Ég stóð stöðu mína eins og sönnum hermanni ber að gera, ég bar höfuðið hátt og horfði yfir ríki drottningunnar minnar.´
Þetta var eina lífið sem ég átti, þetta var eina lífið sem ég myndi nokkurn tíman eiga og ég kvarta ekki. Ég stóða bara mína vakt á enda. Gerði það sem ætlast var af mínu hlutverki.
Einn daginn, einn vernjulegan dag þegar léttur vindur hristi laufin í trjánum allt í kring og áhyggjuur voru fjarri. Er ég stóð vörð og skimaði eftir óvinum eða ógnum að hár hvellur bermálaði fyrir aftan mig, ryk reis upp í loftið og ég þeyttist gegnum himinunn og skoppaði eftir jörðinni stutt frá virkinu.

DROTTNINGIN!!! var það fyrsta sem þaut í gegnum huga minn, ég rauk á fætur og hljóp að virkinu, risa gat var í gegnum það, og það barst mér til eyrna að Drottningin hefði ekki orðið fyrir neinum skaða. Ég snéri aftur í stöðu mína og stóð einbeittur og fylgdist með hverri hreyfingu fyrir framan mig.. Verkamenn voru á fullu við að gera við virkið. Vinnuhópurinn dró björg í bú, vour að undir búa veturinn. og langt undir jörðinni, bak við þúsundm hermenn sat drottningin og gengdi sínu hlutverki.
Og dagar, vikur liðu og einn daginn, er sólin rann hvað hæðst á himninum og ég stóð mína vakt eins og vernjulega að ég fann hvar ég stóð baðaður í hvítu ljósi. Ilur rann um mig allan og ég leit upp í ljósið, hvað vill skaparinn mér? spurði ég sjálfan mig og í fjarska heyrði ég háværa rödd sem bergmálaði allt í kring.
“Elskan mín… Ekki brenna maurana með stækkunar glerinu.”

Áður en orðin bárust mér öll til eyrna hvarf ég frá lifandi lífi yfir í hrúgu af ösku á lítilli mauaraþúfu í almenningsgarði.