni og svæðinu í kring.”
Jóhann þaut af stað og mætti Hannesi í dyrunum sem var móður eftir mikil hlaup.
“Bretar eru komnir í land,” sagði hann “Þeir eru með margfalt stærri herafla en við.”
“Ertu mjög móður?” spurði Alex
“Ég er að jafna mig.” Sagði Hannes
“Gott, hlauptu aftur niður á stönd, ég vill nákvæma tölu okkar manna og þeirra.”
Hannes dæsti og hvarf út um dyrnar.
“Eyþór, Pétur.” Sagði Foringinn “þið látið þau orð berast að sérhver maður og kona sem vopni geti valdið skuli vígbúast og vera tilbúin að vernda ríki sitt.”
Þeir hurfu snöggt út um dyrnar og Ingi gekk að Alex þar sem þeir voru aðeins tveir eftir.
“Ingi” hélt Alex svo áfram “bjóddu andspyrnumönnunum sakaruppgjöf ef þeir eru viljugir til að berjast fyrir land sitt.”
“Hvað ertu að gera.” Öskraði Ingi.
-“Verja ríkið.”
-“Með því að senda alla út í opinn dauðann?”
-“Frekar sendi ég þegna mína út í opinn dauðann en að horfa á eftir ríkinu sem við byggðum falla í hendur Breta.”
Í því kom Jóhann inn með kort í fanginu, hann stoppaði í dyragættinni og fylgdist með bræðrunum.
“Reynum að bjarga fólkinu.” Sagði Ingi “segjum frið við Breta, þannig getum við bjargað ríkinu og fólkinu.”
“Finnst þér líklegt að Breta leyfi okkur að vera, þeir koma vígbúnir með það í huga að fella okkur. Aldrei, það mun aldrei gerast. Hlustaðu nú á mig Ingi. Þú verður að standa með mér, því saman getum við stjórnað ríkinu, verið foringar, þú ert allt sem ég á eftir.
Ingi leit til Jóhanns sem kinkaði kolli rólega og Ingi vissi hvað hann átti við.
“Ég hef staðið með þér gegnum allt.” Sagði Ingi rólegur “Gegnum yfirtöku ríkisins, gegnum siðferðislegar rangar ákvarðanir, staðið upp þér til varnar er aðrir voru á móti.”
Ingi faðmaði Alex og hvíslaði í eyra hans:”En ég get ekki horft upp á þig senda saklaust fólk, vini og ættingja út í opinn dauðann, fyrir Ríkið ÞITT!”
Ingi steig frá Alex sem stóð með rýting Inga í maganum. Úr andliti hans mátti lesa vonbrigði, sorg, biturð.
Ingi gekk að Jóhanni sem lagði kortin frá sér og saman gengu þeir á brott. Alex hrökklaðist að borðinu og leit út um gluggann, hann sá hvar fáni Ríkisins var dreginn af hún og upp var deginn fáni Breta.
Máttlaus hrundi Alex í gólfið og dró andann í seinasta skiptið.
Með honum dó Ríkið.

Endi