Hvernig á að yrkja ljóð
hvernig skal semja lífsins óð
fyrst er skál látin á borð
og setur útí nokkur orð
smá glens og smá gaman
og hrærir þessu öllu saman
tilfinningum bætir við
þær leggja þessu lið
skellir svo í pott og sýður
hugsar um orðin á meðan þú býður
kryddar svo með því sem við hendi er
myndgervingar, rím, í pottinn fer
og öllu svo hellir pappírinn á
glænýtt ljóð, þú ert búinn að fá