Þetta var upphaflega stutt leikrit sem ég samdi ásamt tveim vinum mínum fyrir tveimur árum. Ég ákvað að setja söguna í stuttmynda form og vona að takist hafi vel.
Þetta er Tragedía í fjórum köflum.

1. Kafli - María og Mikael

Tímalaus saga í landi sem á sér engann stað.
Nútíma tækni þekkist ekki, menn eru aðalsmenn, því betri skylmingarmaður því meiri virðingu er þér vottað.
Við horfum frá borginni Metod, sem er í raun keim lík gamalli spánskri borg. En augun eygja til suðurs, eftir grófum vegi, þar sem tré liggja með fram honum í fullum blóma. Og eftir langa för endar vegurinn hjá Hvítu húsi, mikilfenglegu. Veggirnir grófir og hvítir. Stórir gluggar og handskorin framhurð. Allt í kringum húsið blómstra fegurstu blóm, runnar og tré. Og í allar áttir teygir landareigin sig í allri sinni fegurð.
Á þessum stað hefst sagan og á þessum stað endar hún.
Eigandi húsins og landareignarinnar ber nafnið Markús, virtur Aðalsmaður og færasti skylmingamaðurinn í nálægum héruðum. Í húsin býr ung dóttir hans með honum en móðir hennar dó í barnsfæðingu.
Það var einn sólríkan dag, fyrir nokkrum árum er Markús þurfti að halda í bæinn í erindisferð. Í þeirri ferð hitti hann tvo unga pilta, báðir á aldri við dóttur hans, sem höfðu alið líf sitt á götunni. Markús fann vorkunsemi í brjósti sínu er hann sá þá og tók þá að sér.
Annar hét Mikael, stór og bar sig vel. Hann átti seinna eftir að feta í fótspor Markúsar, læra skylmingar og heldirmanna siði.
Hinn var Árilíus, veikburða piltur með frjóa og kröftuga hugsun. Hann leitaði frekar á vita bóka en mannlegra samskipta sem svo varð til þess að hann var sendur út á land í skóla til að svala þörf sinni á þekkingu.
Og árin liðu og piltarnir uxu upp í fullvaxta menn, og María varð hin myndalegasta stúlka. Og Svo vildi til að hugar hennar og Mikaels leituðu saman

Þau sátu saman undir gamalli eik á norður hluta landareignarinnar og nutu lífsins saman.
Það var á þessum degi sem sagan í rauninni hefst.
“Mikael” Sagði María blíðri röddu “Hvenær biðurðu föður minn um hönd mína.”
-“Þú veist það mín kæra, um leið og hef efnast nóg til að framfleita okkur og fjölskyldu.” Sagði Mikael og lagði varir sínar mjúklega á enni hennar.
Blá augu hennar leituðu til Mikaels, ljósleitt hárið dansaði í ferskri golunni og bros lék um fölar varir hennar. Hvítur látlaus kjóllinn lyfti fegurð hennar upp fyrir bakka skýjanna.
Mikael tók í höndina á henni, svart hárið lág aftur, blágrá augun horfðu á fegurðina sem lág fyrir framan þau. Klæddur í hvíta skyrtu, svartar þröngar buxur og leður stígvél. Hver hefði getað giskað á að þessi ungi maður hefði eitt sinn lifað meðal rottanna.
Varir þeirra mættust í heitum kossi.
“Hættið, Hættið!” Öskraði rödd svolítið frá “þessi sýn brennur sálu mína, kvelur mig, ég bið ykkur, hættið.”