Ég er hermaður.
Fæddur í hlutverk mitt, tek engar sjálfstæðar ákvarðarnir, á ekkert líf utan vinnu minnar. Vinnan er líf mitt.
Ég stend vörð, rétt fyrir utan virkis veggina. Stend í steikjandi sólinni allann daginn, alla daga. ég hreyfi mig ekki.
Þetta er mitt hlutverk í lífinu. Vernda drottninguna með eigin lífi ef ég þar.
Almennt þá leiði ég ekki hugann að heiminum í kringum mig, ég leiði ekki hugann að hlutverki mínu. ég hugsa yfir höfðu ekki neitt. Geri bara það sem ég var fæddur til að gera.
Standa vörð.
Ég veit ekki hvað gerðist, en eitthvað var það. Einhver sprengining, kraftur sem þeytti mér upp í loftið, margfalda hæð mína og ég hrundi í jörðina. Án hugsunar stökk ég á fætur og tók á sprett í átt að virkinu. Einhver hafði gert tilraun til að ráðast á höllina, heimilið. stórt gat var í miðjunni og ég hljóp, hljóp í leit að drottningunni, til að vernda hana.
Hún var óhult, umvafin lífvörðum.
Ég fór aftur í mína stöðu og starði út í loftið, skimaði eftir óvinum á meðan verkamenn gerðu hratt og örugglega við vegginn sem eyðilagðu hafði verið.
Frá stöðum allt í kring gegnu verkamenn með matarbirgðir heimleiðis, veturinn var að nálgast og forðabúrið fylltist hægt og rólega.
Svo gerðist það, merkilegasti hlutur. ég var baðaður hlýju ljósi frá himnumum, hvað var þetta vissi ég ekki. var einhver æðri vera sem hafði valið mig, ég teygðu út armana og lét ljósið grípa mig. Þetta var í fyrsta og seinasta skiptið sem ég leiddi hugann að heiminum utan starfs míns, utan heimili míns. Í fjarska heyrði ég kvenmanns rödd segja “Gunni minn, ekki brenna maurana með stækkunarglerinu.”
Og á því augnarbliki fuðraði ég upp og hlutverki mínu var lokið og nýr maur tók stöðu mína, án þess að hugsa, án þess að taka ákvaðarnir. Fæddur í hlutverk sitt.