Þessi saga var upprunalega leikrit, fyrsta leikritið sem ég skrifaði í fullri lengd. En svo nennti ég aldrei að gera meira með það svo það endaði löngu seinna sem smásaga í fjórum pörtum sem biritist hér.

“Hver þjóð elur af sér einstakling sem stendur upp úr, stjórnmálamann, leiðtoga, stríðshetju sem hristir upp í þjóðfélaginu, breytir því sem var. Leiðir fólk inn í frægð, mikilfengleika, eða kvalir og dauða.
Einstaklingur sem ber höfuð sitt yfir aðra og lifir áfram löngu eftir dauða sinn á blaðsíðum mannkynssögunnar.

Sagan sem ég ætla að segja gerist á lítill eyju langt frá miklum löndum. Landið er fagurt, þakið ökrum og skógum sem gef af sér fínustu hráefni. Ein stór borg er sunnanlega í landinu, og milli hvítra steyptra húsa gnæfir stór marmarabygging upp í miðri borginni, þar sitja ráðamenn og reyna að stjórna Lýðræðinu.
Fáum árum áður hafði óveður mikið gengið yfir landið, og stóð í ár. Miklar hamfarir urðu, sjóleiðinn lokaðist og verslunar skip komust ekki. Samband við umheiminn var rofið, efnahagurinn hruninn og þjóðfélagið í upplausn. Þetta hafði hamrað á þjóðina í nokkur ár er meðaur stóð upp, safnaði her og gekk inn í stjórnarráðið og tilkynnti að nýir tímar skildu rísa, hann væri kominn til að taka við landinu.
Nafn hans var Alex og ég er Ingi, maðurinn sem stóð honum við hlið, bróðir hans.
Þetta breyttist allt á einum degi. Þessi dagur var upphafið, upphafið af endinum.”


1. Kafli – Nýtt upphaf

Alex gekk inn í aðalsalinn í stjórnarráðinu, hann var rétt um þrítugt, fölur ásýndar, með ljósleitt hár, grannvaxinn og einbeittur á svipinn. Klæddur gráum einkennisbúning og frá öxlum hans féll mikil svört skikkja. Nælu bar hann á kraga búningsins og var táknið X, slegið gyllt. Á belti hans var rýtingur og langsverð í slíðri. Þrammandi á eftir honum komu um 20 hermenn, allir klæddir gráum búningum með sverð í slíðrum.
Inn í herberginu sátu þrír menn við langt borð, klæddir svörtum fötum með nælu í hjarta stað og á henni var tákn þjóðfélagsins.
Hermennirnir tóku sér stöðu meðfram veggjum herbergisins.
“Ég er Alex.” Sagði hann við mennina er sátu til borðs og var þeim brugðið mjög við innkomunina. “Ég mun nú taka yfir ríkið, héðan í frá munuð þið kalla mig Foringja. Gangið í burtu núna og ykkar bíður gott líf í framtíðinni, storkið mér og örlög ykkar verða ráðin.”
Mennirnir horfðu hver á annan áður en einn þeirra stóð upp og gekk beint fyrir framan Alex og sagði “Hvaða leyfi hefur þú til að arka hér…”
Lengra komst hann ekki, því Alex rak rýtingi sínum gegnum háls mannsins sem féll máttvana til jarðar. Hinir mennirnir stóðu upp og hurfu hljóðlaust út úr herberginu. Alex settist við enda borðsins.
“Þið megið fara.” Sagði hann við verðina. “Fjarlægið líkið í leiðinni og kallið á félaga mína og komið á vörslu um bygginguna.”
Að svo sögðu hurfu hermennirnir út úr herberginu.
Stuttu síðar gengu fimm menn inn í herbergið, allir voru klæddir eins og Alex, nema táknið á kraga þeirra voru fjögur strik.
Fremstur gekk bróðir Foringjans, Ingi, þá Eyþór, Hannes, Jóhann og loks Pétur. Hver um sig tók sér stöðu fyrir aftan stól, síðan var foringjanum heilsað og þeir fengu sér sæti. 1. fundur ráðsins var settur.
Allt hafði verið fyrir fram ákveðið en ritari var kallaður til svo allt myndi falla að lögum.
Alex ríkti yfir öllu, undir honum sat svo ráðið sem voru fimmmenningarnir er sátu við sama borð þennan dag. Þá kom heldra fólk sem valið var af ráðinu. Menntastéttin kom næst, einstaklingar sem gátu kennt, eða miðlað þekkingu sinni. Neðst í þríhyrningum var verkafólk, sem vann hráefnin.
Kringum þríhyrninginn voru hermennirnir, þeir héldu uppi lögunum.
-Einstaklingar fengu engin laun, aðeins húsnæði og þær nauðsynjar sem það var talið þurfa. Og vikulegan pening til skemmtunar.
-Hjónaband milli stétta var bannað, refsing var dauði.
-Almennir glæpir s.s. þjófnaður, líkamsárás, uppreisn og mótmæli skildu vera refsuð með lífláti.
-Fólk eldra en 68 ára gamalt var ekki talið getað þjónað ríkinu lengur, var það flutt út fyrir borgina á afgirt svæði í trú um betra líf í ellinni. Svo án vitundar almenning var það líflátið.
Þetta voru lögin, hörð, miskunnalaus.
“Fólkið mun mótmæla, en við sýnum hörku og það mun læra að sætta sig við það.” Sagði Alex.

Er fundurinn var langt kominn og sólin hafði litað himinn fagur rauðann, gekk ung kona inn í fundarsalinn. Dökkt hár hennar féll niður á bak, klædd látlausum kjól sem dró fram glæsilega fegurð hennar.
“Alex, hvenær líkur þessu?” spurði hún biðjandi.
“Fyrr ef þú myndir ekki trufla okkur.” Svaraði Alex harðri röddu.
-“Ég spyr fallega og svarinu er hreytt framan í mig.”
“Elskan mín.” Svaraði Alex og afsökunar bros kom á varir hans, “Við klárum þetta bráðum.”
Stúlkan, Karen snérist um hæl og hvarf út um dyrnar án þess að kveðja.
“Hvert vorum við komnir?” spurði Alex
“Ákveða daginn” svaraði Hannes
“ég segi föstudaginn, þegar vikunni er að ljúka,” sagði Eyþór “Minni líkur á mótmælum.”
“Einhver andsnúinn föstudeginum?” spurði Alex en enginn svaraði.
Þar með var það ákveðið. Eftir fjóra daga yrði fólkinu tilkynnt að frelsi þess væri ekki lengur, að ný stjórn væri nú kominn, að nýjar reglur, ný lög hefðu verið sett.
Framvegis yrði ómenntað fólk einungis tannhjól í vélgengu þjóðfélagi.
Fundinum var slitið og menn hurfu til heimila sinna.
Alex greyp Inga rétt áður en hann hvarf á braut með hinum. Ingi var ekki ósvipaður bróður sínum í útliti, eilítið stærri, sterkbyggðari, og ekki eins fölur.
“Nú ert þú eyru mín.” Sagði Alex og horfði í augu bróður síns
“Það verð ég, ekkert verður þér leynt.” Svaraði Ingi
-“Það er hafið, breyting til nýrra tíma, upphafið, og ekki vill ég fá rýting í bakið á mér á svona tímum.”
-“Orð mín bróðir kær, enginn snertir þig meðan ég dreg andann.”
Alex faðmaði bróður sinn að sér og mælti:
“Farðu heim, sofðu, margt þarf að undirbúa fyrir föstudaginn.”
-“Hugsið ekki um mig, þín bíður unnusta sem þú hefur varla yrt á seinustu daga.”
Við þessi orð skyldust leiðir þeirra og hvor um sig hvarf til sinna húskynna.